Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Nu slukker analog TV signal

...og þá erum við orðin sjónvarpslaus í 10 daga FootinMouth

Helgin

Ég fékk hana Mörtu vinkonu til að draga mig út á lífið á föstudaginn.  Það var nú lítið mál!  Hún fór með mig á pöbbarölt og upphafsstaðurinn var staður þar sem maður pantar bara á íslensku á barnum Joyful.  Það var svo rosalega gaman um kvöldið að það var næstum því þess virði að bíða í tæpt ár eftir því LoL.  En laugardagurinn var náttúrulega að mestu (ja eða alveg) undirlagður í eintóma leti á eftir Tounge.  Við Halldór röltum okkur svo til Lóu í kaffi á sunnudag með litla skott sofandi í kerrunni sinni á meðan Eysteinn var að verja eins og óður maður á fótboltamóti.  Hann kom heim forugur upp fyrir haus enda var búinn að vera rigningarsuddi allan daginn.  En hann var samt nokkuð ánægður, þrátt fyrir mikið ,,dómarasvindl!" Jódís var farin að hósta svo ægilega mikið auk þess sem stanslaust rann úr nefinu á henni að við ákváðum að halda henni bara heima í dag.  Hún verður vonandi orðin skárri í fyrramálið, mér finnst allavega hóstinn orðinn minni.  

Klukkunni var breytt í gær svo nú erum við einungis klukkutíma á undan íslenska tímanum sem er voða gott.  En jiminn hvað er farið að dimma eitthvað núna og þeir eru svo ægilega sparsamir á lýsinguna hérna að það er bara kolniðamyrkur úti.  Þá er bara að kveikja á kertum innandyra og gera kósí hjá sér Joyful.  

Annars bara allir kátir og hressir og biðja fyrir kveðjur heim Smile

Gott að sinni

Bless í bili! 


Ókey, ókey, ókey, ókey!!!

...ég skal blogga! Joyful

Það er nú samt ekki mikið að frétta af okkur.  Jú, Halldór er farinn til Íslands.. og kominn aftur, gekk vel með mikilli hjálp fjölskyldu og vina að parketleggja og ganga frá því sem þurfti að ganga frá á þessari rúmu viku sem hann var heima.  Þvílíkt sem við erum auðug af góðu og hjálpsömu fólki í kringum okkur!  Ástarþakkir!!!! Smile (vantar knús-kall).  

Á föstudaginn, eða daginn eftir að Halldór kom, tókum við lestina til Horsens að heimsækja Albertu vinkonu sem býr þar ásamt tveimur dætrum í voða kósí stúdenta-raðhúsi.  Þar eyddum við helginni í góðu yfirlæti og nutum þess að vera saman.  Við erum orðin svo ægilega slöpp í drykkjunni að á tveimur kvöldum náðum við að klára eina rauðvínsflösku og tvo bjóra LoL.  Við kenndum þeim teningaspilið góða sem Hrefna kenndi svo vel á ættarmótinu í sumar og bæði Eysteinn og Amelía, níu ára dóttir Albertu, fengu að spila með til að verða þrjú um nóttina.  Ægilega gaman Joyful.

Halldór byrjaði svo að vinna á fullu strax á mánudeginum og búinn að vera að vinna alla vikuna.  Nóg framundan.  

Veðrið fremur kalt og hráslagalegt, rigningarsuddi og 8 stiga hiti Undecided.

-Ég sagði það... það er EKKERT að frétta!!!  Aðalfréttirnar liggja hjá Sigga og Kristjáni sem eru að fara að opna NÚÐLUSKÁLINA!!!!  Ég er bara  svoooo spennt fyrir þeirra hönd! Grin

Gott að sinni!

Bless í bili!!! 

 


Bekkjamyndatökur

Ég ætla að henda inn myndunum sem teknar voru af börnunum í sitthvorri tökunni.  Myndirnar af Jódísi voru teknar í maí þegar ljósmyndari kom á vöggustofuna og myndirnar af Eysteini voru teknar í septemberbyrjun.  Eysteinn situr fremst á bekkjarmyndinni sinni og Jódís er öftust til vinstri, í fanginu á Betina, einni af fóstrunni og sú sem sá um hana fyrst þegar hún kom inn á stofuna.  Nú eru allar ófrískar nema sú fóstra sem lengst er til hægri (og mesta gribban I might add.. fari maður út í svoleiðis sálma Tounge).

Eysteinn AronEysteins bekkur, 5.YJódís Guðrún  Vöggustofa Jódísar, Epifytterne

 


Laugardagskveld

Það er búið að vera greeeenjandi rigning í allan dag.  Þegar við ætluðum að leggja stelpuna út var svo hrikalega kuldalegt, rok og rigning, að ég dúðaði hana í kuldagalla og var að finna til sæng að taka með út þegar Halldór stoppaði mig og sagði að það væri ekki frost úti.  Þá leit ég á hitamælinn og sá að það var rétt um 14 stiga hiti.  Fyndið þegar ,,gluggaveður" fer í hina áttina, lítur út fyrir að vera mun verra en það er LoL.  Reyndar búin að lenda nokkrum sinnum í því undanfarið.  

Halldór flýgur heim á morgun og ég berst við að vera ekki afbrýðisöm Pinch.  Það verður nóg að gera hjá honum og mikið væri ég nú til í að vera að fara með honum, en það ræðir ekkert um það.  Hann verður nú ekki lengi frá mér þessi elska og nóg að gera hjá öllum á meðan svo þetta verður fljótt að líða Smile.  

Börnin eru hress, smá kvef í þeirri stuttu en ekkert sem stoppar ákveðnina Joyful.  Hún er nú svo mikið krútt þessi elska.  Eysteinn fékk frí frá fótboltaleik í dag og gvöði sé lof, miðað við það veður sem var.  En engin miskunn fyrir bóndann á bænum sem fór út á Ráðhústorg að ganga frá eftir hátíðahöld gærdagsins, þegar valin var Ólympíuborgin fyrir árið 2016.  En hann er kominn heim og er að spila svo angurvært fyrir okkur á gítarinn ,,Svantes lykkelige dag" Joyful Dásamlegt!

Gott að sinni

Bless í bili! 


Allt að verða vitlaust!

-Já, það er hreinlega allt að verða vitlaust hérna vegna komu Barack Obama á morgun.  Hann stoppar í heila fimm tíma og verður hálfri borginni lokað á meðan, brúnni yfir til Svíþjóðar verður lokað í nokkra klukkutíma og nokkrir í kringum mig sem neyðast til að mæta klukkan sex í fyrramálið til vinnu svo þeir lokist ekki ,,úti".  Halldór átti að mæta átta í fyrramálið í vinnu en var kallaður inn í kvöld í staðinn vegna þessa.  

Ég var annars að koma af foreldrafundi hjá vöggustofunni og þar eru aldeilis breytingar.  Þrjár af fjórum fóstrum Jódísar eru ófrískar og þar af tvær þeirra komnar í veikindaleyfi fram að fæðingarorlofi.  Sú þriðja hefur fæðingarorlofið eftir tvær vikur.  Það eru miklar framkvæmdir framundan á byggingunni og átti upphaflega að flytja alla starfssemina á aðrar vöggustofur á meðan en vegna harðrar gagnrýni, bæði fóstra og foreldra, fékkst í gegn að seinka framkvæmdunum fram í apríl og þá verður starfssemin öll færð í garðinn sem þau hafast við á sumrin og tjöld reyst yfir hann meðan ekki er nógu hlýtt til að vera bara úti Woundering Sjáum hvernig það fer.  Annars er mikill niðurskurður framundan sem felur í sér færra starfsfólk og minna fjármagn til ferða og svoleiðis.  Þetta verður erfiðari tími en þær eru þó bjartsýnar á að þetta gangi.  

En nú er farið að hausta svo sannarlega og ég er farin að nota vetrarkápuna mína og skinnhanskana.  Við skruppum í Ikea í dag til að kerta okkur upp, því það hjálpar okkur á ódýrari máta við að kynda hjá okkur í vetur Wink.  Annars bara allir hressir og mest Halldór, sem er að fljúga heim: ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn LoL.  Hann segist mest hlakka til að setjast að kvöldlagi í eldhúskrókinn hjá mömmu að spjalla yfir kaffibolla Joyful  Enda er það dásamlegt og ég sakna þess líka Joyful.

Gott að sinni

Bless í bili! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband