Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Friðurinn úti!

..Ekki að það hafi svo sem verið mikill friður fyrir en allavega, í gær var búið að lesa fyrir stelpuna og hún komin uppí og allt í góðu.  Halldór var nýbúinn að segja hversu mikill munur það væri eftir að við byrjuðum að lesa svona fyrir hana á kvöldin, bara hægt að fara í gegnum þessar bækur sem hún á, svo bara hægt að leggja hana og hún sofnar.  Skyndilega og allt í einu birtist mín bara á stofugólfinu, ægilega ánægð með sig. ,,Hæ!" segir hún og skælbrosir.  Já, búin að læra að klifra yfir rúmið.  Og svo gerðist þetta aftur.  Og núna í kvöld kom ég að henni hálfnaðri yfir rúmið.  Úfff.. segi nú bara ekki annað Gasp.  

Annars erum við að reyna að venja hana af bleiu meira og minna og tökum við bleiuna af henni þegar hún kemur heim af vöggustofunni.  Það hefur gengið svona líka glimrandi vel og sest hún á koppinn í hvert sinn sem hún þarf að pissa.  Hún á það þó til að gleyma að hún sé bleiulaus en það gerist þó ekki oft Joyful.  Þær eru líka með átak á vöggustofunni að setja börnin oftar á klósettið og gengur bara voða vel.  Væri þægilegt að hafa eitt svona krílaklósett á heimilinu LoL.

Foreldrafundur í skólanum hans Eysteins á mánudaginn og hann kemur svona líka vel út.  Kennararnir mjög ánægðir með hann að svo til öllu leyti, auðvitað alltaf eitthvað sem má gera ögn betur, en hann er að leggja sig vel fram og að skila góðum verkefnum í skólann.  Auk þess sem hann er félagslega mjög vel staddur, sem við vissum svo sem vel Smile.  Hann byrjaði í aukatímum í dönsku í byrjun mánaðarins og fer þrisvar í viku.  Honum líkar bara mjög vel við það og finnst kennarinn góður.  Sem er náttúrulega bara frábært!

Skruppum niður í bæ í gær og er verið á fullu að gera jólalegt í gluggum og götum.  Ægilega skemmtilegt Joyful.  Mest langar mig þó að stela þessum rósum sem eru úti í garði hjá okkur og setja þær í vasa hjá mér, en þori því nú samt ekki alveg... aldrei að vita hvernig stemmningin fyrir því verður á morgun Tounge.

Gott að sinni

Bless í bili! 


..the badest blogger in the whole damn town!

Sko... svo við byrjum nú bara á byrjuninni:

Við sem sagt misstum sjónvarpsmerkið (þar sem öllu var breytt í digital 1. nóv) og vorum þá búin að panta einhvern sjónvarpspakka hjá fyrirtæki sem heitir Canal Digital.  Það átti að taka einhverja fjóra daga svo við sáum fram á að vera sjónvarpslaus í tvo daga (því við erum alltaf svo snemma í því og ákváðum okkur því með ,,góðum" fyrirvara Whistling).  Svo hringdi maður í mig frá Canal Digital og bað mig um að tékka á því hvort það væri diskur á þakinu frá þeim.  Jújú, það var svo.  Hann sagði að þetta myndi dragast eitthvað á langinn og það kæmi maður eftir 3 vikur að setja þetta upp hjá okkur.  Ég stóð bak við hús og Halldór inní eldhúsi hinum meginn hússins þegar hann sagði þetta.. því Halldór heyrði mig segja tilbaka ,,TRE UGER!!!?" Svo hissa var ég!  Við mundum þá að Rakel (sú sem átti íbúðina) hafði sagt okkur að þau hefðu verið með disk og milljón stöðvar svo ég skrifaði henni og spurði hvort það hefði kannski verið Canal Digital.  Jújú, það passaði, þau létu setja þennan disk upp.  Við ákváðum þá að velja besta veður-daginn sem komið hefur þetta árið í Kaupmannahöfn, til að fara leeeengst út á Amager í einu búðina í borginni sem hægt var að sækja útbúnaðinn.  Jújú, það var nýstingskuldi, rigndi og snjóaði á víxl og blés á okkur eins og gegn greiðslu!  

Nema hvað.. jújú.. við finnum búðina (sem var ca. 10 mín gangur frá Metró-stöðinni) og ég skrifaði undir einhverja pappíra og spurði hvort ég væri ekki örugglega bara að kaupa áskrift.. það væri ekki verið að lauma einhverri íbúð inná mig í leiðinni.. svo margar voru undirskriftirnar, og hann kom með riiiiiiisa kassa fram með útbúnaðnum Gasp þegar ég ætlaði að fara að borga fyrir það.  Neibb.. tók BARA Dan-kort! og hraðbanki.. hmmmm... fimm manns inní búðinni og enginn mundi eftir hraðbanka í margra kíílómetra fjarlægð GetLost.  Svo úr varð að ég fór heim á leið til að sækja stelpuna úr vöggustofunni og Halldór í Fields.. sem var næsti bær við, og tók út pening og fór svo tilbaka að borga.  Veðrið var EKKI að skána og ég hjólaði frá lestastöðinni eftir stelpunni og heim og ég var svooooo fegin þegar ég kom heim og gjörsamlega búin á því eftir að hafa hjólað móti vindinum.  Já, í Kaupmannahöfn er ALLTAF mótvindur, sama hvort maður fer suður, norður, austur eða vestur.  Ég hringdi í Halldór sem var í metró-num með litla kassann (já ég gleymdi.. við báðum um að fá bara boxið þar sem við værum með disk uppá þaki en það var ekki hægt).  Hann kom svo heim einhverjum klukkutíma seinna... meeð flykkið!  Þá höfðu lestirnar hætt að ganga í einhvern tíma og Halldór þurfti að troðast með kassann í smekkfullan strætóinn og var að hans sögn ekki vinsælasti maðurinn í strætó þennan daginn!  Venjulega er nú mikið í 6A strætónum en þar sem lestirnar gengu ekki var svona þróunarlanda-mikið í strætó.  

Við áttum það nú alveg skilið að Halldór tengdi boxið og það gekk allt upp í fyrsta!  Og það skemmtilega er að við keyptum minnsta pakkann (sem er þó með 23 stöðvum) en fengum stærsta pakkann, með yfir hundrað stöðvum.  Ég býst nú samt við að þetta sé bara til að lokka og auglýsa, að við missum hann von bráðar.  Við kunnum bara ekkert á að vera með svona margar stöðvar!  Ég fletti svona upp að 20 fyrstu stöðvunum og svo aftur niður Tounge.  Þetta er aaaallt of mikið.. en ég svo sem kvarta ekki LoL.  Meira að segja er Ruv inná en ég held það sé bara ekki merki svona langt.  En við getum hins vegar hlustað á rás 1 og 2 í gegnum útvarpið á disknum Wink.  Þannig að við vorum bara sjónvarpslaus í einhverja 5 daga.

Nú! Á fimmtudaginn í þarsíðustu viku var öllum foreldrum boðið í Holbergskolen til að sjá afrakstur Klima-uge (Loftslags-viku) en það er allt búið að vera kreisí hérna út af þessari Klima-ráðstefnu sameinuðu þjóðanna sem halda á hérna í Köben í desember.  Allir bekkirnir voru búnir að gera plaggöt og myndbönd og tilraunir sýndar á tilraunastofunni og ég veit ekki hvað og hvað.  Eysteinn var hins vegar í Klima-koret, eða Loftslags-kórnum, sem hafði æft stíft alla vikuna og spilaði hljómsveit með.  Eysteinn komst að því að íslenskur strákur sem hann hafði hitt í klúbbnum á síðasta ári, var semsagt í 9. bekk í skólanum.  Freyr heitir hann og hefur búið hérna frá því hann var sex ára.  Allavega, þetta var svooo flott hjá þeim.  Þau sungu Michael Jackson lagið Earth song sem búið var að yfirfæra á dönsku og þetta var svoooo flott hjá þeim að maður fékk alveg gæsahúð!  Rosalega vel útsett hjá tónlistakennaranum og einsöngur krakka á hárréttum stöðum!  Hérna er lagið hans Michaels heitins til upprifjunar Wink

Rúm vika fór í klima-uge hjá skólanum og var ein venjubundin kennslustund á dag, annars var vikan undirlögð í þetta og það er þetta sem ég kann svo að meta við skólastarfið hérna og allt tengt börnum, það er svo gríðarlega mikið lagt upp úr þessu og mikill metnaður sem liggur í vinnunni, og svo sannarlega sá maður afrakstur þess á sýningunni, hvort sem var hjá 1. bekk eða 9. bekk.  Alveg ótrúlega flott!

En svo við færum okkur nær deginum í dag.  Í síðustu viku voru stór plaggöt uppi á vöggustofunni sem minntu foreldra á að koma með börnin sín í druslufötum þessa vikuna þar sem það væri listavika.  Á föstudaginn var svo búið að hengja borða yfir öll plaggötin sem á stóð ,,Udsat" eða Aflýst!  Ástæðan, jú, fjárlögin voru komin fyrir næsta ár og það er svo gríðarlegur niðurskurður að það sér fram á að allar ferðir, listavika, og allt sem gert er fyrir börn utan hefðbundinnar gæslu verði lagt niður.  Störfum verður fækkað og við þurfum að fara að koma með bleiur með okkur (sem mér fannst svo hriiikalega þægilegt að þurfa ekki að gera).  Það er búin að vera gríðaleg reiði bæði hjá foreldrum og fóstrum og voru mótmæli við ráðhúsið á mánudag og verkfall í leikskólum víða um borg á þriðjudag.  Í dag var svo boðað til skyndiforeldrafundar þar sem á að reyna að ná sterkari samstöðu gegn niðurskurðinum.  Þetta er sparnaður upp á margar milljónir íslenskar, fyrir hvern leikskóla/vöggustofu fyrir sig.  Sjáum hverju þetta skilar Errm.  Leiðinlegt bara að taka allt það í burtu sem manni fannst svo yndislegt við leikskólann hérna og setti hann skörinu ofar leikskólum á Íslandi.  T.d. var árleg fjöruferð í leikskólanum hans Eysteins, ekkert annað.  Hérna er jólaferð, haustferð, vorferð á bóndabæinn, farið í Dýragarðinn á sumrin o.s.frv.

Jæja.. ég held ég sé búin að blogga fyrir gatið sem komið var Joyful.

Gott að sinni

Bless í bili! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband