Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Joólin joólin aaalls staðar...

...með jólagleði og gjafirnar.  Já hér voru sko haldin íslensk jól þó í Danaveldi værum. Þó við værum ekki 13 þá hafði ég samt möndlugraut í hádeginu sem var settur upp um hálf tíu um morguninn og látinn malla í rjóma þar til sleifin stóð teinrétt í honum. Hann bragðaðist furðu vel þrátt fyrir danskan rjómann og ekki skemmdi nú fyrir að skola honum niður með malti og appelsíni Grin.

Möndlugrauturinn

(Takið eftir nautnasvipnum á frumburðinum, teygandi í sig malt og appelsín.  Gott að tvísmella á myndirnar til að stækka þær svo svipurinn sjáist betur LoL)  

Jódís Guðrún litli jólanissi

 

(Mín fékk sko að borða grautinn alveg sjálf og fannst hann ekkert lítið góður eins og sjá má) 

 

 

Pabbi hafði komið með þennan líka dýrðlega humar sem ég bjó til humarsúpu í kringum í forréttinn fyrir sjálfa jólasteikina og það var varla vinnufriður allan daginn fyrir grey frumburðinum sem fannst dagurinn aaaaaaldrei ætla að líða og vera eins og ,,heill mánuður að líða hver klukkutími". Þó fór svo að dagurinn leið og að mínu mati aðeins of hratt. Ég náði þó að bera fram súpuna á skikkanlegum tíma og sérstaklega þar sem við höfðum ákveðið að seinka jólunum um klukkutíma því okkur þóttu kirkjuklukkur hér í landi ekki hljóma sérlega jólalega og frekar að þær minntu á brunabjöllur.  Auk þess hringdu þær á kolröngum tíma eða þetta frá klukkan fjögur til klukkan fimm.  Já, svo við þerruðum bara munnvikin og kyngdum humarhölunum til að kyssast gleðileg jólin þarna í miðri súpunni.  Ég tók mig svo til við að brúna kartöflur og klára sósugerð og bar fram þessa líka dýrindis lambasteik í aðalrétt.  Við vorum reyndar svo södd eftir súpuna að við fengum okkur eiginlega á diskinn svona til málamynda.

Við jólaborðhaldið

 

 

 

 Þess má geta að prinsessunni á heimilinu nægði ekki eitt jóladress því rétt eftir að hún hafði tekið jólabaðið og var komin í fínu prjónuðu jólafötin frá ömmu Minnu, og við búin að ná að taka svona ægilega fínar myndir af henni, þá var kominn stór gulur blettur í gegnum allt, frá sokkabuxum og í kjólinn.  Svo þá varð líka að fara í annað jóladress til að við hin héldum þá allavega matarlystinni svona yfir jólasteikinni Pinch.  En það kom nú svo  sem ekki að sök þar sem bæði voru dressin svo fín á henni, eins og sjá má á myndunum.  Set hér inn smá syrpu af henni þar sem hún var alltaf að kippa húfunni niður fyrir augu og ganga þannig um og sá að sjálfsögðu ekki neitt.  Ægilega gaman Grin.

Í fanginu hjá afa

 

Hollin skollinn

 

..alveg týnd

 

Obbossí!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og komin í nýtt dress

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir þetta var líka drengurinn orðinn viðþolslaus og nánast að hann styngi sér í pakkaflóðið (sem var ekki lítið) en var duglegur að deila á okkur öll þá pakka sem við fengum.  Stelpan var alveg yndisleg, ég tók utan af skrautborða fyrir hana og hún fékk pakkann í hendurnar og fannst það ægilega spennandi að skoða þennan pakka.  Ég hjálpaði henni með að taka af fyrstu pökkunum og undir það síðasta var hún alveg búin að ná því að það væri eitthvað spennandi undir hverjum skrautlega pappírnum sem hún fékk á fætur öðrum.  En hún var samt svolítið hissa á þessu öllu, því það voru alltaf svo rosalega spennandi og skemmtilegar gjafir í öllum pökkunum að hún var alltaf að reyna að leika sér með það dót eða skoða þær bækur sem hún fékk en það var svo alltaf rifið af henni til að taka upp næstu gjöf.  

Fyrsti pakkinn

 

 

 

..vá hvað þetta er flott!

 

Og búið að opna hann allan.

 

 

 

 (Hér er hún að opna fyrsta pakkann sinn og enn að átta sig á öllu þessu pakka-hugtaki)

 

 

 

 

síðasti pakkinn

 

 

og búið

 

 

 

 

 

 

(Í lokin var hún sko enga stund að rífa utan af gjöfunum, alveg komin með þetta á hreint eins og sjá má)

 

 

 

 

 

 

 

Eysteinn Aron var í skýjunum með allar sínar gjafir svo og við öll hin með okkar.  Þvílíkar gjafir maður.. úff!!!  Ástarþakkir til ykkar allra sem hugsuðu svo fallega til okkar og lögðu sig fram um að finna eitthvað svona fallegt handa okkur öllum Joyful.

Eysteinn með nýju málningargræurnar frá afa nafna

 

Við lágum hér afvelta eftir matinn og gjafastússið og um hálfellefu var loks farið að verða pláss fyrir smá kaffi og ís sem ég hafði búið til handa okkur.  Hann var alveg æðislega góður hjá mér þó ég segi nú bara alveg sjálf frá.  Ég nefnilega blandaði tveimur uppskriftum saman sko.  Toblerone-ís uppskriftinni hennar mömmu og annarri sem ég fann í uppskriftarbók og setti því dash af Baileys í ísinn í stað vanilludropa.  Það virkar!!!

Anyways... við smelltum svo púslinu á borð sem Halldór hafði fengið í möndlugjöf (og hann hafði keypt) og púsluðum yfir nokkrum joríjoríjóum frá Agli Ólafssyni og Þursaflokknum sem var að sjálfsögðu sett í tækið um leið og við opnuðum þann pakkann Grin.  

Þetta var sko góð byrjun á jólunum Joyful


GLEÐILEG JÓL!

Elsku vinir og ættingjar.

Gleðileg jól og hafið það sem allra best í kvöld og að sjálfsögðu í endalausri framtíð Smile

Jólakossar og afvelt knús til ykkar allra!  Sideways Smile Sideways 


Þorláksmessublogg

Jæja... þá er bara komin Þoráksmessa.  Ótrúlegt en satt!  Undarlegt hvað tíminn er fljótur að líða frá manni.  

Fyrir löngu síðan var búið að panta borð fyrir hádegisverð á Café Royal, sem er einmitt þar sem við Halldór snæddum morgunverðinn þegar við gistum á hótelinu Royal hotel í fyrra Smile.  Einkar huggulegur staður. En já að sjálfsögðu hafði ég ekki passað nógu vel upp á dóttur mína í kuldanum deginum áður þegar við heimsóttum Hanne (og þurftum m.a. að bíða eftir lest í 20 mínútur í nístings kulda) og hún var því komin með blússandi hita þegar hún vaknaði um morguninn, sem kom mér reyndar ekki á óvart því hún vaknaði upp á hálftíma fresti alla nóttina.  Svo Halldór varð eftir heima með stelpuna.  Eysteinn Aron hafði verið í skólanum um morguninn, svona síðasti skóladagur fyrir jól með tilheyrandi julefrokost (þó ekki áfengt, að vísu var tekið fram að þau mættu koma með drykki að eigin vali Joyful) og svo jólaleikrit.  Hann fékk því að fara aðeins fyrir tímann og hitti okkur feðgin uppá Emdrup Torv.  Sigrún, Andy og Erla voru komin þegar okkur bar að og sátu makindalega í stólum kennda við Arne Jacobsen.  Svokölluðum Eggjum.  Fljótlega var þó opnað fyrir okkur inn þar sem við pöntuðum okkur dýrindis mat og skemmtum okkur mikið saman.  Þegar átti svo að fara að draga upp veskin tilkynnti Erla okkur að þetta væri allt í sínu boði.  Og ekki nóg með það heldur kom hún líka færandi hendi og gaf mér krukku af dýrindis Foie Gras (Andalifrakæfu) til að fá smá franska stemmningu í jólin hjá okkur Joyful.  

Eftir að hafa kvatt þau, en þau voru semsagt á leið til Nýja Sjálands með næturstoppi í Singapore, þá röltum við mæðgin, feðgin og afgar (ný-yrði búið til í hádegisverðinum yfir afa og afabarn) okkur Strikið og komum við í Magasin Du Nord... sem var btw. pakkað af fólki.  Settumst svo niður og nutum ekkert sérstaklega vel 30 kr. kaffibolla sem við keyptum okkur á eftir.  Það var bara aðeins of kalt.  Þegar við komum heim var stelpan nývöknuð og Halldór búinn að vera svona líka duglegur að gera fínt hjá okkur.  Þar sem stelpan var enn með góðan hita og mjög slöpp ákvað ég að gefa henni stíl og það var eins og við manninn mælt... þremur tímum síðar... að hún lék á alls oddi, tæmdi veskið mitt og fyllti aftur þrisvar sinnum, labbaði útum allt syngjandi og hamaðist í skúffunum í eldhúsinu.  Bara alveg eins og hún átti að sér að vera kellingarrófan.

Um kvöldið skreyttum við svo ægilega fínt hjá okkur og settum jólatréð upp og skreyttum það með því sem Sigrún hafði lánað okkur.  Þegar því öllu var lokið raðaði Eysteinn pökkunum undir tréð, þeim minnstu, það komust bara ekki allir fyrir.  Og þá var orðið svooo jólalegt.  Við enduðum svo gott kvöld á því að setja myndina See no evil, hear no evil í tækið og skemmtum okkur mikið yfir vitleysunni.  Held ég hafi séð hana síðast þegar ég var á Eysteins aldri.

Í morgun drifum við Halldór okkur svo upp í Søborg þar sem við versluðum fyrir jólamatinn og svo fóru þeir feðgar ásamt pabba niður í bæ að versla jólagjöfina mína og sitthvað fleira Joyful.  Veðrið er alveg yndislegt í dag, heiðskýrt og stillt en þó kalt.  Bara eins jólalegt og það getur orðið þegar enginn er snjórinn Tounge.

Ég er búin að taka út saltfiskinn sem Beta gaf okkur til að gefa okkur í kvöldmat svo það verði svona næstum því skata, enda þó við gætum borðað svoleiðis (sem er bara ekki séns) þá gætum við heldur ekki gert nágrönnunum það held ég Pinch.  Lærin voru tekin út í gær og bíða þess í ísskápnum að verða breytt í dýrindis jólasteik á morgun þegar jólaklukkur klingja inn jólin.  Ég held barasta að ég sé að komast í jólaskap... loksins! Smile


...Og svo kom pabbi :)

Þriðjudagurinn 16. desember var dagur sem við höfðum beðið eftir með óþreyju.  Þá kom nefnilega hann pabbi minn til mín Joyful.  Þar sem þetta var nú bara ósköp venjulegur þriðjudagur þá voru allir í vinnu og skóla -nema litla píslin mín sem enn og aftur var orðin eitthvað lasin, reyndar hitalaus.  Við fórum því mæðgurnar og sóttum afann á völlinn sem þurfti ekki að borga nema 10 kg í yfirvigt því sú sem bókaði hann gaf honum 5 kg Whistling  Eysteinn jr. beið okkar svo þegar við komum heim og við hófumst handa við að fylla frystinn af mat og skápinn af jólagjöfum.  Takk öll Joyful.  Svo tók bara við fréttaflutningur fram og tilbaka fram á kvöld.

Á miðvikudeginum fór svo daman á vöggustofuna og ég eyddi deginum í að klára síðustu ritgerðina mína sem ég náði svo að skila um nóttina.  Vinna og skóli hjá feðgum og pabbi fór í bröns hjá Sigrúnu og var kominn tímanlega til að koma með mér að sækja stelpuna á vöggustofuna.  Rólegheit um kvöldið.

Á fimmtudaginn fór ég með stelpuna til læknis, eftirskoðun eftir pensilínkúrinn og allt kom vel út, svolítill roði í hægra eyranu en ekkert til að hafa áhyggjur af, átti að koma aftur með hana þegar hún væri frísk og ekki svona kvefuð svo hún gæti séð hvort eyrað væri þá ekki fínt svona að öllu jafna.  Ég pantaði fyrir hana síðbúna 15 mánaða skoðun, þar sem hún verður þá orðin 16 mánaða, en heima fara börn í 18 mánaða skoðun, hafði þó heyrt að það væri eitthvað fyrr hér.  Við mæðgur og feðgin (Ég, pabbi og Jódís Guðrún) röltum okkur svo saman upp að kirkjunni hér ekki langt frá til að skoða hana.  Hún var nú ekki ósvipuð Hallgrímskirkju, bara öll múrsteinslögð svo hún er ekki eins kuldaleg að innan.  Mér hafði fundist ég eitthvað hálf svona skrýtin um mig alla áður en við lögðum í hann en þegar við vorum að fara úr kirkjunni fann ég að það var bara að líða yfir mig.  Það skánaði nú um allan helming þegar við komum út í ferska loftið en ég var samt eitthvað máttlítil á leiðinni heim.  Ég ætlaði nú varla að hafa það upp tröppurnar og fannst ég bara svo rosalega orkulaus svo ég fékk mér eitthvað að borða, skánaði nú eitthvað við það en ákvað svo að leggja mig fyrir matinn.  Sem ég og gerði og sauð svo nokkra ýsusporða handa okkur að snæða og kom stelpunni í svefninn en svo var ég líka bara búin á því og lá bara fyrir framan sjónvarpið eins og slytti meðan ég leyfði gestinum að ganga frá Woundering.  

Á föstudeginum vaknaði ég nú öll skárri og við Halldór kvöddum pabba þegar við fórum með stelpuna á vöggustofuna því hann var að fara til Sigrúnar og Terrýs fram á sunnudag.  Við urðum hins vegar samferða niður á Nørreport þar sem hann hélt áfram í vinnuna en ég hitti Lóu sem ég var búin að draga með mér í Fields til að versla á mig föt.  Ég var nefnilega orðin svo þreytt á að þurfa að vita með ca. hálftíma fyrirvara hvenær við ætluðum út úr dyrum þar sem rennilásinn var orðinn svo leiðinlegur á jakkanum mínum.  Það var svona líka frábær útsala og ég fékk mér æðislega ullarkápu á 500 kall og vorkápu á 200 kall... ég bara gat ekki sleppt því tilboði Tounge svo nú getur vorið farið að koma því ég á svona líka flotta kápu til að taka á móti því Grin.

Við fjölskyldan vorum svo boðin í mat til Sigrúnar og Andy svo við tókum strætó þangað og þegar við vorum komin að Trianglen sáum við að snuddusogan var búin að týna snuðinu sínu svo við stóðum þarna á götuhorni og vorum að koma henni fyrir í vagninum og tala um hvort ekki væri Matas nálægt til að stökkva inní þegar ég tek eftir að hálfpartinn fyrir aftan okkur stendur kona með tvær stórar ferðatöskur og horfir á okkur og búin að vera að því í smá stund.  Ég lít á hana og spyr hvort við séum fyrir henni en þá svarar hún bara á íslensku ,,Nei nei, þetta er allt í lagi" og brosir.  Hún náði síðan þarna á um 5 mínútum að segja okkur ævisögu sína í stuttu máli.  Sagði að hún hefði búið í Dk meira og minna síðan hún var 5 ára því pabbi hennar hefði lært óperusöng og það hefði ekki verið nein ópera heima á þeim tíma.  Þau hefðu því flutt til Ítalíu og ferðast eitthvað um í einhvern tíma en hann hefði svo endað á því að fara að syngja hjá Det Kongelige Teater.  Sjálf væri hún svo gift sendiherra og þau hefðu átt heima út um allan heim. -Þá vitið þið það!  Veit ekkert hvað hún heitir eða hver pabbi hennar var.  En sá sem kemur með rétt svar vinnur flugferð fyrir tvo til okkar, gisting og uppihald í heila viku Grin

Sigrún og Andy buðu okkur upp á ægilega gott Chilly og bjór með og svo var farið í það að velja jólaskraut því þau ætluðu að lána okkur eins og við vildum.  Við tókum stóran kassa með okkur heim svo við splæstum í leigubíl tilbaka Joyful.

Í gær -laugardag- fóru feðgar í Tívolí og voru farnir úr húsi upp úr hádegi.  Stelpan sofnaði út í vagni þá og ég lagðist fyrir framan sjónvarpið og horfði á Notting Hill... í hundraðasta skipti.  Hún er bara svo mikið æði þessi mynd!!!  Ég ætlaði að fara að gera eitthvað en var hálfslöpp og hugsaði með mér að í dag ætlaði ég að gera EKKERT!!!  Stelpan var með mér í liði og svaf í rúma þrjá tíma Grin  Hún var líka ægilega fín þegar hún vaknaði og við dunduðum okkur hérna saman við að raða í uppþvottavélina og taka til svona í rólegheitum og svona.  Feðgar komu svo heim um hálftíu um kvöldið.  AAAAAAlveg búnir á því enda búið að taka alla rússíbana og klessubíla í 8 tíma stanslaust.  Halldór hetja!!!

Þá er ég komin að deginum í dag Grin.  

Ég var sofnuð svo snemma í gærkvöldi að ég vaknaði bara fyrir 8 í morgun og laumaði mér fram til að vekja ekki stelpuna.  Hellti mér uppá kaffi og kveikti á kertum um alla stofuna því það var ennþá svo dimmt.  Eysteinn vaknaði um svipað leyti og við höfðum það bara ósköp notalegt saman bara tvö.  En það kom að því að stelpan vaknaði og þá tók náttúrulega við að sinna henni.  Pabbi kom svo heim um 9 leytið frá Sigrúnu og Terry en þau höfðu keyrt á flugvöllinn þaðan sem þau svo tóku flug sunnar á bóginn til að hitta fjölskyldu í sólinni.  

Við Halldór skruppum í Ikea með stelpuna um 11 leytið þar sem þurfti svona hitt og þetta til jólanna.  Við náðum meira að segja að kaupa jólatré í þeirri ferð Grin.  Við vorum passlega komin aftur til að ná að skipta á stelpu og taka okkur svo til því við pabbi, Eysteinn og Jódís vorum boðin til Hanne, gamallar vinkonu ömmu Guðrún og afa Jónasar.  (Halldóri líka en hann nennti ómögulega með.. skiljanlega Joyful) Maðurinn hennar, Karl Erik, lést í júlí síðastliðnum en hún er hin hressasta.  Var búin að baka tertu og stella þvílíkt.  Þetta var óskaplega ljúft að setjast aðeins hjá henni og hún er sko klárari en margur að finna umræðuefni LoL.  En það skemmtilega kom í ljós að barnabarn hennar, Morten, er nýútskrifaður kennari og kennir Eysteini tónlist, sem hann var búinn að segja mér áður að væri svo ótrúlega skemmtilegur og frábær kennari.  Svona er nú heimurinn lítill Joyful.

Við vorum svo komin heim passlega til að elda hakk og spaghettí, svo ég varð náttúrulega að elda það! Í kvöld er svo bara búið að vera allt í rólegheitunum, ég að vinna upp vikuvinnu í bloggi en hinir að glápa á sjónvarpið.  

Nú get ég farið að anda rólega og mun léttar en undanfarna daga þar sem þið vitið þá hvað hefur á daga okkar drifið Joyful.  

Ég læt nú ekki líða svona langt í næsta blogg... ég looooofa því Blush.

 


Jólatrés-svaðilförin mikla!!!

Við vorum búin að ákveða að fara með Lóu og Þresti í ægilega skemmtilega ferð að finna jólatré.  Þau höfðu séð svo ægilega fína auglýsingu þar sem hægt var að fara með gamaldags lest uppí sveit og velja sitt eigið jólatré.  Okkur fannst þetta tilvalin jólaleg ferð svona til að brydda upp á hversdagsleikann. Við ákváðum að fara laugardaginn 13. desember og vera komin um 11 leitið á áfangastað.   Svo þann dag vöknuðum svo í góðan tíma og vorum í rólegheitunum að taka okkur til og svona, nema hvað að allt í einu var tíminn að renna frá okkur svo við drifum okkur í föt og... auðvitað fann hvorugt okkar þá veskið sitt. Húfa stelpunnar fannst heldur hvergi og einhvern veginn var allt bara týnt.   Öllu var snúið við (eins og var nú orðið fínt hjá okkur Pinch) og að lokum fundum við allt og komum okkur af stað.  Við ákváðum nú að vera ekkert að stressa okkur en höfðum þá misst af þeim strætó sem við höfðum ætlað okkur að taka.  Við tókum þá bara þann næsta og ég hringdi í Lóu og sagði farir okkar ekki sléttar og að við myndum bara hittast á áfangastað (en ekki í Valby, á þeirra stöð, eins og ákveðið hafði verið).  Við komum niður á Nørreport og í miðasölunni var okkur sagt að vegna bilana lægi ferð lestarinnar sem við tækjum niðri frá Nørreport svo við þyrftum að taka hana frá Hovedbanegården.  

Jæja, við töluðum nú okkar á milli að nú hlytu ófarirnar að vera búnar og nú tæki bara skemmtilegur dagurinn við.  Þegar við svo komum niður á Hovedbane þá dreif ég mig í upplýsingaröðina... sem var svona 3ja km löng eða svo... auðvitað!  Hún gekk nú sem betur fer nokkuð fljótt fyrir sig en Halldór hafði ákveðið að stökkva í sjoppuna og grípa eitthvað handa okkur með í ferðina á meðan ég beið.  Það kom síðan að mér og ég spyr hvaða lest skuli taka til Hedehusene og hann spyr þá hvor ég vilji taka næstu lest, en að langt sé milli lesta... ,,já, endilega þá næstu bara!" segi ég þá.  -,,já hún fer eftir 4 mínútur, 10:34."  Ég segi Eysteini að hlaupa til pabba og segja honum að við séum að fara NÚNA frá spori 8 og ég sé farin.  Ég tók vagninn -með stelpunni innanborðs, í næstu lyftu niður að spori 8 og beið... og beið.. og klukkan varð 10:33... 10:34... engir komu feðgarnir og ég að fríka út af stressi, búin að reyna að hringja og hringja í bæði Halldór og Eystein en alltaf sambandslaust og Halldór með klippikortin á sér svo ég gat ekki einu sinni flýtt fyrir og klippt.  Ég var farin að finna hjartsláttinn auka vel hraðann og kveikti mér í sígarettu.  Passlega í fyrsta smóknum tók ég eftir skiltinu ,,Røgfri zone" ..auðvitað!!!  Svo ég drap í.  Klukkan var 10:36 og þeir ekki enn komnir en lestin enn ekki farin.  Þá hringir síminn og ég heyri bara ,,Fyrirgefðu, en megum við koma með?!!!"  Halldór ekki kátur.  Þá hafði Eysteinn ekki náð því þegar ég sagði honum frá lestarsporinu og þeir vissu EKKERT hvar ég var og náðu ekki í mig frekar en ég í þá.  Þeir náðu að koma áður en lestin rann frá spori, sem betur fer.  

Ég hrindi þá í Lóu og þá hafði ferðin með lestinni sem þau ætluðu að taka verið felld niður svo þau voru einnig nýstigin uppí lestina hjá Valby.  Við stigum svo úr lestinni um 15 mín eftir brottför, stödd úti í Rassgati... afsakið: Hedehusene.  Við litum í kringum okkur í leit að fuglaparinu en fundum engan svo ég hringdi í Lóu.  ,,VIÐ ERUM Í ROSKILDE!!!"  Mín ekki kát.  Þá hafði lestin þeirra ákveðið að stoppa ekki hjá Hedehusene (þó það stæði á leiðarlýsingu) og þau urðu því að fara úr hjá Roskilde og taka lestina til baka.  Greinilega föstudagurinn þrettándi.  Þó það væri laugardagur.  Við höfðum rölt um höfuðgötu Hedehusene og fundið hið ágætasta kaffihús sem þau hittu okkur á og þá var Jódís Guðrún sofnuð, alveg búin á því.  

Eftir langþráðan kaffisopann lögðum við aftur í hann og komum að aðalbyggingunni á lestastöðinni þar sem við ætluðum að fá leiðbeiningar um hvert við ættum að fara.  Karlmenn hópsins fóru saman inn í húsið meðan við kvenpeningurinn héldum okkur utandyra á meðan.  Þeir komu út aftur eftir smá stund hálfflissandi því þar hafði enginn verið að vinna en nokkrir menn sem inni sátu að drykkju sem voru afskaplega hjálplegir og allir að vilja gerðir.  Þeir hins vegar bentu allir í sitthvora áttina og rifust um það hver þeirra hefði búið lengur þarna.  Við fórum einhverja af þessum leiðum (eltum bara Þröst) og merkilegt nokk, komumst bara á leiðarenda Joyful.  Þar var stór skemma og einhver nokkur hús í kring, einn sölukofi og litlir lestateinar... og lest sem var að renna úr hlaði.  Það var orðið helv... kalt svo við fengum okkur kaffi og settumst niður meðan við biðum eftir næstu ferð.  Næsta lest (svona lítil gufulest, ægilega krúttleg) kom svo hálftímanum seinna en stelpan var enn ekki vöknuð svo Halldór ákvað að sitja hjá vagninum í fremsta klefa sem var lokað hús.  Lestin brunaði á skokkhraða inn í sveitina og eftir um 20 mín komum við á leiðarenda og stukkum af.  Við eltum bara strolluna og urðum meira en lítið hissa þegar við sáum jólatré liggjandi þarna í einni hrúgu og fólk að velja sér úr haugnum.  Ekki alveg það sem við höfðum ímyndað okkur með veljið ykkar eigið jólatré, sáum fyrir okkur að við myndum til skiptis vera að munda öxina á eitthvað fallegt jólatré útí skógi Crying.

Við keyptum okkur bara jólaglögg og eplaskífur hjá skátunum og brunuðum svo tilbaka.  Stelpan var ENN ekki vöknuð svo Halldór sat í sama vagni (reyndar annarri lest sko) á leiðinni tilbaka.  Hann var heppinn.  Við vorum að frjósa úr kulda.  Við tókum svo bara lestina tilbaka og Lóa og Þröstur buðu okkur í kaffi til sín sem við og þáðum.  Það var gott að ná í sig smá yl áður en haldið var heim á leið eftir viðburðaríkan og ævintýrasaman dag. 


Húmorinn er í lagi!

Ég bara varð að setja inn þetta vídeó af Jódísi Guðrún sem Eysteinn tók á símann í gær.  Það er náttúrulega voðalega gróft allt og eiginlega ekkert í fókus en það er samt svo yndislegt.  

Þannig var að stelpan fór eitthvað inn í svefnherbergi og svo kemur hún labbandi út, skælbrosandi, búin að setja á sig þessa húfu og hún var sko greinilega að sýna hvað hún væri fyndin.  Spígsporaði hér um allt, skríkjandi með húfuna á hausnum, alveg eins og lítill jólanissi. -og það fyndna var að við vorum einmitt að horfa á jóladagatalið hérna sem heitir Nissernes ø og er náttúrulega þáttur smekkfullur af nissum Joyful.  -Vantar sko ekkert uppá húmorinn hjá þessari Grin.

Ég vona að þið getið litið framhjá bjánanum þarna í baksýn sem liggur fyrir framan sjónvarpið með tóman ófögnuð Tounge -ég læt vídeóið samt flakka Joyful

 

 


Desembermorgun og sólin falin bak við skýin.

Eftir langa og stranga setu fyrir framan tölvuna ákvað ég að bregggða mér til Valby að heimsækja hana Lóu vinkonu mína kæru.  Ferðin til hennar er ekki nema strætó og tvær lestir, enga stund verið að fara þetta Tounge  tekur þó reyndar ekki nema um hálftíma Joyful.  Við röltum okkur á kaffihús í grenndinni og sátum þar að spjalli í dágóðan tíma og komum okkur svo heim til hennar.  Þar voru kræsingarnar svoleiðis flæðandi.. fjórar sortir af jólasmákökum mér færðar á diski og ég vei bara ekki hvað og hvað.  Þið getið rétt ímyndað ykkur léttinn yfir ákvörðun minni þegar ég hugsaði með mér: ,,Aaaa... fæ mér eina rettu áður en ég fer!" því rétt á meðan kom þessi líka fíni afmælis- og jólapakki til Þrastar sem innihélt m.a. EITT KÍLÓ AF NÓA SÍRÍUS KONFEKTI!!! Þröstur hélt á kassanum: kistu fullri af gulli og gimsteinum og svo bauð hann mér gjafmildur einn mola, og svo annan... og svo einn til í nesti!!!  OMG (Oh My God) við jöpluðum á konfektinu eins og... já, eins og... já, eins og maður myndi örugglega gera ef maður keypti sér 12 þúsundkróna kaffibollann úr kattakúksbaununum, já eða kannski frekar eins og 120 ára gömlu koníaki.  Þar sem við stóðum þögul og kjömsuðum.. þó ekki ákaft, heldur frekar svona rólega til að ná öllu bragðinu úr molanum segir Þröstur: ,,Finnið þið eftirbragðið?!  Það er svo gott!"  Við gátum lítið annað en samsinnt honum með ,,Mmmmhmmm!" á meðan við horfðum á eitthvað óræðið í fjarska og nutum molans til síðustu örðu.

Halldór öfundaði mig.

Þegar ég kom svo heim eftir tvær lestir og strætó þá höfðu feðgarnir bara tekið allt í gegn og ekki nóg með það heldur var búið að setja LJÓS inni í herbergið okkar!!! Þannig að nú er íbúðin orðin björt!  Ljós komið í öll herbergi og ganginn og eldhúsið.  Jeyjjjj!!! Grin  Ekki nóg með þetta heldur var þessi líka dýrindis pastaréttur í sýrðum rjóma í kvöldmatinn og Hr. Steinsen hafði borðað með þeim.  

Eysteinn er á ,,Hvað er uppáhalds..?" aldrinum. Spyr mig útí eitt um hvað sé uppáhalds lagið mitt, hljómsveitin mín, dansarinn minn, tónlistarmyndbandið mitt o.s.frv.  Í morgun spurði hann mig: ,,Hvert er uppáhalds-stuðlagið þitt? Sko, lagið sem kemur þér í geðveikt stuð?"  Ég reyni nú yfirleitt að svara þessum spurningum þó ég segi honum nú reglulega að ég eigi svo mörg uppáhalds- að það sé sjaldnast eitthvað eitt.  En í þetta skiptið þá ákvað ég að svara honum með laginu sem jú, kemur mér yfirleitt í gott stuð og sem vildi svo til að var akkúrat búið að óma í heilanum á mér allan morguninn og byrjaði að syngja: ,,Working nine to five, what a way to make a living...!"  Hann horfði á mig freeeekar hneykslaður.  ,,Er ÞETTA uppáhalds-stuðlagið þitt?!" ,,-Já!  Nú, hva.. hvað er það ekki nógu gott?" spurði ég, fullkomlega meðvituð um að ég er orðin gömul kerling.  Nei, honum fannst sko ekkert stuð í þessu lagi.  Eins gott að ég sagði honum þá ekki frá hinu laginu sem er búið að vera límt við heilann á mér undanfarna viku og -jah.. kemur mér kannski ekki beint í stuð, en þó, alltaf í gott skap: Svantes lykkelige dag...

,,Se hvilken morgenstund, solen er rød og rund.  Nina er gået i bad, og jeg spiser ostemad".  Baaara yndislegt Joyful.  Úff, hefði verið lengi að ná að vinna mig aftur upp í áliti hjá honum þá Whistling

Fór með stelpuna áðan á vöggustofuna og hún var náttúrulega farin að skríkja af fögnuði þegar við vorum að labba upp stigann í vöggustofuna og svo setti ég hana bara niður þegar við komum inná stofuna sjálfa og hún labbaði sér bara til Betina, einnar fóstrunnar, settist hjá henni og vinkaði mér bless, alsæl Joyful.  Hún er náttúrulega baaara krútt! 


Köttur - kött - ketti - kattar!!!

Já, nú erum við að passa köttinn hans Steffen meðan hann brá sér sunnar til Evrópu að reyna að ná smá yl í kroppinn svona rétt fyrir jólin.  Það eru semsagt tveir kettir í húsinu og búa þeir hvor á móti öðrum.  Annar kötturinn er ægilega kelinn og ljúfur... þetta er ekki hann.  Þessi skýst yfirleitt í burtu þegar maður nálgast og vill síður að maður sé eitthvað að reyna að kjá í hann.. eða það skilst mér allavega á þessu hvæsi hans Pouty.  Nema hvað að við förum reglulega til hans og tékkum á vatni og mat og hleypum honum út og inn.  Ég ákvað að vera ægilega góð við hann í gær og sjóða einn auka fiskbita handa honum sem ég fór svo með til hans eftir að við höfðum gætt okkur á okkar hluta.  Þegar ég kom inn mjálmaði hann ljúflega til mín og lagðist niður svo ég kom til hans og strauk honum.  Hann er greinilega vanur því að þegar komið er að rófunni þá sé kippt hressilega í (sko tvö börn á heimilinu) því hann hvæsti vel á mig þegar ég dirfðist að koma nálægt henni.  Allt í lagi, ég setti fiskskálina bara hjá matardallinum hans og hann kom skokkandi að.  Hann þefaði og GEKK Í BURTU!!! Gasp  Jiiiiiiii, þvílíkur köttur!!! Að vilja ekki gufusoðna íslenska ýsu!  Ég var svo hneyksluð að ég dreif mig út og lokaði sko vel á eftir mér.  Ég get svo svaaaarið það!  

Annars er af okkur að frétta (nóg af þessum helv... ketti sem vill ekki einu sinni íslenskan FISK! Angry) að Jódís Guðrún gengur bara hér um allt eins og hertogaynja, bara eins og hún hafi aldrei gert nokkuð annað.  Ég held ég verði að fara í dag og finna skó á hana, hún er líka að vaxa upp úr öllum skóm sem hún átti enda búin að stækka heilmikið (já en ekki samt gera ykkur neinar grillur, hún er ennþá að nota föt nr. 74, ég meina... hún er nú enginn risi!!).

-Og talandi um svona lítil kríli... Soffía vinkona sendi mér sms í gær, búin að eignast litla stelpu.  Nema hún var sko sett í febrúar!  Stelpan var fædd á 31. viku, 7 merkur og 40 sm.  Ætla að heyra í Soffíu sem fyrst en mér skilst að stelpulyngurinn sé ægilega dugleg og á víst að vera í e-ar vikur á spítalanum eins og gefur að skilja.  

Jæja.. gott í bili,

verðum í bandi Wink 


Prófið búið og stelpan farin að labba :)

Þetta var algjört maraþon hérna um helgina, sat föstudaginn frá hádegi fram til 9 um kvöldið við prófið og svo frá 10 leytið á laugardeginum til klukkan 1 um nóttina.  Eina almennilega pásan þann dag var ca. 1 klukkutími um kvöldmatarleytið.  En ég náði að klára prófið og á sunnudeginum eyddi ég einhverjum þremur tímum í að lagfæra og setja svörin almennilega upp áður en ég sendi það svo uppúr hádegi.  Heilinn var nú eiginlega orðin eins og undin tuska á eftir svo það var ægilega gott þegar þetta var búið Joyful.

Við fjölskyldan röltum okkur svo niður í bæ eftir hádegið að upplifa jólastemmninguna  og hún var mikil.  Fullt af fólki á röltinu og tónlistarmenn á hverju götuhorni spilandi jólalög og syngjandi jólasöngva.  Allt frá vinum okkar indíánunum með panflauturnar sínar (alltaf jafn yndislegt Pinch) og lírukassaspil upp í flotta kóra sem náðu virkilega að koma manni í jólagírinn.  Einn stóð þó uppúr, kór sem var við Köbmagergade, 3 karlmenn og 4 konur og voru þau hreint frábær, enda rann túskildingurinn sem Halldór setti í körfuna þeirra eiginlega bara úr henni svo full var hún.  

Í gær ætluðum við rétt að skjótast í bankann og borga nokkra reikninga og stússast smá og svona, það bara tók allan daginn.  Rétt náðum að sækja stelpuna aftur á vöggustofuna á réttum tíma.  Ég sofnaði bara uppúr átta leytinu fyrir framan sjónvarpið, gjörsamlega búin á því.  Örugglega eftir helgina.  Allavega var gærdagurinn ekkert sérstaklega erfiður Woundering.  

En... já, nú má bara segja að prinsessan á heimilinu og stjórnandi með meiru sé farin að ganga.  Allt í einu í fyrradag gekk hún bara allt sem hún vildi fara þó hún þyrfti að drösla sér á fæturna í þriðja hverju skrefi.  Hún er enn svolítið völt Tounge.  Það hélt svo bara áfram í gær og í dag var hún ekkert á því að skríða á milli, stóð bara upp og labbaði.  Hún er orðin mun styrkari en bara í fyrradag, þannig að um jólin ætti hún að vera farin að hlaupa hérna á milli án þess að detta.  Við ætlum að fara á stúfana og reyna að finna almennilega skó fyrir hana núna sem styðja vel við fæturna á henni.  Þegar hún verður orðin örugg þá fyrst verður stuð á heimilinu... jiiiiminn eini!!! Shocking  Þá fer maður örugglega að sofa bara með henni á hverju kvöldi eftir allan eltingaleikinn.

Annars er bara allt voða ljúft hérna, ég ætla að reyna að klára það litla sem ég á eftir fyrir helgina svo ég geti verið bara komin í jólafrí þá Wink.  Því svo kemur pabbi bara í næstu viku Grin.  Halldór er í fríi alla þessa viku og situr nú með ipod-inn að hlusta á dönskukennslu og undirbúa sig fyrir tímann í dag. 


Prófdagar

Já.. blogginu hefur borist kvörtun vegna lélegs fréttaflutnings Gasp og reyni ég nú mitt íííítrasta til að svo verði ekki aftur.  Jú það eru víst komnir einhverjir fimm dagar frá síðustu færslu.. jiiiminn, svona líður tíminn þegar það er gaman.

Já, það er búið að vera svo ótrúlega gaman hjá okkur meðan Beta og Gulla hafa verið á heimilinu.  Þær sem sagt komu þarna á laugardaginn og svo á sunnudeginum var Sigrún búin að láta mig vita að það væri kaffi í Jónshúsi svo við skelltum okkur þangað og hittum Halldór á leiðinni sem skaust til okkar í pásu í vinnunni.  Þar fengum við kaffi og dýrindis kleinur og brauðrétti og ég veit ekki hvað.  Svo röltum við okkur niður á Kongens Nytorv og Kalli hitti okkur þar og við settumst aðeins við Nyhavn og fengum okkur smá heitt í kroppinn.  Kalli kom bara með okkur heim og við bara ákváðum að sækja okkur pizzu og kjúkling hjá ítölsku Tyrkjunum á horninu.  Kalli þurfti svo ofan snemma á mánudagsmorgninum til að fara aftur heim til Færeyja svo hann dreif sig heim til Péturs þar sem hann átti næturgistingu.  Við Beta og Gulla rifjuðum upp Manna þar sem Beta svoleiðis valtaði yfir okkur Gullu, en þó meira Gullu sem hefði svoleiðis rústað okkur Betu ef við hefðum verið að spila Nóló-afbrigði Manna.  Á mánudeginum fór dagurinn hjá mér í að læra og mæðgurnar eyddu deginum í bæjarrölt.  Það var náttúrulega blaðrað fram  eftir kvöldi en þó farið að sofa svona skikkanlega fyrir klukkan 2 Tounge.

Þegar kominn var tími á þriðjudeginum til að sækja Jódísi Guðrúnu röltum við Gulla okkur saman í það djobb á meðan Beta var bara heima að hygge sig.  Við drösluðum stelpunni með okkur í svoleiðis grenjandi rigningu niður í bæ og skoðuðum antik-búðir... ekki ódýrar miðað við gengi þess dags Woundering.

Kvöldið var tileinkað hári en ég hafði beðið Gullu að smella eitt stykki strípupakka í hausinn á mér sem þær mæðgur og gerðu.  Í framhaldi af því fór Beta að segja okkur að þegar hún var unglingur hafi hún alltaf verið í því að spenna ömmu Rúnu og vinkonur hennar og síðar sett í þær rúllur þegar þær komu.  Við bara urðum að fá að vita hvað væri ,,að spenna" svo hún bara sýndi okkur það... á okkur LoL.  Þetta var alveg hrikalega gaman og Beta svoleiðis spennti og spennti eins og hún hefði aldrei gert annað þó henni hafi reiknast svo til að hafa ekki gert þetta í um 50 ár.  Við sváfum svo með þetta í hárinu og Beta greiddi svo úr hárinu þegar við vöknuðum.  Myndir fylgja færslu Wink.  

Ég hitti svo Dórann til að lesa fyrir prófið um helgina.  Beta, Gulla og Eysteinn sóttu stelpuna á vöggustofuna og það passaði svona akkúrat að þegar ég var að taka Metró-inn að Kongens Nytorv voru þau akkúrat að renna þar að frá Nørreport.  Halldór tók svo á móti okkur við Det Kongelige Teater og sýndi okkur um allt húsið, sem var náttúrulega bara ótrúlega flott.  Við meira að segja plöntuðum okkur í stúku hennar hátignar og eins í biðherbergi hennar sem þakið er gulli og demöntum (já, eða svona næstum því Tounge).  Eftir túrinn fór Halldór með börnin heim og við frænkurnar settumst niður í  Nyhavn þar sem Beta bauð okkur Gullu í Julegløg og æbleskiver.  Það var alveg hundkalt og húðrigndi en það kom ekki að sök þar sem við sátum inní skoti undir plastdúk með hitalampa rétt við okkur.  Þetta var bara alveg hrikalega notó Joyful.  Við vorum samt komnar fyrir átta heim aftur og sátum að kjaftasnakki langt fram á nótt.  Nú er ég mætt á Svarta Demantinn aftur og á að vera að læra í gríð og erg en er í staðin að skrifa þessa bloggfærslu Grin... en ég er að fara að koma mér að námsefninu.  

Jæja, læt þetta duga í bili og ég skrifa örugglega ekki aftur fyrr en eftir helgi, prófið hefst nefnilega á hádegi á morgun og við eigum að skila því af okkur á hádegi á sunnudag.  Hörkupróf!!!

Hér fylgja svo myndir af hárgreiðslustofunni við Rørmosevej Grin

 

Strípun :DSpenna ISpenntar frænkur :DPC030832 copyReady!!!Nývaknaðar og sætar :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband