Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Gaman gaman!!! :D

Þetta eru búnir að vera svo FRÁBÆRIR dagar!!!

Í gær komu Minna og Heiða til okkar ásamt Sigrúnu, sem hóstaði sér til okkar til að vera með í fjörinu.  Það var SVOOOO gaman að fá þær stöllur og GVVVVVUUUÐ hvað við hlógum, enda með eindæmum fyndnar vinkonur á ferð, og ekki sakar fjölskyldan LoL.  Þær komu hérna klyfjaðar af alls kyns íslensku, auk tösku fulla af íslensku góðgæti ásamt dansks bakkelsis (Harðfiskurinn var kláraður á 0,1 (núll-einni)).  Verstur fjandi hvað þær þurftu að fara snemma.

Steinsen (Pétur sko) kíkti svo til okkar í gærkvöldi en mín fékk ekki alveg að njóta samverustundarinnar þar sem (eftir að Rúnar hafði tapað í All stars) ég plöggaði töppunum í eyrað til að klára eitt stykki ritgerð.  Fjölskyldan er ekki alveg að fatta mátt eyrnatappanna þar sem oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð ég að geta mér til þess að verið væri að tala við mig út frá handabendingum og starandi augnaráði sem hefði svo vel getað banað ljóni.  Ég kláraði ritgerðina... klukkan fimm í morgun!!!

En... það var í góðu því ástæðan var ærin.  Beta og Gulla áttu að lenda klukkan korter yfir ellefu og Halldór, elskan mín eina og sanna, vakti mig klukkan hálftíu, en hann hafði farið á fætur með stelpunni rétt fyrir klukkan sjö.  Ég dreif mig í sturtu og gerði mig klára og við mæðgin brunuðum svo með strætó og Metró útá flugvöll.

OMG hvað var frábært að knúsa þessar mæðgur!!!  Við drösluðum okkur síðan heim sömu leið og mikið var spjallað og kósíast yfir daginn og fram á kvöld með rauðvíni og enn meir kósíheitum.  Að sjálfsögðu var rifið upp úr töskum í frysti og skápa frá þeim og öllum sem nærst okkur standa.  TAKK!!!!  

Jiiiiiii hvað var svo mikið yyyyyndislegt að fá þær.  En nú eru bara allir farnir uppí og mín bíður upphitað notalegt ból.  Hjónaherbergið er aftur orðið fjölskylduherbergið.  Gerist það öllu notalegra? 

MEGAKNÚS (pínulítið rauðvínslegið) frá Køben,

Arnrún og co. 


Nóvember-finale

Jæja, aðeins farið að hlýna aftur.  Það var orðið svo helv... kalt, maður dúðaði sig alveg og var samt að frjósa þegar maður steig út fyrir hússins dyr Crying.  Núna er rétt um 10 stiga hiti og því allt annað líf.  Snjórinn er farinn en eftir stendur einn riiiisa u.þ.b. 10 cm hár skafl í garðinum Joyful.  Tíminn hefur farið í ritgerðarsmíð undanfarna daga hjá mér og ég sit hér nótt við dag að reyna að klára allt sem klára þarf fyrir annarlok.  Sem betur fer er stelpan ekki lasin núna!  -Hennar vegna líka.  Þó ég væri í miðjum klíðum að klæða hana í kuldagalla áðan varð hún alveg brjáluð þegar hún hélt að pabbi sinn ætlaði að fara án þess að taka hana með.  Hún er sko búin að fá sig fullsadda af því að vera alltaf skilin eftir heima þegar hann fer á morgnana.  

Við Eysteinn fórum á foreldrafund á mánudaginn þar sem við vorum að reyna að finna út úr því hvernig við gætum náð sem mestu út úr náminu þó hann gæti ekki að fullu tekið þátt í því sem bekkurinn er að gera, svo sem lesa bækur og gera verkefni upp úr þeim.  En við erum dugleg að læra heima og það kom nú pínu á hana þegar ég spurði hvort hún hefði eitthvað kíkt í bækurnar hans.  Því við höfum passað mjög uppá að fylgja bekknum í heimanámi og hann (og ég Tounge) er því að vinna dönskuverkefni sem ætluð eru jafnöldrum hans og innfæddum.  Hún hafði greinilega ekkert reiknað með því.  Eins er hann búinn að vera svo feiminn við að opna munninn svo hún varð mjög hissa að hann skildi allt sem hún sagði þegar hún beindi orðum sínum til hans.  Já!  Nú er að hætta þessari feimni og fara að henda sér útí laugina... hún er nefnilega ekkert svo djúp fyrir hann lengur Wink.  Hann er því byrjaður að reyna að tala svolítið núna sem er náttúrulega bara frábært því þá kemur þetta eins og skot!  

Svo er hann á fullu í hljómsveitinni sinni, Anja, þar sem hann er trommuleikari og mér skilst að þeir séu komnir með umboðsmann og búnir að bóka gigg og allt Grin.  Alveg frábært!  En strákarnir sem eru með honum eru búnir að læra eitthvað á hljóðfæri svo þetta er held ég ekkert bara eitthvert glamur, þeir eru víst að ná að spila einhverja tónlist að ég held Joyful.  Hlakka til að heyra í þeim allavega Smile.

Jæja, nú erum við óðum að fá Ísland til okkar.  Á morgun ætla Heiða og Minna að kíkja á okkur í smá kaffi, það verður frábært að sjá þær aðeins -þó stutt verði!!! Á laugardaginn koma svo Beta og Gulla til okkar og verða í viku Grin jeeyjjj!  Ég hlakka ekkert lítið til að fá þær mæðgur til okkar!!!  Svo held ég meira að segja að hann Kalli vinur minn, Færeyingurinn, ætli að kíkja aðeins á mig um helgina í húsmæðraorlofsferð sinni til Köben!

OMG það er annað hvort harðlífi eða dru...(eins og Halldór myndi orða svo pent)  hvað heimsóknirnar varðar.

Hlakka til að sjá ykkur öll! Grin 

 


Labbi-labb

Er búin að setja inn fyrir-og eftir myndir við færsluna á undan.  Hér læt ég labbi-myndir af snúllulyng:

 


Óvænt heimsókn

Usssss hvað þið eruð léleg að kommenta hjá mér Woundering.

Við Eysteinn vorum nýbúin að kyngja síðasta kvöldmatarbitanum í fyrrakvöldi þegar bankað var uppá.  Ég var svona hálf undrandi þar sem Halldór átti ekki að vera kominn úr dönskutíma og við áttum ekki von á neinum.  Ég hélt ég væri orðin eitthvað rugluð þegar ég opnaði dyrnar og eina sem mér datt í hug að segja var ,,Ertu ekki að grínast?!" Þarna stóð bara hann Axel bróðir minn ,,Hæ!" Smile.  Hann var þá á einhverri ferð með hjólaklúbbnum sínum á leið í jólaglögg eða frokost eða eitthvað jóla allavega Tounge í Vejle um helgina.  Hann stoppaði í góðan klukkutíma og það var alveg yndislegt að sjá hann svolítið.  

Í gær fór Jódís Guðrún looooksins á vöggustofuna, þá ekki búin að fara síðan á miðvikudaginn í síðustu viku.  Hún var víst svo ánægð að komast þangað að hún fór alveg að skríkja af fögnuði þegar Halldór fór með vagninn í kjallarann og svo vildi hún ólm komast í fóstrunnar, alsæl, þegar inn kom og var meira en slétt sama þegar Halldór kvaddi hana.  Þegar ég svo sótti hana í eftirmiðdaginn var hún bara að dunda sér og ekkert að drífa sig til mín.  Sú var að vinna upp þessa rúma viku sem hún hefur ekki komist.  Svo þegar við kvöddum brosti hún sínu blíðasta til fóstrunnar og vinkaði henni og fóstran gat bara ekki stillt sig um að koma til hennar og klípa aðeins í hana og sagði um leið ,,  Ooo þú ert svo yndisleg að manni langar bara til að éta þig!" Held þær séu pínu hrifnar af henni þarna Joyful.

Dagurinn í dag var viðburðaríkur.  Stelpan vakti mig klukkan hálfsjö, búin að gera upp á bak.  Við fórum fram en hún var eitthvað svo stúrin að hún bara gargaði og vældi til skiptis.  Eftir að vera búin að gefa henni að borða og leika svolítið við hana tók ég hana bara í fangið og lagði hana á hnén á mér og byrjaði að nudda hana á bakið og hnakkann.  Við það steinþagnaði mín og svo allt í einu sá ég að hún missti snuðið.  Hún var steinsofnuð! LoL  Það sem ég var fegin að geta bara lagt hana aftur í rúmið og sofnað í nokkra tíma Tounge

Halldór fór síðan með krakkana niður í bæ svo ég gæti hellt mér yfir lærdóminn og var bara frá hádegi til að verða fimm.  Ég náði að gera heilan helling.  Þau komu alsæl tilbaka eftir frábæran dag og ég fór beint í það að gera Mexíkó-súpuna mína, sem er í miklu uppáhaldi á þessu heimili Wink.  Það er líka búinn að vera akkúrat dagurinn fyrir svona súpu, snjór yfir öllu og skítakuldi, alveg 2-3 stiga frost Shocking.  Stelpan var sko í miklu stuði í dag og stóð upp og labbaði á milli okkar aftur og aftur.  Svo labbaði hún sér inní eldhús og þar var markmiðið greinilega að labba það á enda og aftur tilbaka því hún datt eitthvað 2-3svar á leiðinni inn (svo ferlega sleipt) en stóð alltaf upp aftur og hélt áfram og snéri svo við á endanum og gekk tilbaka.  Aaaaalgjör dúlla!!!  

Svo eftir mat og frágang ákvað ég að drífa í að klippa hausinn á Eysteini og stelpan, nýkomin úr baði, horfði ægilega kát á þetta og líkti alltaf eftir hljóðinu í rakvélinni... "bvvvvvvvvvv".  Eftir Eystein var komið að Halldóri.. og myndir voru teknar af þessu öllu saman

 

Eysteinn fyrir II

 

Eysteinn fyrir I

 

 

 

 



Eftir klippingu
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo gleymdist að taka eftir mynd af Halldóri en hann var bara klipptur mjög stutt, svo ég set bara inn fyrir-myndina LoL... aðallega af því að hún er af okkur báðum og mjög fyndin Grin
Skötuhjú... fyrir klippingu :)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Læknisheimsóknin

Eftir enn eina svefnlausa nóttina gat ég ekki horft upp á krílið mitt svona kvalið.  Farin að veina eftir hverja hóstahrinuna og hundslöpp.  Ég fékk því tíma klukkan hálftólf hjá hjúkkunni sem ætlaði að taka streptókokkasýni til öryggis.  Við gölluðum okkur upp fyrir þetta ógeðslega veður sem á móti okkur tók, grenjandi rigning og rok, og röltum okkur upp á Emdrup Torv.  Auðvitað vorum við akkúrat búin að missa af strætó og urðum því að bíða í rúmar 10 mínútur eftir þeim næsta.  Halldór stökk að kaupa strætókort og á meðan komu hjón sem við höfum stundum séð í strætó til mín að bíða eftir sama strætó.  Ég má til með að segja aðeins frá þeim... aðallega konunni þó.  Hún er nefnilega svolítið kostuleg kerling.  Vel þétt kjagandi við staf og já, henni vex meiri grön en flestum karlmönnum held ég (nema kannski Guðmari, en hann er líka með óvenjulega þétta og karlmannlega skeggrót Ninja) og Gulla, you know who á you know what vinnustað var bara vel snyrt og kvenleg í samanburði við hana þessa.  Til að auka kvenleikan er hún svo til tannlaus og alltaf að sleikja út um.  Augnaráðið er svo stingandi að manni nánast bregður þegar hún lítur í áttina að manni.  Já og meira að segja þegar hún brosti þarna og talaði við mig brá mér hálf við að sjá hana horfa svona á mig.  Hún var ægilega hrifin af stelpunni og beygði sig að henni til að kjá í hana.  Mér fannst eiginlega stórfurðulegt að stelpan skyldi ekki orga af hræðslu við það því sjálf hefði ég bara farið að skæla og haldið að þarna væri Grýla mætt.  Ég veit náttúrulega að þetta er ekki fallega mælt um konugreyið Crying, sérstaklega þar sem hún er greinilega ekki alveg við fulla heilsu, en ég held ég sé samt ekki að ýkja Woundering.  Svo fannst henni svo gaman að spjalla við mig að ég var dauðfegin þegar Halldór kom hlaupandi og strætó rétt á eftir.

Við rétt náðum til læknisins á tíma og komumst svo til strax að þar sem hjúkkan (sem einnig er læknaritarinn, ægilega heimilislegt) tók sýni og skoðaði hana alla bak og fyrir.  Ekkert kom þó úr sýnatökunni svo hún kallaði á lækninn, hana Vibeke, til að kíkja aðeins á hana.  Hún fann þá sýkingu í hægra eyra og sagði að þar sem hún væri búin að vera með hita svo lengi væri hún greinilega ekki að ná að yfirvinna sýkinguna svo hún skrifaði upp á penisilín fyrir hana.  Mér fannst nú hálf skondið að daginn sem hún fær fyrsta penisilín skammtinn sinn er alþjóðlegur dagur vitundavakningar um penisilín.  En henni fannst það ægilega bragðgott, með jarðaberja- og sítrónubragði :)

Hún svaf eins og steinn í alla nótt enda var tveimur stílum stungið upp þegar bleian var sett á fyrir svefninn að ráði hjúkkunnar sem sagði að hún væri örugglega kvalin vegna eyrnabólgunnar.  Hún tók eitt gott hóstakast í nótt en annars var hún bara vær og góð.  Ég hafði unnið veeeeel fram eftir í gær til að geta tekið mér fyrripart dagsins í dag í frí og var mætt í Valby til Lóu hálf ellefu.  Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska þó það væri ekki eins leiðinlegt og í gær en við létum það nú ekki á okkur fá og nutum þess að ganga búð úr búð, setjast á kaffihús og hafa það alveg hrikalega notalegt Joyful.  Ég kom svo heim með glaðning handa feðgunum... nefnilega Lakkrís-Nissa frá Nóa Síríus sem er víst selt í nokkrum vel völdum Irma búðum hérna.  Eysteinn trúði varla að þetta væri Nissa þegar ég henti því til hans.  Ekkert smá hamingjusamur. -En það fékkst svo sem ekki beint ókeypis, stykkið var á 12,50 kr. sem er þá miðað við núverandi gengi rétt tæplega 300 krónur íslenskar (já, fyrir lítið stykki af Nissa).  Skrýtið að gengisfallið hafi ekki náð til innflutnings frá Íslandi Undecided það verður allavega spennandi að sjá hvort vörur frá Íslandi lækki ekki eitthvað á næstunni í búðunum hérna.

Já það var svo margt fallegt sem ég sá í búðarrápinu í dag og ég hefði sko vel getað keypt allt jólaskrautið í flestum þeim búðum sem við kíktum inní, en ég var góð stelpa og keypti aðeins það sem ég nauðsynlega þurfti, jólagjafir og svona Wink.  

 


Tracy Chapman og hóstinn mikli

Þegar ég var búin að fara á fætur 10 sinnum í nótt að setja snuðið upp í stelpulyng og taka hana upp og hugga hana þegar hún grét þá bað ég Halldór að skipta við mig.  Hann þurfti að fara álíka oft á lappir til að gera slíkt hið sama.  Við náðum þá örugglega e-m 4 tíma svefni hvort í nótt.  Grey litla skinnið hóstaði svo og hóstaði í allan dag og var orðin svo aum í hálsinum að hún kveinkaði sér orðið á eftir hverja hóstahrinu þegar líða tók á daginn.  Vakin og sofin hóstaði hún.  Lítið annað að gera en að halda bara á henni og hugga hana í allan dag.  Hún er orðin svo dugleg að borða sjálf að ég set bara á hana hlífðarjakkann... svona smekkur sem maður klæðir hana í, og svo matar hún sig sjálf.  Þannig borðaði hún stappaðan fisk í kartöflum og smjöri í kvöldmatinn.  Svona fæ ég hana líka til að borða meira, henni finnst þetta svo mikið sport Joyful  Auðvitað þarf að skúra gólfið á eftir og setja hana í bað en það er í fínu Wink.  

Halldór er búin að hitta drottninguna sjálfa, Tracy Chapman.  Hann ákvað að vanda orðavalið vel og það orð sem varð fyrir valinu var "Sorry!".  Hann nefnilega hljóp hana næstum niður þegar hann var að hlaupa eftir einum hljóðmanna hennar.  Hafði reyndar ekki hugmynd um að þetta væri hún fyrr en hann sá hana stíga á svið og byrja "Give me one reason to stay here..." Honum fannst þetta pínu vandræðalegt víst Tounge.  Annars var nærveru þeirra hljóðmanna hússins ekki óskað svo þeir náðu að finna einhver verkefni sem þeir YRÐU að vinna að þarna uppi í hljóðklefa svo þeir gætu horft á hana Joyful... dísess hvað ég öfunda hann að sitja núna í þessum skrifuðu og horfa á hana.  Væri ég til í að vera þarna maður!!!


Englaraddir óma...

Stelpan er búin að vera alveg hundlasin og sótti ég hana á miðvikudaginn með 39 stiga hita á vöggustofuna.  Hún var reyndar ekkert mjög slöpp þá svo ég bjóst við að hún kæmist jafnvel á föstudeginum aftur á vöggustofuna.  En á föstudeginum vaknaði mín bara í móki og hitinn kominn upp í tæpar 40 gráður.  Hún svaf meira og minna allan daginn en var nokkuð skárri um kvöldið.  Sofnaði þó strax þegar við lögðum hana.

Í gær var hún ekki með eins mikinn hita en alveg að gera okkur vitlaus af væl og relli.  Það var alveg sama hvað við gerðum eða gerðum ekki hún vældi bara, greyið litla.  Við reyndum að gefa henni stíla svo hún gæti sofnað sér betur en hún svaf rétt svo í hálftíma yfir daginn og ekkert meir. 

Sigrún bauð mér í útgáfuteiti í tilefni af því að kvennakórinn í Kaupmannahöfn, sem hún er í, var að gefa út disk.  Boðið byrjaði klukkan 17 og var haldið í sendiherrabústaðnum íslenska.  Ég tók mér strætó þangað enda ekki langt að fara þar sem þau eru flutt í Frederiksberg.  Þegar ég svo kom inn í salinn var orðið vel margt en Sigrún tók þó fljótlega eftir mér og leiddi mig til Andy sem stóð aftarlega í salnum.  Hann var á spjalli við Jón nokkurn sem hún kynnti sem ,,Jón í Jónshúsi... hinn eini sanni" og ég, að sjálfsögðu alltaf jafn fyndin, svaraði að bragði: ,,Nei, helvíti eldistu vel!"  Hann varð allur mjög skrýtinn og hló svo vandræðalega og þakkaði fyrir sig.  Sigrún greyið fékk alveg fyrir hjartað yfir dónaskapnum í litlu frænku sinni og stamaði vandræðalega ,,Já, alltaf sami ættarkjafturinn!".  Ég var fljót að sækja mér freyðivín og tæma úr glasinu!  Kvöldið ætlaði að byrja vel Pinch.

Kórinn söng nokkur lög og var alveg frábær.  Svo var minglað aftur og svo tók kórinn nokkur lög til viðbótar sem voru ekki síðri.  Auðvitað fjárfesti ég í disknum sem var svo skemmtilega hannaður af grafíska hönnuði kórsins... að sjálfsögðu Sigrúnu frænku minni Grin.  Ég skreppti mér síðan á salernið sem er að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi... nema fyrir þær sakir að það var inni í húsinu sjálfu (við vorum í bakhýsi við húsið) svo ég fékk gott tækifæri til að skoða bústaðinn að innan sem var allur hinn glæsilegasti, stútfullur af íslenskri hönnun, bæði hvað húsgögn og listmuni varðaði.  Ég taldi 12 stóla við borðstofuborðið, sitt hvoru megin, og svo náttúrulega sitthvor stóllinn við endana.

Sendiherrafrúin, Guðrún, kom síðan til okkar Sigrúnar og spjallaði heillengi við okkur við fjórða mann og þegar talið barst að líkum orðum með ólíkar merkingar milli tungumála þá sagði hún okkur frá því að þegar hún fyrst var að læra dönskuna sagði hún ekki undskyld, þegar hún var að biðjast afsökunar, heldur forgiv mig... sem þýðir svo allt annað... eða eitraðu fyrir mér!  Svo fólki varð að vonum brugðið þegar hún bað þessarar fáránlegu bónar.  Dani sem með okkur stóð sagðist hafa hlegið mikið þegar hann kom í fiskbúð á Íslandi og sá að til sölu var stór-lúða og smá-lúða (luder þýðir vændiskona á dönsku og er borið fram lúða).  Eins brá honum frekar mikið við að koma í Bláfjöll þar sem var ekki bara skíða-stóll heldur líka skíða-skóli (skíta-stóll og skíta-skóli).  Við vældum þarna úr hlátri yfir þessu og mörgu öðru sem við mundum eftir.

Ég kvaddi partýið á skikkanlegum tíma, eða um 19 leytið og dreif mig heim.  Ég var svo búin á því þegar ég kom heim að ég sofnaði klukkan hálftíu inni hjá stelpunni sem hafði verið að vakna á hálftíma fresti allt kvöldið.  Ekki tók betra við um nóttina og ég ýki ekki þegar ég skrifa að ég fór eitthvað átta sinnum til hennar að setja upp í hana snuð og breiða yfir hana.  Um morguninn var hún hálfvælin, hitinn farinn nokkurn veginn en mikið kvef og hósti kominn í staðinn.  Lóa kíkti svo aðeins í kaffi upp úr hádegi og Jódís Guðrún var ekkert á því að sofna.  Dóri, hópfélagi, kom svo um tvö leytið og við unnum fram að kvöldmat og loksins þá vildi hún aðeins sofna, þ.e. um 3 leytið.. hún er vön að leggja sig fyrir hádegi.  Hún var líka alveg hunderfið að sofna um kvöldið og það var háð mikil þrjóskukeppni á heimilinu, sem endaði með því að hún sofnaði loksins.

Við Eysteinn kláruðum verkefni sem hann átti að klára fyrir morgundaginn en hann er að vinna stórt verkefni um manninn með bekkjarfélaga sínum.  Þeir eiga svo að flytja það fyrir framan bekkinn og einhverja boðsgesti í byrjun desember. 


Blogg í myndböndum... fjórum :)

Í stað þess að skrifa blogg set ég inn myndbrot sem Halldór tók á símann í dag, þess vegna eru þau líka aðeins óskýr Joyful.  Fyrstu tveimur er ætlað að sanna það sem ég hef áður minnst á... að gólfið, jah... er kannski ekki það sléttasta.  Seinni tvö er rúntur sem Jódís Guðrún tók í dag, fyrri og seinni partur.

Vessgú!

 

og framhald af koppakeyrslu: 

 

 


Sunnudagsgrámi

Vá hvað ég svaf lengi í morgun, held að klukkan hafi verið vel rúmlega 11 þegar ég vaknaði.  Halldór átti sko morgunvaktina Joyful  ohhhh ég elska þá daga.  Maður er reyndar svolítið lengi að komast í gang en það var ósköp notalegt svona á sunnudegi að geta fengið að kúra bara.  

Dóri -hópfélagi- mætti svo á svæðið og við komum okkur bara vel af stað í verkefni 2.  Um kvöldið þegar hann var farinn kíkti Pétur við, ægilega þægilegur og góður dagur bara Smile.  Veðrið var frekar vott í dag en hlýtt, svona um 10 gráðurnar.  Það er þó farið að verða ansi grátt og eins gott að maður haldi sig við efnið og hafi ljósin kveikt nú eða þá að kveiki á nokkrum kertum og geri kósí hjá sér í þessum gráma.

Nokkrar myndir í lokin teknar síðustu tvær vikur af börnunum

Steinsofandi á bangsaEysteinn og JódísSnúllurass

 

 


Laugardagskvöld

Stelpan er öll að koma til og svo sem ekki vanþörf á, það var orðin algjör óstjórn á þessu heimili og eins gott að hún er komin aftur við stjórnvölinn.  Hún var með nokkrar kommur í dag en lét þær ekki aftra sér við að hafa heimilið eins og henni þykir best... í rúst!

Halldór var að vinna í dag, æfing á stykkinu hans, en var búinn frekar snemma og ég var komin með þetta fína lambalæri í ofninn og ilmurinn úr eldhúsinu... upp á Emdrup Torv orðinn ansi lokkandi þegar hann kom heim.  Lóa og Þröstur komu svo til okkar og borðuðu með okkur lambið, brúnaðar kartöflur og tilbehör og jiiii hvað þetta var rosalega gott.  Takk fyrir okkur Gurrý og Leifur Tounge!  Ég fattaði reyndar í miðri máltíð að ég hafði gleymt salatinu inní ísskáp en öllum var slétt sama og við Lóa nörtuðum í nokkur salatblöð svona til málamynda.  Fólk vildi bara íslenskt lambakjöt og kartöflur!  Þau sátu svo frameftir með okkur að spjalli og mikið óskaplega var þetta notalegt og gaman Smile  Þarf að gera meira af þessu!

Nú er sko jólafílingurinn að hellast yfir okkur og ég fann hann svo sannarlega eftir að ég kom úr sturtu eftir að Halldór kom heim.  Þegar ég kom fram, farið að rökkva og steikarilminn lagði úr eldhúsinu, þá fannst mér ég bara vera að koma úr jólabaðinu Joyful  Nú fer maður líka að fara að hugsa til jólanna og kaupa smotterí hér og þar til að gera smá jólalegt í kringum sig þegar þar að kemur og setja í jólapakkana.

Jæja, mega-lærsludagur á morgun og klukkan orðin vel margt.

Míns að fara að Sleeping í rúminn sinn.

Hilsnur! 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband