Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Flutningur II

Eysteinn er farinn í skólann, verður svo síðasta skóladaginn sinn á morgun.  Ég sit ein með kaffibollann minn, Halldór og Gulla sofa ennþá Joyful.  Lóa og Þröstur voru svo yndisleg að hafa Eystein hjá sér á laugardagsnóttina meðan við hjónaleysin og frænkan fórum út á lífið.  Við ákváðum að nota tækifærið og fara í fyrsta skipti saman á pöbbaröltið síðan við fluttum til Danmerkur.  Við litla fjölskyldan ferðuðumst til fuglaparsins og svo hittum við Halldór Gullu á Blasen, Íslendingapöbbnum, á eftir og þá var hún búin að fá tvo vini sína til sín.  (HP-flatköku)-Grímur og systurdóttir hans duttu síðan inn á barinn síðar um kvöldið og saman fórum við hersingin á röltið sem meðal annars fól í sér heimsókn á Jail-house hommabar með MEIRU (allt út í rimlum og barþjónninn í fangavarðabúning LoL og svo dönsuðum við mambó og salsa og fleira skemmtilegt á Mambo-club.  Þetta var svooo gaman!!!

En þýddi líka að gærdagurinn var svolítið erfiður.  Fuglaparið kom með Eysteini hingað og hjálpaði okkur við að mála í gær en við náðum ekki alveg að klára þar sem málningin kláraðist Crying.  Svo við verðum að halda því áfram í dag.  En þetta ætti samt ekki að setja mikið úr skorðum þar sem við höfðum, samkvæmt Excel-skjalinu, klárað svo margt á laugardaginn sem átti ekki að gera fyrr en í dag og á morgun.  Þannig að við ættum að vera ca. á áætlun Wink.

Jæja.. ég er að hugsa um að fara að gera eitthvað svo við höldum okkur nú örugglega á áætluninni.  Hér er sko ekki slegið slöku við!

 


Heiman förum við heim!

Já við erum komin heim á Rørmosevej en bara til að pakka og spartla og mála og allt svoleiðis.  Við höfum hana Gullu frænku meðferðis sem er sko búin að setja verkefnið upp á Excel-skjal svo þetta verði nú allt saman gert rétt og á réttan hátt.  

Við fengum svo dásamlegan tölvupóst í gær.  Leigjendur okkar hafa fundið sér aðra íbúð, skrifað undir leigusamning þar og flytja í byrjun mars!! Svo við fáum íbúðina okkar aftur bara fljótlega eftir að við komum heim LoL.

Jæja.. má ekki vera að þessu, þarf að fara að:

þrífa, pakka, spartla, mála.....  


Home sweet home!

Þá er það ákveðið að við ætlum að flytja okkur öll aftur til Íslands.  Kemur svo sem ekki á óvart en þó ákvörðun sem var ekki auðvelt að taka.  Við erum því að fara, öll nema Jódís Guðrún, út næsta föstudag og verðum í rúma viku að pakka og ganga frá íbúðinni.  

Íbúðin okkar er til útleigu fram á næsta vetur svo nú er að reyna að finna sér einhvern samastað fram til þess að hún losnar.  Allar ábendingar um ódýr húsnæði í Reykjavík vel þegnar Joyful.  Og svo er að fara í atvinnuleit og vonast til að Jódís Guðrún komist inn á leikskóla sem fyrst.  Að ýmsu að huga!

Jón, föðurbróðir Eysteins, vissi af hljómsveit sem vantaði bassaleikara og Eysteinn fór að líta á aðstæður í gær og leist svona ljómandi vel á.  Strákarnir náðu vel saman og mér skilst að fyrsta æfing Eysteins sé bara á morgun.  Hljómsveitin er hérna á Selfossi svo að þegar við verðum flutt til Reykjavíkur sé ég fram á að æfingar verði þá um helgar Smile.  Það er búið að bóka ,,gigg" skilst mér í sumar, hérna á Selfossi, sem verið er að æfa fyrir svo nú er Eysteinn orðinn bassaleikari hljómsveitarinnar Nykur.  Frábært! Wink

Halldór fór í blóðprufu í síðustu viku sem sýndi að hann virðist vera að bregðast vel við lyfjunum og höfðu þau gildi sem átt að hækka, hækkað og þau sem áttu að lækka, lækkað.  Það var líka komin niðurstaða úr beinmergsýninu sem sýndi að krabbinn er líka þar.  En læknirinn sagði að það breytti svo sem ekki miklu fyrst hann væri hvort eð er orðinn svona dreifður, í öllum eitlum.  Hann var jafnframt bjartsýnn á að ná að ,,hreinsa" Halldór og þegar það verður búið verður hafist handa við að safna beinmerg til að eiga til góða ef krabbinn tekur sig upp aftur og á þyngri meðferð þarf að halda, sem felur þá í sér að dæla í hann eigin stofnfrumum úr hans eigin beinmerg.  Halldór fer í næstu lyfjagjöf 16. febrúar, þ.e. á þriðjudaginn næsta, og svo fljúgum við út á föstudaginn.  Vona bara að lyfjagjöfin fari eins vel í hann og síðast, og það eru náttúrulega allar líkur á því Wink

Jæja, ég held þetta sé komið gott að sinni.

Knús á ykkur! 


Afmæli og fleira

Halldór átti afmæli á föstudaginn og vorum við tengdó búin að ákveða afmælismatarboð.  En fyrst þurfti að bruna í bæinn til að sækja afmælisgjöfina hans Halldórs frá okkur Eysteini.  Ukulele valdi hann sér og var mjög sáttur.  Hvað er það?  Jú það er pííínulítill gítar með fjórum strengjum, svona eins og maður sér í bíómyndum um Hawaii. 

rev_ken_with_ukulele-1_jpg.jpg

 

Afmælismaturinn var góður og félagsskapurinn líka.  Á sunnudag var svo annað afmælisboð hjá Ólafi Júlíussyni frænda mínum sem varð hvorki meira né minna en 17 ára gamall FootinMouth.  Gulla, mamma hans, var með stærðar pott af mjög matmikilli kjötsúpu og brownies-ið sitt góða handa afmælisgestum.  Við fylgdumst auðvitað með ,,strákunum okkar" vinna bronsið á Evrópumótinu en svo kom Gurrý og sótti litla skott því við þríeykið höfðum ákveðið að fara í bíó að sjá Avatar.  Og mikið rosalega fannst okkur hún góð.  Það er með ólíkindum flott líka að sjá hana í þrívídd.  Alveg meiriháttar upplifun Joyful og frumburðurinn var í skýjunum: ,,Laaaangbesta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð!" held ég að ég hafi orðrétt eftir honum.  Litla skott var orðin þreytt þegar við loksins komum að sækja hana til tengdó enda klukkan langt gengin í 11.  Bara frábær helgi alveg Joyful.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband