Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

29. janúar!!! Afmælisdagur!

Whistling Whistling Whistling Whistling 

Hann á afmæli'í dag

Hann á afmæli'í dag

Hann á afmæli' hann Halldoooóóór!

Hann á afmæli' í daaaaaaaag! Grin 

Veeeeeeeeeeeiiiiiiiiii Wizard 

Við fáum örugglega ekki mikið að sjá hann í dag þar sem Bernt var að koma til landsins með allt sitt hafurtask fyrir verkið sem á að setja upp í Óperunni, svo hann verður örugglega á fullu með honum.  Ég er búin að týna hitt og þetta saman handa honum í afmælisgjöf /gjafir, bæði keypt og handgert Grin, af mér og frumburðinum.  

Meira af því síðar Wink


Hringadróttinssaga

Jæja, ríkisstjórnin búin að slíta samstarfi og í sjónvarpsfréttunum á DR1 í gær var sýnt þegar Geir tilkynnti að samstarfinu hefði verið slitið en ég tók eftir skemmtilegum viðbótum á danska textanum.  Hann sagði nefnilega orðrétt ,,Það er niðurstaða milli okkar formanna stjórnarflokkanna að þessu stjórnarsamstarfi sé lokið".  En textinn á dönsku sagði þó aðeins meira: ,,Vi har besluttet at opløse regeringskoalitionen-" og svo kom: ,,-Fordi vi ikke har kunnet løse problemerne".  Hvaðan kom það??? Woundering  Allavega, í gær var mikið fjallað um stjórnarslitin og í sumum fréttatímum var það fyrsta frétt.  

Ég er náttúrulega bara ánægð með þetta og vona að sú stjórn sem tekur við fram að kosningum  geti einbeitt sér að því að vinna að þeim málum sem ,,brýn eru og fái til þess vinnufrið" Tounge.

En áfram að hringadróttinssögu.  Já, Halldór sem sagt fór í gær í BR (leikfangaverslun) og keypti málmleitartæki, ætlað til þess að leita að leita að e-u skemmtilegu í fjörunni en það virkar fínt.  Lóa kom til mín í kaffi eftir hádegi og fylgdumst við spenntar með þegar hann tók upp tækið.  Fljótlega vorum við þó alveg komnar að því að missa geðheilsuna (en samt jákvæðar og brosandi, svona Halldórs vegna) því það virtist vera sem það ætti að væla stanslaust en hætta þegar það finndi málm.  Ýlið var ekkert smá hátt og skerandi  Pinch en þegar Halldór setti það yfir málm hætti það.  Svo það virkaði þó allavega.  Sem betur fer kom þó í ljós (rétt um það leyti sem Halldór var að því kominn að henda tækinu í tunnuna áður en geðheilsan hyrfi endanlega) að hann hafði stillt það eitthvað vitlaust.  Það átti sem sagt bara að pípa þegar það finndi málm.  HJÚKKKKKK!!!!!  Hann var í einhverja tvo tíma að skima yfir garðinn en fann ekkert Frown.  Í dag verður garðinum skipt upp skipulega og farið vel yfir hvern reit.  Ég bara neita að trúa því að hringurinn sé ekki í garðinum.  Hann ER þarna!!!

Annars hafa börnin það bara fínt.  Eysteinn er duglegur að læra og líður vel í skólanum og stelpan að mynda betur og betur orð og nú eru komin orð eins og Hæ, mamma, NEI, babba, dudda, jæja sem eru skýr og svo eru önnur orð meira svona babbl ennþá.  En hún er farin að skilja heilmikið og maður getur orðið beðið hana að fara með bleiuna í ruslið, gefa pabba/mömmu/Eysteini og ýmislegt fleira.  Þessi tími finnst mér alveg óskaplega skemmtilegur, þegar skilningurinn er að verða meiri og meiri og orðin að fara að koma líka.


Þvílík vika!!!

Já, við kvöddum þau Jón og Valgerði á mánudagsmorgun og uppfrá því fór vikan bara versnandi (Af hverju í ósköpunum voruð þið að fara?? Crying)  Halldór týndi veskinu sínu og það er algjörlega tapað, búið að snúa öllu við og fara á síðustu staði með tilheyrandi grandskoðun á leiðinni.  Svo reyndar gengu næstu dagar ágætlega fyrir sig og hann fékk símtal um að mæta til vinnu á föstudeginum að vinna fyrir fyrirtæki sem heitir Show Crew að setja upp svið fyrir e-a stórtónleika.  Þeir eru með lista yfir fólk (m.a. Halldór) og hringja svo þegar einhver verkefni eru.  Nema hvað, hann fór þarna á föstudaginn og allt gekk voða vel bara og já, hann passaði bakið voða vel enda skildist mér á honum að þetta væri lítið um puð og meira svona handlangaravinna -eins gott!  Allavega, svo í gær þá er bara allt í rólegheitunum þegar rafmagnið skyndilega fer af og öll öryggi heimilisins sett í hina mjög svo nútímalegu rafmagnstöflu, en ekkert virkar og ég hringi þá bara í Dong -rafmagnsveituna hér, sem segir mér að eitthvað hafi bilað í næstu götu og unnið sé að viðgerð.  Í því hringir Pétur og segir að þau Einar og Marta (kærasta Einars) séu niðri í bæ og við ákváðum bara endilega að drífa okkur að hitta á þau og losna úr rafmagnsleysinu um leið.  Þegar við svo ætlum að setja stelpuna í kerruna þá var sprungið á einu dekkinu GetLost.  Við ákváðum nú samt að láta þetta ekki slá okkur út af laginu og héldum á stelpunni, og eiginlega nánast á kerrunni líka, uppá torg og stukkum svo bara útúr strætó við næsta hjólreiðaverkstæði sem við sáum.  Þar keyptum við nýja slöngu og gátum haldið för okkar áfram.  

Við sátum svo bara á kaffihúsi með þeim og spjölluðum og buðum svo Pétri með okkur heim í pizzu, sem hann og þáði, og röltum okkur heim á leið.  Ég setti í eina pizzu og var með gluggann galopinn í eldhúsinu, eins og ég geri svo oft þegar ég er að elda svona til að vinna með viftunni Joyful en þegar allt er tilbúið og við að byrja að borða þá fer ég inní eldhúsið og ætla að loka glugganum.  Við getum orðað það þannig að af minni hálfu þá erum við Halldór ekki trúlofuð lengur.  Allavega ber ég enga sönnun þess efnis þar sem þegar ég teygi höndina út til að loka glugganum þá flýgur hringurinn af mér og ég heyri bara ,,ding-ding-ding!" þarna í myrkrinu og sá ekkert hvert hann fór eða neitt.  Ég tek andann á lofti þegar þetta gerist og segi ,,Ónei!!!" Og þá heyrist innan úr stofu ,,-Hentirðu hringnum út um gluggann?"  

Við átum pizzuna og svo var bara farið í það að leita að hringnum.  Já, búnaðurinn var tveir farsímar með vasaljósatýru á og eitt pennavasaljós.  Það virkaði reyndar ágætlega ef því var haldið svona 3 cm fyrir ofan leitarsvæðið og gaf ljósglætu á eins og um 5 cm radíus.  Auðvitað var ekki nokkur sála heima í húsinu svo við gátum engan talað við til að fá ljós eða neitt en svo sóttum við reyndar lampa með góðu ljósi sem við framlengdum út í garð.  En þriggja tíma leit bar engan árangur svo við ákváðum bara að reyna betur í dag þegar það væri orðið bjart.  Feðgar leituðu í morgun, mæðgin leituðu eftir hádegið og fjölskyldan leitaði svo í heild sinni þarna skömmu síðar fyrir myrkur.  Við fínkembdum svæðið og það eina sem hafðist uppúr því eru hreinsuð beð (vá, draslið sem við tíndum úr runnunum) sem gerir að verkum að vorhreingerning í garðinum er óþörf.  Við meira að segja gerðum ítrekaðar tilraunir með hringinn hans Halldórs, bundum smá fjólubláan bandspotta við hann (til að týna honum nú ekki líka!!!) og svo henti ég honum út um gluggann en það eina sem fékkst út úr því var laskaður trúlofunarhringur og að við sáum að hringurinn minn gat verið HVAR SEM ER í garðinum Pinch.  Þegar öll von var úti (eða þolinmæði) um að finna hringinn þá ákváðum við að reyna að leigja málmleitartæki á morgun og ætlum við að athuga hvort það séu ekki einhverjar leigur hérna með slíkt.  

En svo loksins gerðist nú eitthvað jákvætt.  Kalli kom til okkar og við buðum Pétri líka og var ég þá búin að smella dýrindis lambalæri í ofninn og ég átti meira að segja eina Ora baunadós eftir til að traktera með lambinu.  Þetta náttúrulega var bara algjört sælgæti og Kalli keypti svo ægilega gott rauðvín með Joyful.  Lambið klikkar ekki! Grin Takk fyrir okkur!!!

Nú, svo á morgun eru bara of fáir tímar í sólahringnum, er að fara með stelpuna í sprautu í fyrramálið og finna þetta tæki, læra, FINNA HRINGINN!!!!!! og ýmislegt og svo fjöldamargt fleira.

Ég læt vita hvernig gengur og ÞEGAR ég verð orðin trúlofuð á ný!  

-Kannski ég ætti að ,,lista mig sem single á Facebook?" Woundering 


Ástandið

Nú er ástandið á heimilinu svipað og fyrir 100 dögum síðan.  Maður situr bara límdur við alla fréttatíma og með útvarpið í botni að fylgjast með enn einu ástandinu heima.  Hitinn í mótmælunum er orðinn ansi mikill.  Væri ég á Íslandi hefði ég mætt, bæði í gær og fyrradag og héldi áfram að mæta og haft hátt og vera með læti.  

Kröftug mótmæli

Ég styð þessi mótmæli 100% en þykir jafnframt miður að skemmdarvargar og ofbeldisseggir geti nýtt sér þessar aðstæður til að ganga of langt svo að fólk slasast.  Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að fleygja gangstéttarhellum að lögreglunni?  Og hvernig dettur mönnum í hug að reyna að kveikja í dyrum Alþingishússins.  Það er náttúrulega bara með ólíkindum hvað fólki dettur í hug.  En þetta gerir þau kröftugu mótmæli ekki minni sem staðið hafa yfir þessa tvo daga.  Það má ekki gleyma því að þetta eru aðeins örfáir og það má því heldur ekki gleyma þeim þúsundum sem ekki eru með ofbeldi og ,,skrílslæti".  Lögreglan er heldur ekki saklaus og mér finnst álíka mikill múgæsingur hafa skapast innan raða lögreglunnar og hjá mótmælendum.  Gáttuð horfum við uppá lögregluna ráðast gegn mótmælendum af hörku og piparúðanum beitt eins og vatnsbrúsa GAS GAS GAS!!! -þegar augljóst er að þess þarf ekki. 

Lögreglan virðist beina piparúðanum að myndatökufólki vísvitandi (visir.is)

 

Og í morgun trúði ég vart mínum eigin augum þegar ég sá að táragasi hafði verið beitt.  Skiljanlega hefur lögreglan verið orðin logandi hrædd eftir að þrír liðsmenn þeirra voru sendir slasaðir á bráðamóttökuna.  En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag.  Maður trúir því hreinlega ekki að myndirnar sem sýndar eru séu frá miðborg Reykjavíkur en ekki Kabúl. 

 Undanfarna 15 laugardaga eða svo hafa verið skipulögð mótmæli á Austurvelli þar sem þúsundir fólks hafa safnast saman í friðsamlegum mótmælum en samt er valdníðsla fólksins sem í okkar umboði á að vera að stjórna landinu svo mikil að það glottir að þeim.  Fólk hefur troðfyllt sali þar sem borgarafundir hafa verið haldnir og Ingibjörg Sólrún vogar sér að segja að fólkið sem mótmælir sé ekki endilega talsmenn þjóðarinnar.  Fyrir þessi ummæli situr hún ekki lengur í mínu umboði, svo mikið er víst!  Ég ætla rétt að vona að þarna hafi hið skelfilega heilamein verið að tala en ekki hún.  Og svo heimta þau vinnufrið.  Já, vinnufrið til hvers?  Hvað er búið að gera?  Hver hefur verið leiddur til ábyrgðar?  Hverjum er búið að gefa reisupassann? -öðrum en almenningnum í landinu sem í hverri viku er verið að segja upp vegna niðurskurðar, verkefnaskorts, peningaleysis o.s.frv.  Á 100 dögum hefur lítið annað verið gert en að halda blaðamannafundi þar sem tilkynnt er að verið sé að ,,vinna í málinu".  

Já, ég er bara hundreið!  Vörur hafa hækkað um tugi ef ekki hundruð prósenta á meðan fólk þarf að taka á sig launalækkanir eða atvinnumissi og sér fram á að missa þakið yfir höfðunum á sér með tilheyrandi gjaldþrotum og það eina sem við höfum fengið að sjá eru plástrar sem hefur verið útbýtt til okkar, svo sem og frysting lána og þess háttar.  Um leið og plásturinn rofnar erum við stödd á sama stað eða jafnvel enn verri.  Og þessu er ,,skríllinn" að mótmæla með ,,skrílslátum" svo ráðamenn þjóðarinnar fá bara ekki vinnufrið til að... álykta.  Nóg af ályktunum við þurfum aðgerðir!  

Hér er lítið sem ekkert skrifað um þetta og ég hef enn ekkert séð í fréttatímunum.  Það kom reyndar frétt bæði í Berlinske tiderne og Jyllandsposten eftir fyrsta kvöldið um mótmælin þar sem fram kom að lögreglan hefði beitt piparúða á mannfjöldann en ekkert hefur verið skrifað eftir það.  Kannski finnst þeim þetta lítilfjörlegt miðað við fréttir af mótmælum hér í nótt og af manni sem drap móður sína og þess háttar.  Maður veit ekki.


Þriðja tönnin þeink jú verí möts!

Já, þriðja tönnin í tanngarði Jódísar Guðrúnar ku hafa litið dagsins ljós á föstudaginn.  Þetta er reyndar augntönn hægra megin í efri góm en hinar þrjár, framtennurnar og hin augntönnin, eru aaaalveg að koma.Joyful

Hún var lasin þegar Jón, Valgerður og Júlía Birna komu til okkar á föstudaginn svo við mæðgur vorum heima meðan Halldór tók á móti þeim úti á flugvelli.  Mikið óskaplega var nú gaman að fá þau svona óvænt.  Þau komu náttúrulega ekki tómhent og fengum við tösku fulla af fiski, kleinum, flatkökum, nammi og ég veit ekki hverju og hverju.  Takk Gurrý Grin!!!  

Það var náttúrulega blaðrað um alla heima og geima og spilað leirspilið og partýspilið og ég veit ekki hvað og hvað þar til klukkan var langt gengin í.... jah.. allavega langt gengin.  Á laugardaginn fór svo öll hersingin í Fields nema við mæðgur þar sem þetta var fyrsti dagurinn þar sem Jóga var hress og ekki óhætt að fara með hana út í kuldann strax.  Það var nú bara allt komið í ró hér fyrir 11 um kvöldið enda flestir þreyttir eftir daginn og svefnleysi tveggja síðustu nótta.  Þau heimsóttu svo vini á Kagså kollegíinu á sunnudeginum meðan við höfðum það rólegt heima.  Við mættumst reyndar í ekta íslensku slagviðri þegar við Halldór og Jódísin fórum í göngutúr út í búð að sækja í matinn og völdum við okkur öll dýrindis kjúklingabringur sem Valgerður vafði svo inn í beikon og steikti.  Ægilega gott.  Það var nú ekki hægt að enda kvöldið án þess að taka í einn, tvo eða 15 kana Grin.  En svo kom náttúrulega mánudagurinn og við þurftum að vakna (sem var pínu erfitt) og kveðja (sem var enn erfiðara Errm) og koma stelpunni á vöggustofuna (sem var ekki svo erfitt Tounge -sérstaklega þar sem við gátum þá farið heim og jafnað ( Sleeping ) okkur eftir vökur næturinnar).

Það var alveg frrrrrábært að fá fjölskylduna hingað til okkar og við þökkum alveg mikið kærlega fyrir komuna og okkur Smile


Jeminn eini...

... bara kominn 15. janúar og ég ekkert búin að blogga í rúma viku Blush sorrý!.. 

Stelpan er að mannast meira og meira með hverjum deginum og núna sungum við áðan saman lagstúfinn ,,lala-lala-lala ljúfa"  eða ,,jaja-jaja-jaja-jaja-jaja-jaja úva".  Svo er orðið ægilega erfitt að fá hana í kerruna, eftir að hún fékk fínu skóna sína verður hún helst að fá að labba allt sjálf og þá má sko ekki leiða hana.  Við Eysteinn skruppum með hana á laugardaginn í Spar -búðina rétt hjá, og þegar við vorum búin að vera í ca. 20 mín. að ganga hálfa götuna, því hún var alltaf að detta og fara eitthvað annað og við máttum alls ekki leiða hana.. þá bara varð ég að taka hana með valdi upp í kerruna.  Okkur langaði bara að vera komin aftur heim fyrir næstu áramót.  

Á sunnudaginn skruppum við í dagsferð til Farum, æskustöðva minna í Danmörku Grin.  Við ætluðum að nýta daginn og ganga svolítið um en vegna formgalla komumst við ekki af stað fyrr en uppúr hádegi og höfðum því rétt tíma til að skreppa upp í Midpunkt (þar sem við bjuggum) og í Bytorv (verslunarkjarnann rétt við).  Ég sýndi Eysteini gamla skólann minn og við röltum að sjálfsögðu í blokkina okkar og um hverfið.  Næst verðum við að mæta snemma að morgni dags og ganga niður að vatni og svona.  Þetta var samt alveg yndislegt.

Við sóttum Jódísi Guðrúnu lasna á vöggustofuna um miðjan mánudaginn og þá er víst ægilega leiðinleg pest að ganga og hálf vöggustofan liggur (sko börnin, ekki húsið sjálft).  Hún var með smá hitavellu en ekkert til að tala um.  Hún var nú enn svolítið slöpp á þriðjudag og miðvikudag en í dag ákváðum við að fara með hana þar sem hún var alveg hitalaus þessa tvo daga á undan.  Þegar við vorum hins vegar komin úr strætisvagninum var hún einhvern vegin ekki alveg eins og hún átti að sér og ægilega föl greyið svo okkur fannst ekkert vit í öðru en að fara bara með hana heim aftur.  Sem betur fer gerðum við það því hún hélt eiginlega bara áfram að slappast upp í dag og þegar ég lagði hana áðan var hún komin með hita aftur Frown.  Ég fór í Føtex í gær og fjárfesti í Lýsi... nú verður þetta tekið með trukki þannig að þetta verða SÍÐUSTU VEIKINDI HENNAR Á ÞESSARI ÖNN!!!!!!! Hér eftir verður einungis hafragrautur og Lýsi í boði á morgnana  á þessu heimili.  Ja, nema kannski um helgina, því Jón og Valgerður -ásamt þeirri stuttu- koma í fyrramálið til okkar Grin og ég verð nú að bjóða þeim uppá eitthvað annað með, er það ekki? Joyful

Annars hefur þessi vika bara gengið út á atvinnuleit og þess háttar og lítið að frétta í þeim málum.  Það koma fréttir um leið og eitthvað breytist.

Skólinn byrjaði hjá mér í gær, bara með hefðbundinni kynningu á efni og þess háttar og ætti að vera kominn á fullt skrið eftir helgi.  Svo við erum öll að komast í rútínuna okkar aftur Joyful.  Það er fínt.

Myndir frá Farum koma von bráðar inn, eigum eftir að tæma vélina Halo


Óperuferð og kjetsúpa

Já, það var nefnilega þannig að þegar við Halldór komum við í Óperunni í gær þá var okkur boðið að koma á æfingu verksins Bróðir minn Ljónshjarta sem frumsýna á núna á föstudaginn.  Ég að sjálfsögðu, eins og góðri móður sæmir, sendi drenginn með miða í skólann að hann þyrfti að fara til læknis og þyrfti því að fara fyrr úr skólanum, eða klukkan 10.  Við vorum mætt niður í Óperu fyrir hálf tólf og vorum fyrst til að ganga inn í salinn þar sem passinn hans Halldórs gekk enn að öllum dyrum Wink og náðum því bestu sætunum í salnum, á fyrstu svölum fyrir miðju.  Það voru þó nokkrir á æfingunni, aðallega skólakrakkar (sem betur fer ekki skólinn hans Eysteins Crying) en þó allir það gamlir að við þurftum ekki að hafa nokkrar áhyggjur af látum eða ónæði að öðru leyti frá þeim.  

Þegar sýningin svo byrjaði var ég guðslifandi fegin að salurinn var myrkur og við hliðina á mér sætu mennirnir í lífi mínu því tárin bara streymdu niður í stríðum straumum.  Litla leikhússjúka hjartað mitt var búið að vera í fráhvarfi í allt of langan tíma og svo var þetta náttúrulega bara svo stórkostlegt. Halldóri varð á orði eftir sýninguna að hann hefði ekki gert sér grein fyrir að upphaf sýningarinnar væri svona sorglegt LoL.  Þvílík sýning!!!  Þetta var ótrúleg upplifun, söngvararnir svo flottir og leikgerðin öll svo ótrúlega flott og spilamennskan maður... úfff!!!  Enda var þetta band upp á einhver 30 manns eða svo.  Það var lítil nett kona sem lék og söng Snúð litla (eða Tvíböku, eins og hann heitir upp á dönsku og örugglega sænsku þá líka) og svo ungur karlmaður fyrir Jónatan.  Þau voru bæði náttúrulega bara frábær, svo og allir hinir.. að sjálfsögðu Joyful.  Þetta var náttúrulega allt sungið á dönsku en það besta var að það var textaskilti fyrir ofan sviðið svo maður náði alveg að fylgjast með og Eysteinn líka.  Einstaka sinnum spurði hann mig um hvað eitt og annað orð þýddi en annars náði hann algjörlega að fylgja sýningunni.

Frammi í hléi við eina af ljósakrónum Ólafs Elíassonar 

 

 

 

 

Miðja Óperunnar stendur akkúrat á miðju Amalienborgar sem er þarna í baksýn

 

 

 

Íburðurinn er mikill í Óperunni

 

 

 

 

 

 

 

Í bestu sætunum...

 

 

 

...eins og sjá má ;)

 

 
 
 
 
 
 
 
 
Loftið er húðað 24 karata gulli :o
 
 
 
 
 
 
 
Endilega smellið á myndirnar til að stækka þær og sjá skýringu með þeim.  Á fyrstu  og þriðju mynd má sjá utan á sýningarsalinn, timburklædda kúlan, og brautirnar sem liggja inn á salinn á hæðunum.
 
 
 
Við tókum að sjálfsögðu bátinn yfir á Nyhavn á heimleiðinni og skólastelpur sem höfðu verið á sýningunni skemmtu sér aaaaalla Nyhavn á því að reyna að ná háum skerandi óperutónum við misjafnar undirtektir samferðamanna Woundering.
 
Eftir að heim var komið var tekið til við súpueldamennsku því við höfðum boðið Lóu og Þresti í kjetsúpu.  Já, við höfðum nefnilega geymt helming lambalærisins sem við borðuðum á sunnudaginn (því við fjölskyldan torgum ekki nema hálfu læri Tounge) og sáum okkur mikið gott til glóðarinnar að fá okkur væna kjötsúpu með eðals kjöti.  Það var mikið ummað og sötrað við matarborðið og eftir dágóða stund tókum við eftir því hvað yngsti meðlimurinn var þögull.  Jódís Guðrún var mjög upptekin við það að skófla upp í sig kjötsúpustappinu sem var á disknum hennar og fannst það ekki síðra en okkur hinum.  Gestirnir stöldruðu ekki lengi við eftir matinn enda vinnudagur framundan (hjá Þresti LoL).  Þetta var sko bara fullkominn endir á annars fullkomnum degi Joyful.

Það eru víst ekki alltaf jólin!

Nei, nú eru þau að baki, Kertasníkir farinn til dönsku fjallanna og eftir sitjum við í sykursjokki með allt of stóra maga.  Eysteinn Aron byrjaði í skólanum aftur í gær og Jódís Guðrún á vöggustofunni.  Ég held að þau hafi bæði verið hæst ánægð með það.  Allavega var sú stutta ekkert leið yfir því að þurfa að vinka bless þegar við afhentum fóstrunum hana með kökkinn í hálsinum.  Leið okkar lá svo niður á kommúnu og Job-center að skrá Halldór atvinnulausan og koma honum á atvinnuleitarlista.  Nú er hann því formlega orðinn atvinnulaus.  Við skemmtum okkur mikið við að gera ferilskrá hans þar og skrá hitt og þetta á tölvutæku eyðublöðin sem við ekki skildum því við höfðum ekki alveg gert ráð fyrir því að þurfa orðabókina meðferðis í þessa för.  Þetta tók sko ekki lítinn tíma skal ég skrifa ykkur en að þessu loknu röltum við um bæinn í nýstingskulda eða um 10 gráðum í mínus sem samsvarar örugglega um 15 stiga frosti heima.  Kræsst það var kalt!!!  Við komum m.a. við í Frúarkirkjunni og dáðumst að ótrúlega fallegum höggmyndum hins íslenska Bertel Thorvaldsen (þó Danir vilji nú eigna sér hann Tounge) og settumst svo á lítið og sætt kaffihús og fengum okkur kaffi áður en við sóttum stelpuna aftur á vöggustofuna.  

Eftir að við skiluðum dömunni af okkur á vöggustofuna í morgun fórum við í Óperuna þar sem Halldór þurfti að skila af sér bók sem hann hafði fengið að láni hjá vini sínum þar og ég notaði tækifærið og lét hann villast með mig um húsið.  VAAAAAAAAAAAAAAÁÁÁÁÁÁVÁVÁVÁVÁ!!!!!  Þvílíkt og annað eins.  Þetta er alveg ótrúlega ótrúlega.... ÓTRÚLEGA flott bygging!!! Gasp  En á leiðinni þangað tókum við Metro-inn niður á Christjanshavn og þurftum að bíða óvenjulengi eftir strætó þar sem brúin við Torvegade (skurðinum rétt við Metro-stöðina) var opnuð fyrir skipi sem sigldi þar um.  Glöggir greinendur sjá brúnna uppi við enda götunnar á þessari mynd.  Munið að hægt er að stækka myndina tvisvar sinnumLoL)

DSC00656

 

 

 

 

 

 En á þessari mynd stend ég á efstu svölunum inní salnum í Óperunni, sem sést allt of lítið náttúrulega.  

DSC00658

 

 

 

Halldór sýndi mér m.a. inn í hljóðklefann í salnum og þó ég þekki nú lítið inná mixera og allt sem því tengist var það augljóst að hér var um geeeeeðveikar græjur að ræða.  Það varð nú líka að smella einni af honum við græjurnar Joyful

DSC00659

 

 

Eftir skoðunartúrinn og spjall við fyrrum kollega Halldórs tókum við bátinn yfir að Skuespilhuset þar sem Lóa beið okkar í kaffihúsinu.  Ef vel er að gáð má sjá hana sitja inní húsinu á bak við, á kaffihúsinu á neðstu hæð, alveg í horninu lengst til vinstri LoL.  Við sátum þar í góðan tíma og spjölluðum áður en við Lóa fórum í smá leiðangur að skoða bæinn og útsölur þess.  Það verður þó ekki sagt að húsið hafi verið fyllt með útsöluvörum eftir þessa ferð Blush.

DSC00661
 
 
 
 
 
Ég kom heim í tæka tíð til þess að Halldór næði dönskutímanum sínum og við Eysteinn elduðum okkur svo fínar kjötbollur í matinn og sú stutta át með þvílíkri lyst eina heila kjötbollu og kartöflu stappaða saman.  Þetta fannst henni gott!!!  Reyndar er hún algjörlega botnlaus þessa dagana, borðar og borðar og borðar.  Hún hlýtur að vera að taka einhvern vaxtakipp, gleypir einn banana á no time og heimtar svo meira að borða!  Hún fékk sína fyrstu almennilegu skó í gær þar sem við fundum svo æðislega góða og sæta gönguskó á hana á 40% afslætti, fegin að hafa beðið eftir útsölunum.  Hún spígsporar hér um allt á þeim og blaðrar út í eitt ,,Blöðreblöðreblöðre..."  Hún er náttúrulega heimsmeistari í krútti. 
DSC00588
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eeeeen ég hlakka svo til á morgun að það er nú ekkert LÍÍÍTIÐ!!!!! Neeeeeei... ég ætla sko ekki að skrifa frá því núna Joyful það verður nefnilega sko að bíða til morguns.   JIIIIIII Ég hlakka svo til!!! 

Á fyrsta degi jóla...

...þ.e. jóladegi, þarna daginn eftir aðfangadaginn sko!  Já, þá höfðum við ætlað að elda okkur hangikjet en þar sem svo mikill afgangur var eftir þá bara höfðum við hlaðborð með restinni af súpunni, ég hitaði möndlugrautinn upp aftur og sauð kartöflur og hitaði sósuna með lærinu.  Við náðum að klára grautinn, humarinn kláraðist í súpunni, jú og það var nú ekki mikið eftir af henni sjálfri Tounge en enn var þónokkuð eftir af lærinu GetLost.  Dagurinn var tekinn með svo miklu afslappelsi að annað eins hefur nú bara hvorki sést né heyrst um áraraðir.  Við pabbi púsluðum og púsluðum og Eysteinn hjálpaði okkur inná milli þess sem hann spilaði Playstation 3 (sem ég man ekki hvort ég var búin að skrifa að hann keypti sér fyrir jólagjafir ásamt pening sem hann hefur náð að spara sér í dulítinn tíma) svo þetta var hinn mesti kósídagur (heyrðu.. ég man það núna að ég reyndar skúraði þarna og þreif svolítið á milli þess sem við lágum í kósíheitunum Joyful).  Um kvöldið horfðum við svo bara á See no Evil, hear no evil og hlógum okkur vitlaus að vitleysunni í myndinni.  Við höfðum ekki séð hana í e-r 15-20 ár svo það var bara eins og að sjá hana í fyrsta skipti.  

En annar í jólum litaðist nú svolítið af því að pabbi var að fara.  Við höfðum það nú svo sem óskaplega kósí og náðum næstum því að klára púslið!  En þó ekki alveg.  Við fylgdum honum niður á Nørreport milli 5 og 6 þaðan sem hann tók Metro á flugstöðina.  Við fórum svo heim og tókum til við að undirbúa heimsókn Lóu og Þrastar en það hafði verið ákveðið að þau kæmu til okkar með spil og afganga, sem þau og gerðu og það hafði líka verið ákveðið að þetta yrði svona nokkurs konar náttfatapartý.  Við vorum því bara öll á kósífötunum í flíspeysum og þess háttar.  Við settum í tartalettur afganga af lambinu frá okkur og öndinni og hangikjötinu frá þeim og svo komu þau líka með laufabrauð og ég tók út nokkrar flatkökur og þetta var alveg meiriháttar.  Þessu var svo bara skolað niður með rauðvíni og bjór og við sátum svo fram á nótt að spila Papidough (leir-pictionary) sem við fengum í jólagjöf og spil sem þau höfðu tekið með.  Þetta var alveg hrikalega gaman.  

Við vorum nú svolítið framlá hérna daginn eftir en þurftum að vera spikk og span um kvöldið þar sem Einar (gamli bekkjarfélagi minn og góðvinur Halldórs) og kærastan hans, Marta, höfðu boðað komu sína.  Þau komu með spilin með sér og fram á nótt (aftur) var tekinn kani og vínglösin aftur tekin upp.  Já, þetta var náttúrulega bara alveg rosalega skemmtilegt en þarna á sunnudeginum þá vorum við nú orðin svolítið búin á því.  Ég tók mér góðan göngutúr með stelpuna umhverfis vatnið og reyndi að hressa mig aðeins við.  Maður var orðinn hálfgerð klessa hérna skríðandi um gólfið í leit að mat og svo upp í sófa aftur.  Úfff!!!

Það dró nú svo sem ekki mikið til tíðinda fyrr en á gamlárskvöld, þá höfðum við Lóa og Þröstur ákveðið að eyða því kvöldi saman og þar sem við erum með þetta litla kríli með okkur þá verður okkar heimili yfirleitt fyrir valinu þar sem við getum þá verið lengur með, annars þyrftum við alltaf að fara svo ægilega snemma.  Þannig að... ég skellti kalkúninum inn í ofninn um hálf þrjú leytið og þau komu svo upp úr sjö með fyllinguna tilbúna og eftirrétt og ég veit ekki hvað og hvað.  Þetta heppnaðist allt svona afbragðs vel að við ummuðum bara út í eitt hérna við borðið.  Kalkúnninn var akkúrat, fyllingin svona rosalega góð með honum og kartöflurnar... já þær voru rosalega vel brúnaðar hjá mér Grin en ég verð að fara að passa mig og hafa nóg af þeim, ég er að verða eins og mamma, alltaf með of lítið af kartöflum!  (En þetta slapp nú alveg og meira að segja 3 í afgang, en samt..)   

Við gamlársborðhaldið

 

 

 

 

 

 

 

Annállinn

 

 

Við horfðum á annálinn og svo á skaupið í gegn um netið og hlógum þvílíkt.  Það var bara alveg frábært að okkar mati og maður skildi ástandið jafnvel að nokkru leyti betur eftir útskýringarnar þar en þær sem maður hingað til hefur fengið í gegn um fréttatíma og blaðamannafundi.   Það var þó orðið nokkuð erfitt að sjá síðustu mínúturnar þar sem svo mikið var um flugeldana að maður heyrði orðið varla nokkuð og svo sogast ég bara alltaf ósjálfrátt að svona flugeldum Tounge.  

 

Eftirrétturinn

 

 

 

 

 

 

 

Flugeldashow

Áramótin voru haldin bæði íslensk og dönsk og skálað klukkan 12 að íslenskum tíma.  Flugeldum skotið upp og svo bara kjaftað langt frameftir.  Stelpunni datt reyndar í hug að fara að vakna um það leyti sem við vorum að skríða uppí þarna um 4 leytið og Eysteinn vildi endilega fá að kúra inni hjá okkur svo þeir feðgar lágu saman og Halldór hélt í stelpuna alla nóttina.  

 

Ég tók svo við af honum upp úr hádegi og greyið gat farið að leggja sig.  Dagurinn fór samt voða mikið bara í kósíheit par Exelance!  Í gær, 2. janúar, fórum við hins vegar í góðan leiðangur og hresstum okkur vel við.  Pétur Steinsen kíkti svo á okkur um kvöldið og horfði með okkur á Bond o.fl.

Í morgun vöknuðum við mæðgur saman löngu á undan feðgum og þá tók ég þessar myndir af henni í náttkjól sem var í poka með fötum af mér frá því ég var lítil.  Ég geri því ráð fyrir að ég hafi einhvern tímann notað þennan líka Joyful

Sæt í náttkjól

 

 

Sæt í náttkjól II

 

 

 

Sæt í náttkjól III

 

Já... árið hefur bara byrjað vel hjá okkur Joyful

 


GLEÐILEGT ÁRIÐ 2009 !!!

Wizard Wizard Wizard Wizard 

Já við fjölskyldan erum búin að hafa það svo afskaplega notalegt í dag að Halldór er sá sem nærst hefur komist því að fara út fyrir hússins dyr þegar hann teygði sig í gluggann á baðinu til að loka honum. Segir meira en svo mörg orð Tounge.

Já, við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum svo innilega og hjartanlega fyrir öll þau gömlu og afar góðu sem liðið hafa með ógnarhraða.

Tölvuknús til ykkar frá okkur! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband