Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fréttir

Við vorum afskaplega kát með það, þegar við fengum sjónvarpið, að ná þremur stöðvum.  DR1, DR2 og TV2.  Og ekki var var það nú verra þegar við sáum hversu vandað sjónvarpsefnið var.  Góðir fréttatímar og þættir með fréttatengdu efni, Taggart á eftir og annað skemmtilegt og vandað efni.  Nú, fimm vikum síðar, erum við orðið eilítið þreytt á fréttum, ég verð bara að viðurkenna það.  Fréttirnar hefjast með ca. hálftíma millibili á öllum stöðvum og að því loknu eru fréttaskýringaþættir, ef ekki nýir þá endursýndir.  Við sem héldum að Ísland væri fréttasjúk þjóð! 

Síðasta sunnudagsmorgun heyrðum við Eysteinn eitthvað þrusk frammi við útidyrnar hjá okkur og stóðum upp til að sjá hvað væri um að vera.  Þá var það samanvöðlaður auglýsingabæklingabunki (Vaðlaheiðar... hvað?!!Tounge) svo ég tók hann upp.  Þá kom annar eins bunki inn og ég tók hann upp, þá kom annar.. og ég bara beið.  Þetta tók einhverjar nokkrar mínútur og eftir það stóð ég með fangið fullt af bæklingum sem við þurftum að fara í gegnum.  Ekki nóg með það heldur hafði álíka bunki komið á föstudeginum.  Ég get bara sagt það að ég er HÆTT að kvarta yfir auglýsingabæklingaflóðinu heima.  Hver helgi hérna er eins og allt bæklingaflóðið heima í desember samankrumpaður í einn föstudagsauglýsingabæklingabunka (LoLhahaLoL hélt ég myndi ekki ná að lengja orðið auglýsingabæklingabunki, en mér tókst það! -Hvað eru mörg err í því?!)  

En maður vill samt ekki afþakka pakkann þar sem það eru alltaf tilboð í einhverjum búðum og gott að geta sigtað út frá því hvar við eigum að versla.  Eeen bæklingarnir sem við fáum á föstudeginum gilda frá mánudeginum á eftir, svo við þurfum alltaf að geyma tvo bunka í einu (því síðasti pakki rennur út EFTIR helgina) og þess vegna er alltaf allt á kafi í bæklingum hérna... eða það var það allavega fyrstu dagana áður en við "föttuðum" að geyma þá ekki þar sem stelpan næði í þá Joyful.

En yfir í annað.  Halldór er að fara að frumsýna á laugardaginn.  Reyndar ekki að keyra sjálfur en vinna við sýninguna samt og það er generall fyrir frumsið á fimmtudaginn.  Þetta er voða spennandi þó hann segir að þessar tvær sýningar sem hann hefur séð á þessari óperu eru alveg nóg!  Þetta er sem sagt Partenope og er eftir Händel, ef einhver skyldi nú hafa áhuga Joyful.  Miðaverðið er frá hóflegum 110 kr. upp í óhóflegar 770 krónur stykkið!!! Já, ég meina danskar krónur.  Það verður nú bara að fylgja með, aðalumræðuefni húsbóndans á heimilinu undanfarnar vikur.  Það er sem sagt eldhnötturinn í sýningunni. Mikið er búið að liggja yfir því hvernig eigi að ná að varpa eldi inn í glerkúlu með skjávarpa og fékkst að lokum sú niðurstaða að kaupa linsu sem varpar 120° og kostaði hún einverja milljón íslenskar... FYRIR lækkun ISK, svo hún ætti að vera vel rúmlega milljónin í dag.  -Linsa fyrir eldhnött sem er notaður ca. 12-15 mín í sex sýningum.  Aðeins annað uppi á teningnum hér en heima á litla skerinu hvað fjármagn í leikhúsinu snertir.

Yfir í allt annað.  Snúllulingur heimilisins.. nei ekki ég heldur Jódís Guðrún Tounge, er farin að gleyma sér æ oftar, niðursokkin í eitthvað skemmtilegt, standandi alein út á miðju gólfi.  Í dag var ég að taka til og þrífa allt hátt og lágt (já og þessi -lingur sem ég var að tala um, hún sér alveg til þess að það sést ekki neitt!) og þá fannst henni eitthvað ægilega spennandi sem ég var að gera svo hún snéri sér frá borðinu sem hún stóð upp við og gekk eitt skref til mín áður en hún fattaði hvað hún hafði gert og lét sig þá pompa á rassinn.  Svo seinna í dag þá var hún svo spennt að komast til bróður síns að hún tók einhver 2-3 skref til hans áður en hún lét sig detta á rassinn.  Mér sýnist þetta bara vera að koma hjá henni.  JESÚS MINN hvernig verður þetta þegar hún er farin að hlaupa út um allt! Gasp  Nógu er hún nú skæð fyrir.

Gott í bili. 

 

 


Fréttaskot í viku sex

Enn ein helgin liðin og enn og aftur var stelpan heima. Ennþá stútfull af kvefi með hitavellu. Þetta fer nú bara alveg að fara að verða ágætt. Við sváfum svo að segja ekkert í nótt þar sem stelpan var alltaf að vakna upp og átti í miklum erfiðleikum með að sofna, bara orgaði af vanlíðan. Halldór druslaði sér nú samt í vinnu í morgun og hringdi í mig hundslappur um hádegið en gat engan vegin hætt fyrr þar sem allt var vitlaust að gera enda frumsýning síðar í vikunni.  Ég er nú aðeins að skána og guð blessi þann sem fann upp nefspreyið, það hefur alveg reddað geðheilsu minni í þessu kvefstandi.

Eysteinn kom heim úr skólanum með lesbók fyrir 1. bekk og við settumst yfir hana og lásum Lási á lás, Lási sá lás, Lísa og Lási sá læsta lása.. eða eitthvað álíka, bara á dönsku.  Hann var ótrúlega snöggur að ná þessu drengurinn, það verður nú bara að segjast Joyful

Pétur kíkti svo á okkur og borðaði kvöldmat með okkur en staldraði þó stutt við þar sem hann þurfti ofan fimm í fyrramálið til að koma sér til vinnu lengst úti í rassegade fyrir klukkan sjö.

Annars er svona stund milli stríða hjá mér, er búin að vera að reyna að vinna upp í náminu fyrir næstu lotu en aðallega erum við bara að láta okkur hlakka til þess að Siggi og Kristján komi til okkar á fimmtudaginn. Jiii hvað það verður gaman að sjá ykkur strákar!!! Ekki myndi ég gráta það ef ég sæi svona eins og einn Appolo lakkríspoka laumast upp úr töskunni ykkar Tounge án þess að ég sé neitt að heimta það sko Halo.

Já, kannski maður nefni netta sjokkið sem við fengum þegar við litum á mbl í dag... Allt að fara til fjandans heima og ekki nóg með að viðskiptabankinn okkar skuli næstum hafa verið farinn á hausinn heldur er verstur andsk... fjandi að við þurfum að treysta svona á gengið þegar danska krónan stendur nú í tæpum TUTTUGU KRÓNUM!!! Guð minn góður hvað allt er orðið dýrara en bara fyrir mánuði síðan. Nú er bara að omma gengið upp aftur...

SAMTAKA NÚ DANÍEL.. OMMMMMM!!!


Ellasenne?!

Þegar Eysteinn kom heim úr skólanum í gær beið hans pakki frá ömmu Gurrý og afa Leifi.  Inní stórum pakkanum var ferlega flottur vindjakki og húfa auk annars fatnaðar á Eystein og rosalega sæt peysa og húfa á Jógulinginn.  Við drógum ýmislegt annað dót úr pakkanum og síðast en ekki síst bangsa sem Jódís Guðrún knúsaði strax rembingsfast að sér og var hann nefndur Gutti á staðnum.  Hann er í miklu uppáhaldi hjá henni núna og knúsar hún hann hvenær sem tækifæri gefst.  Joyful  Það er svoo gaman að fá pakka að heiman Grin  Vorum einmitt að hlæja að því að það er rétt mánuður síðan við komum en samt er strax komin þessi æðislega tilfinning sem kemur þegar maður opnar pakka frá Íslandi!

Klukkan fimm mættum við foreldrar og litla systir í Holberg skolen, Eysteinn hafði farið þangað klukkutímanum fyrr, því nú átti að sýna okkur fjölskyldunum afrakstur dansviku bekkjarins.  Þetta var rosalega skemmtilegt.  Hópurinn dansaði fyrst svona hópdans og svo voru tveir og tveir saman sem áttu sviðið nokkur dansspor sem þau sjálf höfðu samið.  Eysteinn og Atsjú (eða eitthvað svoleiðis Whistling), indverskur drengur í bekknum, voru síðastir og svo stukku allir á fætur og tóku hópatriði í lokin.  Þetta var ferlega flott og danskennarinn kom til okkar á eftir og talaði sérstaklega um hvað Eysteinn hefði verið frábær nemandi, svo ótrúlega fljótur að ná sporunum og skilja þótt hann talaði ekki dönsku.  Henni fannst hann (að sjálfsögðu) alveg frábær!  Svo talaði ég við bekkjarkennarann hans og bað um að hún reyndi sem mest að tala bara við hann á dönsku (hingað til hefur bara verið töluð enska við hann) og endilega, ef hægt væri, að fá 1. bekkjar námsefni sem við gætum farið yfir saman heima.  Hún tók mjög vel í þetta allt saman.

Á leiðinni út heilsuðu nokkrir foreldrar upp á okkur og m.a. kona sem kom og byrjaði að tala ensku.  Ég svaraði henni náttúrulega á dönsku og hún spurði okkur svona hvað við værum að gera í Danmörku og ég útskýrði þetta allt fyrir henni, með Halldór og vinnuskiptin og það allt.  Svo kom upp úr krafsinu að hún var ensk, gift Dana og búin að vera búsett hér í mörg ár.  Ég sagði svo við Halldór, "Ó, ef ég hefði nú vitað það þá hefði ég náttúrulega bara talað við hana á ensku!"  -"Já, svaraði Halldór, -það hefði náttúrulega verið þægilegast fyrir alla."  Ég fattaði nefnilega ekki fyrr en hann benti mér á það að ég á það til að tala fyrir hann.  Í ritfangaverslun um daginn kom kona og spurði hvort hún gæti aðstoðað.  Ég sagði að ég þyrfti ekki aðstoð og þá snéri hún sér að Halldóri.  Hann svaraði ekki alveg strax svo ég greip orðið og svaraði, "Nei nei, hann er með mér!"  Bæði þá, fyrr og síðar hefur hann átt það til að líða eins og ég væri með hann í liðveislu. LoLGrinLoL

Hópverkefna-Dóri kom svo eftir kvöldmat og við unnum að verkefninu fram á nótt.  Ég vaknaði svo hundlasin og uppfull af kvefi í morgun.  Vona að þetta gangi fljótt yfir.

 

Halldór spurði mig ekki löngu eftir að við komum hvað "Ellasenne" þýddi.  "Ellasenne???!" -Já það sem þeir segja alltaf í búðunum.  -Jaaá, Ellers anded.  Það þýðir: eitthvað fleira, útskýrði ég fyrir honum.  -Já ok, ég hélt alltaf að það þýddi -Er allt komið!-  Ég svaraði alltaf já!  Þess vegna urðu allir svo skrýtnir þegar ég sagði það. LoL

Af öðru er það að frétta að ungfrú Mestakrútt er farin að standa heillengi sjálf og hefur tekið eitt og eitt skref.  Farin að segja mamma, babba, Dah (takk, taka, gjörðu svo vel, datt), jæja, Estss eða Ede (Eysteinn), hajo (halló, þegar hún tekur símann og setur við eyrað), hæ.  Ég held að þar með sé það upptalið í bili.  Hún segir kannski ekki mörg orð en er afskaplega meðvituð um eigin vilja og hvernig hún eigi að koma skilaboðunum á framfæri.  -Fallega orðað? Grin

Kvefað kndús á alla! 

 

 


Søren og tepruskapurinn

Søren heitir hann, nágranni okkar sem hefur verið að redda okkur hjólunum.  Við tókum eftir því fyrstu dagana að það var alltaf maður úti í næsta garði eitthvað að vesenast í hjólum og yfirleitt með bjór í hönd og pípu í öðru munnvikinu.  Það var oftast einhver að drekka bjór honum til samlætis og þeir að spjalla svona um daginn og veginn.  Þegar við fórum að skoða þetta nánar sáum við að Søren var alltaf með nýtt og nýtt hjól svo við spurðum Steffen, nágranna okkar af neðri hæðinni, út í þennan mann.  Hann sagði okkur þá að þetta væri hjólaviðgerðamaðurinn í hverfinu svo þangað ákváðum við þá að fara og spyrja hvort hann gæti ekki bent okkur á ódýran stað til að versla hjól.  

Hann var hinn almennilegasti og tók strax fram að hann væri svo ánægður að það skyldi eitthvað líf vera komið í íbúðina okkar því það hefði verið svo tómlegt að sjá hana mannlausa dag eftir dag. Í framhaldi af því benti hann okkur á hvar í húsinu hann ætti heima og að það væri mjög gott útsýni frá hans íbúð yfir í okkar.  Þess vegna væri það nú sem hann vildi benda okkur á að glerið á baðherbergisglugganum okkar væri ekki alveg eins "blörrað" eins og við greinilega héldum því þegar við færum í sturtu (sem liggur alveg við gluggann) þá væri þetta svolítið eins og að horfa á Tuborg-auglýsinguna með allsberu stelpuna í klefanum.  Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvaða auglýsingu hann var að nefna en ég náði myndinni. Það sést greinilega ALLT í gegn.  Við hengdum strax viskustykki fyrir gluggann þegar við komum upp, tímdum ekki handklæðum þar sem við áttum svo fá.  

Því má svo bæta við að við höldum að pípan sé orðin áföst.  Við höfum séð hann við ýmsa iðju, eins og t.d. að ryksuga hjá sér, með pípuna í vikinu og svo hlóum við nú pínu í gær þegar hann var úti að gera við hjól með pípuna að sjálfsögðu í vikinu og með sígarettu bak við eyrað.  Kannski hann borði með pípuna í vikinu líka? 

Allavega, það var svo fljótlega eftir þetta spjall okkar við Søren sem við sátum í mestu makindum á sunnudagsmorgni um 11 leytið að fá okkur morgunmat og höfðum kveikt á sjónvarpinu.  Á dagskrá var einhver heimildamynd sem virtist bara vera nokkuð áhugaverð.  Við lögðum því við eyru og augu og sáum að þarna var sem sagt verið að ræða við vændiskonur.  Hvort þær voru starfandi vændiskonur eða hættar þeirri iðju man ég nú ekki alveg en allavega þá voru þær að lýsa því hvernig þær voru neyddar til ýmissa athafna sem þeim var þverrt um geð en urðu að gera starfsins vegna.  Þátturinn fjallaði sem sagt um bágar aðstæður vændiskvenna í Danmörku.  Sem var bara í góðu lagi þannig, því þetta var jú allt á dönsku og Eysteinn skildi ekki bofs.  Þangað til kom að leiknu myndbrotunum sem sett voru svona undir spjallið.  Þá erum við ekkert að tala um létt erótísk myndbrot, nei þetta var bara orðinn hinn argasti klámari þarna svona yfir morgunkaffinu.  Þá slökktum við á sjónvarpinu og ég hugsaði með mér að ég væri greinilega meiri tepra en ég hefði hingað til haldið.  En við sem sagt snérum okkur bara að því að skoða auglýsingabæklingana sem koma í stríðum straumum hérna fyrir og um helgar, fullir af alls kyns tilboðum og ábendingum um góðar útsölur.  Og þá duttum við niður á þetta líka frábæra tilboð: Þrjár erótískar bíómyndir á verði tveggja, auk þess sem víbrador fylgdi með alveg ókeypis bara í þessa þrjá daga! Shocking

Tveimur dögum síðar heyrði ég póst koma inn um lúguna og sá Halldór stökkva til og rífa upp bækling af gólfinu áður en Eysteinn næði að teygja sig eftir honum.  ,,Hjúkk þetta voru bara kalkúnabringur" gall þá í pabbanum og svo sýndi hann mér mynd sem hann hafði þá á einhvern ótrúlegan (en þó, í ljósi undangenginna bæklinga og sjónvarpsþátta, vel skiljanlegan) hátt náð að sjá gervilega útfærslu af kvensköpum úr þessari mynd og var viss um að þarna væri verið að selja einhvers konar hjálpartæki ástarlífsins.  

Já svona er maður nú bara mikil tepra! 


Le club

Í fyrradag hafði ég samband við klúbbinn sem helstu félagar Eysteins í bekknum fara í eftir skóla og okkur var boðið að koma í dag eftir skóla að skoða hann.  Hann er ekkert langt frá skólanum svo við mæðginin hjóluðum okkur þangað og kíktum á aðstæður.  Húsið er í risa garði, á tveimur hæðum (garðurinn er sko ekki á tveimur hæðum, bara húsið Tounge) og á neðri hæðinni er frístundaheimilið, sem er fyrir krakka upp í 3ja bekk (4. bekk heima), og á efri hæðinni er svo klúbburinn sem er fyrir krakka frá 4.-8. bekk.  Þar komum við inná gang og á honum voru fatahengi og svo eitt stórt herbergi inn af ganginum.  Þar inni fyrir var eitt pool-borð, borðtennisborð og fótboltaspil  Þar voru líka sófar og skjávarpi til að horfa á bíómyndir.  Fyrir ofan sófahornið var svona svefnloft þar sem krakkar (aðallega stelpur sagði pétursgoggurinn (er það ekki góð íslenskun á pedagog? Wink) ) klifra upp í og hafa það kósí.  Svo var eitt alrými og  þar var riiisa eldhús þar sem krakkarnir búa til alls konar mat og var einmitt ein stelpan að gera vöfflur þegar við vorum að skoða.  Þar er líka smá krókur með flatskjá og guitar-hero og trommu-hero og söng-hero, eða hvað þetta nú allt heitir, sem sagt alls konar hljóðfæri tengd við tölvuleik.  Eysteinn trúði varla sínum eigin augum.  Svo var smíðahorn og svo var stórt herbergi þarna við sem í voru mörk og hægt að spila hand-eða fótbolta og ég veit bara ekki hvað og hvað.  Þetta var bara ekkert smá flott.  Svo er opið fram á kvöld á miðvikudögum og þá er oft farið eitthvað og t.d. næsta miðvikudag á að fara í bíóferð.  Allavega, okkur leist alveg rosalega vel á þetta og hann mátti bara byrja... STRAX!  Sem hann og gerði Grin og var ægilega ánægður með þetta allt.

Ég skilaði bara hjólinu heim og fór að sækja stelpuna með strætó og réééétt náði heim áður en Ikea bíllinn kom með allt dótið sem við keyptum í gær.  Svo þá fórum við í það að setja saman skrifborð og stól og hengja upp hillur og við snérum stofunni svo nú er borðstofuborðið komið undir gluggann.  Bara alveg æðislega fínt.  Aldrei að vita nema við finnum svo eitthvað meira að breyta en ef svo er þá ætla ég að bíða með að gera það þangað til tengdó kemur í næsta mánuði, svo hún missi þá ekki af því sem henni finnst skemmtilegast í heimi: Að breyta! Grin

Dóri hópfélagi (maður verður að aðgreina Halldórana einhvern vegin Joyful) kom svo í kvöld og við bara mössuðum verkefnið eins og það kallast á góðri íslensku.  Nú er bara það litla verk fyrir höndum að koma öllum hugmyndunum snyrtilega niður á blað svo við fáum nú einhverja sæmilega einkunn fyrir þetta.  Já, ég held ég endurtaki mig bara núna:  Þetta er svo gaman!

Annars er stelpan í fríi á morgun og hinn því það eru starfsdagar á vöggustofunni og þá held ég að við verðum að taka einn dag a.m.k. til viðbótar í aðlögun eftir helgi, orðin svolítið þreytt á þessu, segi það ekki.  En svo verður hún vonandi ekki meira veik í bili og ekki fleiri frídagar alveg strax svo hún geti farið að byrja almennilega.  Hún er reyndar aftur komin með rennandi og stíflað nef, var nefnilega orðin svo fín í gær, en það hlýtur að fara úr henni yfir helgina.  Strákurinn enn nokkuð kvefaður með varaþurrk frá helv... Ég er bara hress Wink já og Halldór líka Grin.

Gott í bili.

Luv,


Ikea Gentofte

Í morgun hafði Halldór svo góðan tíma að hann fór bara með stelpuna á vöggustofuna sem þýddi að þegar þau voru farin var ég orðin ein eftir og gat strax farið að hella mér í lestur og verkefnavinnu sem ég og gerði. Þetta er svo gaman að það er nú bara ekkert lítið. Fyrir þetta margumrædda verkefni er ég búin að vera að grúska í Kvennablaðinu á Timarit.is síðan 1907 og 1908 aðallega og það eru svo skemmtilegar greinar og pælingar á þessum tíma sem eiga enn þann dag í dag fullt erindi og svo ýmislegt sem auðvitað er barn síns tíma. Ég hef ekki skemmt mér svona vel við námslestur... bara aldrei held ég  Grin.  Hvað ég er ánægð með að hafa valið þetta og fengið tækifæri til að læra kynjafræðin.  En Adam var ekki lengi í paradís því um hálftvö leytið var hringt frá vöggustofunni og þá var stelpan búin að gráta stanslaust í langan tíma og ég vinsamlegast beðin um að sækja hana.  Við Eysteinn, sem var þá nýkominn heim, drifum okkur með næsta strætó á vöggustofuna og þar sem ég gat þá hvort eð er ekki lært meira fyrr en í kvöld þá ákvað ég að nú færum við bara í Ikea á eftir að versla svona eins og eitt skrifborð handa drengnum og ýmislegt annað sem vantar á heimilið.  Við skutumst því eftir stelpunni, strætó tilbaka, þar skiptum við um strætó og fórum í hraðbanka, annan tilbaka og svo skiptum við aftur um strætó og fórum í Ikea.  Allt þetta á rétt tæpum klukkutíma, því ég rétt náði að nota sama klippið alla ferðina, ægilega ánægð! Wink  

Þegar við vorum búin að kíkja aðeins inn í Toys'Rus, sem var með ráðum gert til að Eysteinn hefði ekki afsökun til að vera leiður á að vera í Ikea Tounge þá var stóri rúnturinn tekinn þar inni.  Fyrst efri hæðin sem, eins og heima, hefur að geyma húsgögn og stóra muni.  Þar fundum við fínt skrifborð og hillur og margt margt fleira.  Þetta var allt gert í rólegheitum svo við stoppuðum á kaffiteríunni og fengum okkur smá í gogginn áður en við fórum niður í smávörurnar.  Þar fundum við margt margt margt margt fleira og gengum út með tvo smekkfulla bláa Ikea poka (Ég held við eigum orðið 5 stk af þeim því við gleymum alltaf að taka þá með Whistling ) og eina fulla trillukerru.  Öðrum pokanum lokaði ég vel og lét senda okkur hann ásamt dótinu á trillunni, svo það kemur á morgun.  Hinum pokanum smellti ég svo bara á grindina á vagninum.  Eysteinn hafði nú bara orð á því að þetta hafi verið skemmtilegasta Ikea ferð sem hann hafi farið LoLGrinLoL enda snerist hún nú að mestu um hann.  Stelpan var bara hreint ótrúlega góð allan tímann, tel nú bara ekki með smá kvart og kvein einstaka sinnum í tveggja og hálfstíma Ikeaferð. 

Sami vagnstjóri keyrði okkur svo tilbaka, skemmtilegt, og þegar við komum heim var Halldór búinn að ryksuga út úr dyrum og taka allt í gegn.  Kvöldið verður svo tekið rólega Tounge

Gott í bili

Ciao! 


Felles-arbejde

Í gær var spáð sól og uppundir 20 stiga hita svo við vorum þá ákveðin í að koma Eysteini á óvart og bjóða honum í Tívolí, enda var síðasti dagurinn fyrir lokun í dag.  Þegar við svo vöknuðum var grenjandi slagviðri svo við vorum afskaplega fegin því að við höfðum ekkert sagt honum frá þessu.  Í staðin ákvað Halldór að fara með honum í góðan hjólatúr í hljóðfærabúð sem hann hafði tekið eftir í einni strætóferðinni um daginn.  Á leiðinni tóku þeir eftir búð sem greinilega seldi svona leikfangalestir og alls kyns fylgihluti fyrir svona uppstillingar því tengdu svo þeir ákváðu að kíkja þarna inn.  Inni voru svona rétt um 10 manns og kippti Eysteinn meðalaldrinum rækilega niður í 50 árin.  Halldór vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera því þarna voru rígfullorðnir menn með þvílíka ástríðu fyrir lestum gaumgæfilega að velja sér rétta tréð eða húsið til að setja í uppstillinguna heima hjá sér.  Eysteini fannst voða gaman.

Við tókum svo einn ágætan hjólatúr þegar þeir komu heim og ég finn að hnéð er aðeins farið að mýkjast eftir að hafa tekið nokkra stutta hjólatúra.  Fyrsti túrinn var helv... erfiður.  Jódís Guðrún er líka farin að verða kátari aftan á en hún var ekkert sérstaklega sátt fyrst.   Þegar við keyptum okkur svo í grjónagraut fyrir kvöldmatinn sagði Eysteinn "ohh hvað ég væri til í að fá smá lifrarpylsu með."  Og pabbinn svaraði um hæl "Nei nei, við fáum okkur bara flatkökur og hangikjöt!"  -Við fengum okkur roastbeef á rúgbrauð, kannski ekki alveg það sama en voða gott Joyful .

Dagurinn í dag var frátekinn fyrir felles-arbejde þar sem ákveðið var á húsfundinum um daginn að í dag ætti að taka garðinn í gegn, fúaverja bekki og borð og ýmislegt fleira sem setið hefur á hakanum undanfarna árið.  Við vorum heppin með það að veðrið virtist ætla að verða gott og það hélst.  Það var hist stundvíslega klukkan hálftíu hjá Steffen, nágranna okkar á neðri hæðinni, og dagurinn skipulagður gróflega.  Svo var hafist handa og með góðri frokost-pásu þarna um miðbikið náðist bara að klára þetta fyrir klukkan 3.  Svo dugleg vorum við Happy.  Hanne nágrannakonu fannst þetta kannski ekki alveg búið en eftir smá tuð ( Wink ...neeei, hún er voða indæl) samþykkti hún að þetta væri bara komið gott.  Við vorum í svo ægilega miklu stuði þegar við komum inn að heimilið var bara næst á dagskrá, allt tekið í gegn og gert, jah allavega mönnum bjóðandi Tounge.  Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er svolítið dugleg að halda okkur við efnið svo ekki sé meira sagt.  

Nú þegar farið er að kólna aðeins í veðri er mig búið að langa að gera gúllassúpu eða mexíkósku tómat- og kjúklingasúpuna svo ég sendi þá feðga útí búð að kaupa í hana og þar sem Toro er ekki eitt helsta vörumerkið í verslununum hérna þá bara bjó ég hana til frá grunni, enda miklu betra og alveg jafn fljótlegt.  Ég klikkaði reyndar á smáatriðunum síðast þegar ég verslaði kjúklingabringur, því þær fást nefnilega í 2800 gr. pakkningum og það eru nokkrar kjúklingabringur.  Ég fleygði öllum pakkanum í frysti þannig að síðast þegar við höfðum kjúkling þurfti ég að notast við hamar og meitil (eða svona næstum því) til að ná nokkrum bringum úr bingnum.  Núna nennti ég bara ekki að gera það sama svo ég henti bara kjúklingaklumpnum í pott og sauð.  Vegna þessa varð súpan ææægilega matarmikil og góð.  Við verðum út vikuna að borða hana.  En Pétur Steinsen kíkti við og það var þá nóg til handa öllum.  Ég man það næst að skipta bringunum niður áður en ég frysti þær.  Svona er þetta bara, maður þarf að reka sig á til þess að læra Whistling .

Nú er stelpan orðin rótkvefuð og strákurinn var orðinn ansi slappur svo ég veit ekki hvort þau fari nokkuð í fyrramálið, ohh ég vona bara að stelpan verði fyrir kraftaverk orðin góð svo ég geti lært.  Ég er farin að þrá að geta komið mér almennilega inn í námið enda stórt verkefnaskil framundan (eins og Valgerður veit Wink ).

Jæja, gott í bili.

Ciao! 

 

 


Valby-ferðin

Þegar við lögðum af stað uppá strætóstopp í gærmorgun, rétt fyrir klukkan 9, þá var svolítið kalt.  Við héldum okkur í sólinni til að halda á okkur hita meðan við biðum eftir strætó.  Það var því ferlega gott þegar strætóinn kom loksins og við fengum að sitja í hlýjunni og horfa á húsin þjóta framhjá okkur.  Eða kannski öfugt?!  Allavega þá vorum við Halldór í miðju samtali þegar kom að stoppistöðinni okkar hjá vöggustofunni svo ég var svolítið hissa fyrst þegar hann hjálpaði mér niður með vagninn úr vagninum (haha) og sagði svo bara "Við sjáumst!"  Svo mundi ég allt í einu að hann átti náttúrulega að mæta til vinnu skömmu síðar svo hann hélt auðvitað áfram niður á Nørreport.  Nú átti daman að prufa að sofa á vöttustofunni og svo ætluðu þær bara að hringa í mig þegar hún væri vöknuð.  Hún ætlaði eitthvað að fara að myndast við að skæla þegar ég kvaddi hana en hætti svo við.   Það er nefnilega svo gaman að fara í þennan daglega göngutúr sem þau byrja alltaf á um leið og við mætum.  Eins og venjulega lögðu tveir vagnar af stað með tveimur börnum í hvorum og tvö, þrjú kríli gangandi með.

Ég rölti mér bara heim með strætó Grin og náði að læra alveg fullt, alveg frábært!  Svo þegar klukkan var orðin hálf tvö þá var mér nú eiginlega ekkert farið að lítast á blikuna, ekkert farið að hringja enn!   Hún hlyti að vera löööngu vöknuð. Ég ákvað nú samt að gefa þeim séns til klukkan tvö.   Rúmlega tvö var ég komin með símann í hönd þegar hann hringdi, hún var vöknuð!  Eysteinn, sem var þá nýkominn heim úr skólanum, rosa ánægður að venju, kom með mér í fyrsta skipti á vöggustofuna og þau voru komin inn að fá sér síðdegishressingu þegar við komum.  Dagurinn hafði gengið bara rosalega vel og hún fór fyrst að skæla þegar hún sá mig.  Algjör vitleysingur, hehe.

Við tókum svo bara strætó áfram niður í bæ þar sem við þurftum að finna hjálm á dömuna svo ég geti farið að hjóla með hana.

-Já sem minnir mig á!!!

Ég er sem sagt búin að fá hjólið frá nágrannanum, þetta fína hjól með 3 gírum og barnastól og alle græjer og hann sagði mér að prufa það í nokkra daga áður en ég ákveð hvort ég kaupi það af honum eða ekki.  Ekki alls staðar sem maður fær svona góðan díl Wink

-En áfram með söguna:

Við komum við í tveimur hjólabúðum og sáum að hjálmur fæst ekki gefins.  300 kr. fyrir hjálminn sem gera, miðað við núverandi - himinháa gengi tæplega 5.500 krónur.  Þetta slagar hátt upp í verðið á hjólinu svo ég ákvað að bíða aðeins með þetta og sjá hvort við finndum ekki eitthvað aðeins ódýrara í stórmörkuðunum.  Á seinni staðnum sem við komum inn sáum við stól sem er alveg eins og sá sem er á hjólinu mínu svo ég tékkaði á verðinu, bara svona í gamni.  750.- kostaði hann!!! Það sér ekki á stólnum á hjólinu mínu svo í raun má segja að ég borgi 50 kall fyrir hjólið því hann vill fá 800 kall fyrir það -með stólnum.  Góður díll það!  Já og svo verð ég að bæta við að þegar ég kom með vagninn inn í búðina þá kom afgreiðslumaðurinn til mín og sagði alvarlegur og svolítið hissa "Það má ekki koma með vagna inní búðina!"  Ég leit í kringum mig og sá notuð óhrein hjól og bara fattaði ekki fyrr en eftir á: Af hverju í ósköpunum ekki??!!

Allavega, Halldór var bara akkúrat búinn í vinnunni svo hann tók Metró-inn til okkar og saman fórum við í reisu til Valby þar sem ég hafði lofað Lóu vinkonu að líta aðeins á íbúðina meðan þau væru á Íslandi.  Við hoppuðum uppí næstu lest og þegar við komum á Valby-station þá röltum við aðeins við í mall-inu sem er þar, ægilega fínt og þar fann ég þennan fína Tweety-hjálm á stelpuna á 150 kall svo við fjárfestum í honum.  Munar pííínu á prís Wink.  Litum svo heim til Lóu og Þrastar og fórum svo aftur í Mall-ið.  Við keyptum þetta ægilega fína grísa-snitsel í matinn og svo stukkum við upp í næstu lest til Østerbro og þaðan á Emdrup-station.  Þaðan svo með strætó heim.  

Við vorum ekki komin heim fyrr en um átta leytið og úff hvað það skreið þreytt fjölskylda upp stigann þá. Ég lokaði mig af inní eldhúsi og dreif í að matreiða snitselið enda allir að drepast úr hungri og við náðum að borða bara 20 mín. síðar.  Eysteinn var orðinn svo þreyttur að hann sofnaði nánast yfir matnum og var kominn uppí fyrir 9.  Stelpan var hins vegar sofnuð áður en hún lagðist á koddann hálftímanum fyrr. Við foreldrarnir vorum litlu skárri og eftir að hafa gengið frá skriðum við uppí koju og vorum sofnuð um hálfellefu. Sem var mjög gott því stelpan er farin að taka upp á því að vakna á klukkutíma fresti að leita að snuðinu sem þá yfirleitt er dottið niður á gólf.  Það er svolítið lýjandi að vakna upp svona oft yfir nóttina, segi það ekki og því ágætt að hafa þá farið snemma í háttinn.

Í morgun var svo frumburðurinn búinn að borða, taka til skóladótið og föt og farinn í sturtu þegar klukkan hringdi, útsofinn og fínn.   Ég smurði bara handa honum nesti og svo var hann tilbúinn í skólann og hjólaði sér af stað rétt fyrir átta.  Við tók svo sama rútínan hjá okkur þremur, taka stelpuna til og koma sér í strætó rétt fyrir níu til vöggustofu og vinnu.  Þegar ég hafði skilað af mér stelpunni kom ég við á kaupmanninum á horninu og rölti mér svo heim í þessu yyyyndislega veðri sem nú er.  Það er sól og logn og bara yndislegt og ég tók nokkrar myndir sem ég ætla að láta fylgja með svona úr umhverfinu.

 

Göngustígur

  Þetta er göngustígurinn sem við göngum yfirleitt rétt hjá okkur, liggur við Utterslev Mose.  Þetta er rosalega vinsæl hjóla- og hlaupaleið enda eðals aðstæður til þess með aðskildum samliggjandi brautum.  

Utterslev Mose
 
 
 
 
 
 
            Hérna er svo önnur af Mose-num en myndirnar eru teknar á símann minn svo gæðin eru náttúrulega ekki sem best og það var ekki svona dimmt eins og sýnist þegar ég tók myndina heldur sólríkt og bjart Grin

Jólatré

Ég á svona gervijólatré heima, sem amma Rúna átti.  Á því eru rauð ber á endanum og ég hef aldrei séð svoleiðis áður á grenitrjám svo ég bara varð að taka mynd af berjunum á "jóla"-trénu sem er við götuna hjá okkur.  Alveg rosalega gervilegt tré hehe Cool
 
 
 
 
 
 
 
Brómberjarunni
Þessa mynd set ég inn svona mest fyrir hana Soffíu vinkonu, til að sýna henni að það er brómberjarunni í garðinum hjá mér Tounge  Ekki stór en það eru þónokkur ber á honum og eins og sjá má á myndinni eru þau að verða fullþroskuð svo við höfum geta tínt upp í okkur eitt og eitt ber.  Í görðunum í kring er mikið af eplatrjám og það er einmitt epla-season núna svo maður fær alveg vatn í munninn og mikla löngun til að teygja sig aaaðeins inn fyrir girðinguna og næla sér í eitt og eitt epli.  Ohh, af hverju er ekki eplatré í garðinum okkar? FootinMouth
Systkinin
 
 
Eysteinn er ægilega duglegur að æfa sig á bassann en um leið og hann byrjar að æfa er mín mætt á svæðið.  Þarna er hann í smá pásu að lesa og hún að hnoðast á honum, sem er b.t.w. uppáhalds leikurinn hennar.
 
 
 
 
 
 
 
Mynd004
 
 
 
 
Það er svoooo gaman að klifra uppí rúmið hans Eysteins og þetta er skemmtilegasta leiðin.  Við eiginlega tímum ekki að taka ferðatöskuna frá gaflinum þetta og eyðileggja skemmtilegustu prílu-leiðina.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Mynd007
 
 
 
 
 
Og ein svona í lokin þar sem hún situr á bekknum sem við fengum lánaðan hjá Ásdísi sem leigði íbúðina á undan okkur.  Ægilega sniðugur bekkur sem er líka kista full af legó-kubbum. Rosalegt sport!
 
 
 
 
 
Gott í bili.
 
Ciao! 

Eintóm hamingja!

Jæja, stelpan orðin hress svo við Halldór röltum okkur með hana (já og tókum líka strætó) á vöggustofuna í áframhaldandi aðlögun. Þegar við komum inn hliðið þá skríkti í minni. Jiii hvað hún var ánægð að vera komin aftur og hún ætlaði sko ekki að vera föst í fanginu á mér þegar hún sá sandkassann og reyndi hvað hún gat að skríða frá mér svo ég rétt náði að klæða hana í pollabuxurnar áður en hún renndi sér frá mér. Bettina, sem hefur séð um hana í aðlöguninni, var veik svo það kom bara önnur og settist hjá okkur og eftir svolitla stund þá kvöddum við Jódísi Guðrúnu (sem var sko slétt sama) og röltum í búðina sem er rétt við og notuðum bara tímann til að versla inn á meðan.

Við vorum rétt rúman hálftíma í burtu og þegar við komum aftur sat mín í fanginu á fóstrunni og í kringum þær voru fullt af börnum og nokkrar fóstrur og ein þeirra með gítar og svo var bara verið að spila og syngja. Rosalega gaman!  Hún var voða sátt þarna en þegar hún sá mig fór hún þvílíkt að skæla.  Fóstran sagði alveg um leið að hún hefði verið svo góð, bara að leika sér og ekkert skipt sér af því hvort við værum þarna eða ekki.  Ég sagðist alveg sjá það að hún hefði haft það udmærked Wink

Eysteinn kom heim eftir skólann þvílíkt ánægður eftir daginn, þvílíkt sem við erum hamingjusöm yfir því hvað hann er ánægður þarna.  Hann ætlar síðan að fá það á hreint í hvaða klúbbum þessir félagar hans, sem hann er mest með, eru í svo við getum reynt að skvísa honum í þá. 

Halldór fór síðan í vinnuna og í staðin kom annar Halldór, hópfélaginn minn í kynjafræðinni.  Við vorum ekki búin að spjalla mjög lengi þegar það kom í ljós að við höfðum bæði verið skiptinemar í Paraguay LoLótrúlegt!!!

Halldórinn minn Joyful hringdi síðan og sagði mér frá fundinum sem hann hafði verið á með hljóðdeildinni þar sem fram kom að hann yrði fyrstu 3 mánuðina í gamla leikhúsinu svo færi hann næstu þrjá í Óperuna og eftir það í Nýja leikhúsið.  Það á bráðlega að skipuleggja ferð með hann í þau hús til að sýna honum allt umhorfs þar.  Það var búið að setja hann á plan við hinar ýmsu sýningar og bráðlega á hann að fá sínar sýningar til að stýra í leikhúsinu.  Hann var að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessu öllu, enda er alveg meiriháttar hvernig móttökur hann hefur fengið við Konunglega.  Á morgun á hann svo frí svo þá ætlum við að fara og ganga frá dönsku-námskeiðinu og fleirum praktískum hlutum.  

...Og talandi um dönsku-námskeiðið.  Hann var búinn að tala við kommúnuna (sem býður upp á námskeiðið) og fá alla tíma þess á hreint.  Í boði voru þrjár leiðir, morgun-námskeið 4x í viku, hádegisnámskeið 3x í viku og kvöldnámskeið 2x í viku.  Hann ákvað að velja kvöldnámskeiðin sem eru frá 17-20.  Þegar hann bar það undir yfirmanninn virtist hann ekkert allt of hress með þetta allt.  "Ætlarðu þá að vera að vinna hérna á daginn og vera á námskeiðinu á kvöldin?" -"já!"  Hvað með konuna þína? spurði hann þá.  "-Konuna?"  "-Já, eigið þið ekki tvö börn?" -"Jú." "Og ætlar þú að vera að vinna hérna á daginn og á námskeiðinu á kvöldin?" Þá hafði hann svona ægilega miklar áhyggjur af mér þessi elska Joyful  Svona eru þeir, ekkert nema fjölskyldan.  OMG hvað þetta er annað samfélag en það sem við búum við heima, haha!

Jæja, gott í bili.

Ciao! 


Fjórða vikan að hefjast

Fyrir nákvæmlega þremur vikum síðan vorum við nýkomin heim úr Ikea, ööörþreytt í tóma íbúð. Við sátum á gólfinu um þetta leytið að borða allt of salta pizzu frá Tyrkjunum á horninu. Höfum ekki fengið okkur pizzu þaðan aftur. Rúmið okkar og beddinn sem við keyptum handa Eysteini var rétt ókomið með Ikea sendibílnum en rúmið hennar Jógu var komið upp inní herbergi og ef ég man rétt þá sofnaði hún á leiðinni úr fanginu mínu á koddann sinn, algjörlega búin á því eins og við hin. Við erum mikið búin að tala um hvað tíminn er búinn að vera skrýtinn að líða hérna.  Okkur finnst svo stutt síðan við komum og eiginlega styttra síðan við vorum á leiðinni út, búin að fá jákvætt svar og allt á fullu við að redda öllu.  En svo er svo ótrúlega margt búið að gerast hérna síðan við komum að okkur líður eins og við séum búin að vera hérna í marga mánuði.  Skrýtnar andstæður þetta.

Það er kominn skítakuldi hérna núna og köngulærnar hafa flúið umvörpum inn og beint í ryksuguna okkar. Hitinn er í einhverjum 14-16 gráðunum á daginn og 5 gráðunum á nóttunni.  Enda er mér orðið kalt á nebbanum sem er óbilandi hitamælir og segir nákvæmlega til um hvenær draga á fram vetrarfötin.

 Jódís Guðrún var hálfslöpp í dag og með niðurgang svo ég vildi ekki setja hana á vöggustofuna og var hún því heima í dag.  Þar sem hún var hitalaus setti ég hana þó út en í ullargalla með sængina sína yfir sér.  Hún svaf í rúma þrjá tíma.  Soldið notalegt hjá henni, segi það ekki Joyful  Ég naut góðs af þar sem ég náði að læra heilan helling og Eysteinn kom svo heim úr skólanum alsæll.  "BARA gaman!"

Halldór kom snemma heim úr Konunglega í dag enda búinn að hanga yfir engu svo hann var voða feginn að geta bara farið.  Hann mætir svo ekki fyrr en eftir hádegi á morgun Grin .  Notó! 

Nú er ég að hlusta á frumburðinn spila á bassann, hann er að verða þrusu bassaleikari og Halldór er að komast í þrot með bassastef handa honum að læra. Greinilega með músíkina í sér strákurinn Cool .  

Annars eru bara daglegar skotárásir núna á Nørrebro, yfirleitt á nóttunni en í dag gerðist það bara um miðjan dag.  Rétt um það leyti sem við Halldór vorum að spá í að fara þangað til að versla.  Við vorum voða fegin því að við höfðum ekki nennt og frestað því til morguns því þetta var bara við verslunina sem við ætluðum í.  Í fréttunum hér er ýmist talað um Hells Angels eða innflytjendagengi í tengslum við skotárásirnar. 

Hér hjá okkur er aftur svo rólegt að við heyrum ekki einu sinni í bílaumferð, hvað þá einhverju svona bulli Wink

Nóg í bili.

Ciao! 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband