Home sweet home!

Þá er það ákveðið að við ætlum að flytja okkur öll aftur til Íslands.  Kemur svo sem ekki á óvart en þó ákvörðun sem var ekki auðvelt að taka.  Við erum því að fara, öll nema Jódís Guðrún, út næsta föstudag og verðum í rúma viku að pakka og ganga frá íbúðinni.  

Íbúðin okkar er til útleigu fram á næsta vetur svo nú er að reyna að finna sér einhvern samastað fram til þess að hún losnar.  Allar ábendingar um ódýr húsnæði í Reykjavík vel þegnar Joyful.  Og svo er að fara í atvinnuleit og vonast til að Jódís Guðrún komist inn á leikskóla sem fyrst.  Að ýmsu að huga!

Jón, föðurbróðir Eysteins, vissi af hljómsveit sem vantaði bassaleikara og Eysteinn fór að líta á aðstæður í gær og leist svona ljómandi vel á.  Strákarnir náðu vel saman og mér skilst að fyrsta æfing Eysteins sé bara á morgun.  Hljómsveitin er hérna á Selfossi svo að þegar við verðum flutt til Reykjavíkur sé ég fram á að æfingar verði þá um helgar Smile.  Það er búið að bóka ,,gigg" skilst mér í sumar, hérna á Selfossi, sem verið er að æfa fyrir svo nú er Eysteinn orðinn bassaleikari hljómsveitarinnar Nykur.  Frábært! Wink

Halldór fór í blóðprufu í síðustu viku sem sýndi að hann virðist vera að bregðast vel við lyfjunum og höfðu þau gildi sem átt að hækka, hækkað og þau sem áttu að lækka, lækkað.  Það var líka komin niðurstaða úr beinmergsýninu sem sýndi að krabbinn er líka þar.  En læknirinn sagði að það breytti svo sem ekki miklu fyrst hann væri hvort eð er orðinn svona dreifður, í öllum eitlum.  Hann var jafnframt bjartsýnn á að ná að ,,hreinsa" Halldór og þegar það verður búið verður hafist handa við að safna beinmerg til að eiga til góða ef krabbinn tekur sig upp aftur og á þyngri meðferð þarf að halda, sem felur þá í sér að dæla í hann eigin stofnfrumum úr hans eigin beinmerg.  Halldór fer í næstu lyfjagjöf 16. febrúar, þ.e. á þriðjudaginn næsta, og svo fljúgum við út á föstudaginn.  Vona bara að lyfjagjöfin fari eins vel í hann og síðast, og það eru náttúrulega allar líkur á því Wink

Jæja, ég held þetta sé komið gott að sinni.

Knús á ykkur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að Eysteinn sé búin að finna sér hljómsveit á Selfossi.  Frábært að heyra að líkaminn hans Halldósr taki lyfjagjöfinni svona vel. Gangi ykkur vel að finna húsnæði, vonandi kemur þú bara í Mosó, þá getur kannski komið Jódís Guðrún á minn leikskóla :) Það væri svo gaman.

Eyrún (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 19:59

2 Smámynd: Arnrún

Takk fyrir það mín kæra :) Já, bara aldrei að vita, hehe!

Arnrún, 15.2.2010 kl. 09:37

3 identicon

Hæ hæ!

Það er gott að sjá að allt gengur á skárri veginn. Ég veit að ykkur langaði að vera lengur úti, en það er nú ekki eins og Danmörk sé að fara eitthvað alveg í bráð. Þið verðið kannski komin út aftur áður en þið vitið af.

Annars vona ég að allt haldi áfram á beinu brautinni og sendi ofsalega góðar kveðjur til ykkar :-)

EE

Elín E (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband