Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hún var nú allavega mjög tillitssöm í þetta skiptið.

Já, ég fékk að taka prófið á mánudaginn var áður en stelpan kom svo heim frá vöggustofunni... með hita Crying.  Hann jókst svo bara um kvöldið og í gær var hún orðin alveg hundlasin. 

En svo við byrjum nú á byrjuninni þá fórum við fjölskyldan saman í bakaríið á sunnudaginn og keyptum þessar líka flottu fastelavns-bollur.

Eysi Rock!

 

Namminammi bollur

 

Brosir svo blítt til bróður síns

 Það var nefnilega fastelavn á mánudeginum.  Þá fór bekkurinn hans Eysteins í dýragarðinn í tilefni dagsins, víst orðin eitthvað of fullorðin fyrir búninga og þess háttar.  Fyrir þá sem ekki þekkja (sem ég held að séu ansi fáir) þá er fastelavn svona sambland af öskudeginum og bolludeginum.  Búningar, kötturinn sleginn úr tunnunni og allt það og svo bollurnar með rjómanum og súkkulaðinu.  Þá rifjast nú upp fyrir mér fastelavn fyrir 23 árum síðan þegar tvær stöllur gengu í búningunum sínum íbúð úr íbúð í Farum-midpunkt, syngjandi:

Bolle op, bolle ned,

bolle vil jeg have.

Hvis jeg ingen bolle får,

så laver jeg ballade. 

Svo lærðum við enn sniðugri söng sem gæfi meira í aðra höndina og sungum þá:

Penge op, penge ned,

penge vil jeg have.

Hvis jeg ingen penge får

så laver jeg ballade.

Ef ég man rétt þá fengum við nú eitthvert klink þarna eftir daginn, en ég man samt mest eftir því að einhver sagðist ekki eiga pening og gaf okkur sitthvort eplið.  Vá hvað við vorum skúffaðar.  Epli!!! FootinMouth

En á vöggustofunni átti að vera einhver skemmtun um daginn og krakkarnir máttu koma í búningum.  Ég steingleymdi þessu náttúrulega, enda sá ég heldur ekki hvernig sú stutta myndi höndla það að vera í einhverjum búning, held hún hefði nú rifið sig úr honum fljótlega.  Svo ég setti hana bara í sæt föt og setti svo smá svona framan í hana.  Það var ekki auðvelt, en mikið sem okkur fannst hún krúttleg á eftir.

Fastelavns-kisa

 

Snúllurass
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En, eins og fyrr sagði, svo kom hún heim lasin. Hún var komin með góðan hita um kvöldið og daginn eftir var hún alveg orðin hundlasin með háan hita.  Hún skiptist bara á að vera í fanginu á mér og pabba sínum.  Í gær var hún svo voða slöpp fyrri part dags en hresstist um allan helming seinni partinn.  Þá tókum við þessar myndir af henni:
Lítill lasarus ILasarus að lesa bókLasarus að pota í nebbaLítill lasarus II
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þarna má sjá hana nokkuð káta, svo erum við búin að vera að læra hvar nebbinn er og bumban og munnurinn og svona og henni finnst voða gaman að pota í nebbann sinn og mömmu og svona.  Þarna má líka sjá hana lesa í uppáhaldsbókinni sinni þessa dagana, hún kemur með þessa í tíma og ótíma, klifrar uppí sófa til manns og vill að við lesum bókina saman.  Svo geltir hún yfirleitt þegar hún sér bangsann á síðustu myndinni LoL.  Ekki alveg búin að ná muninum milli dýra.. eða allavega ekki hvað dýrin segja Tounge.  Hún er farin að skilja svo mikið að maður er eiginlega ekki farinn að átta sig á því.  Halldór bað hana t.d. um að sækja skóna sína og hún sótti annan skóinn sinn fram og þá bað hann hana um að sækja hinn skóinn, sem hún og gerði.  Auk þess sem maður getur orðið spurt hana að hinu og þessu sem hún svarar þá með því að hrista hausinn eða kinka kolli... og svarar þá yfirleitt rétt Grin.  
 
 
 
 
 
 
 
Svo er hún komin með ægilega dellu fyrir einu.  Þá tekur hún púða sem Eysteinn saumaði, sem er með svona handfangi og setur hann á handlegginn, eins og hún beri veski, og segir svo ,,Hæ hæ" (bless bless í þessu tilviki, þar sem hæ þýðir bæði hæ og bæ hérna) og vinkar, röltir svo með gönguvagninn sinn í burtu á ganginum.  Hér má sjá æðislegar myndir af því, þarna var ég búin að klæða hana í skó því við vorum að fara út og hún setti húfuna á sig sjálf og fann til vagninn og ,,veskið" og vinkaði bless!
Og lögð af stað :)Hún er svo dugleg Joyful
Tilbúin í kaupstaðarferð

Hvað er...

...eiginlega að gerast með gamla fjölbrautaskólann minn???  Þennan fyrirmyndaskóla allra skóla!  Fréttir af tveimur líkamsárásum þaðan í sömu vikunni!!!Gasp

Ég er bara svo hneyksluð!!!Woundering 


Af gefnu tilefni...

...skal það hér með sagt að á meðan flestir foreldrar eiga í erfiðleikum með að koma kartöflunum ofan í börn, ekki bara kjetinu eða fisknum, þá eigum við í mestu vandræðum með að koma aðalréttinum í barnið, hún vill bara kartöflurnar.. og er vitlaus í þær!

Ætli hún sé eitthvað skyld Guðrúnu Jóhannsdóttur?  Hmmmm???!!! Woundering 

-Við þetta skal bætt að pakkinn var að koma.  VÁVÁVÁVÁ!!!! TAAAAKKK elsku Gurrý og Leifur, fyrir litlu börnin og okkur stóru börnin Grin Kissing Kissing Kissing Grin !!!


Allt gengur sinn vanagang...

Já, lífið gengur sinn vanagang, reyndar búið að snjóa bara undanfarna daga svo allt er nú einhvern veginn svona umhorfs í kringum okkur núna 

Niður að mose-num

 

Garðurinn
 
 
 
Búið að vera svolítið kalt en að sama skapi bjart og oft á tíðum fallegt.  Betra en gráminn sem fylgir rigningarveðrinu allavega.
 
 
 
 
 
Nú, Jódís er bara hin hressasta á vöggustofunni og fórum við á foreldrafund þangað í fyrradag en það er svona venjubundinn fundur sem haldinn er ca. hálfu ári eftir að barn hefur þar göngu sína.  Þar var hún bara mærð út í hið óendanlega, hvað hún væri glaðlynd og skemmtileg, dugleg bæði að leika sér ein og með öðrum og ekkert mál að deila hlutum.  Greinilegt að hún ætti systkini.  Eins var hún dásömuð fyrir það hversu dugleg hún er, getur orðið alveg borðað sjálf með skeið og gaffli og drukkið úr glasi og dugleg að labba upp og niður tröppurnar þegar þau fara út.  Að sjálfsögðu getur þessi dugnaður hennar líka verið svolítið rosalegur þar sem hún veigrar sér ekki við að klifra upp og niður stóla og þess háttar Pinch.  Því höfum við fengið að kynnast hér heimavið líka!   En eins og sjá má á myndunum er þessi unga dama afskaplega dugleg á allan hátt.  Hér er verið að klæða sig til að fara á vöggustofuna.  Helst vill hún bara fá að gera þetta allt sjálf og getur það því skapað smá árekstra á morgnana þegar strætóinn er aaaalveg að fara Joyful.  En dugleg er hún!
 
Hálskraginn á!
 
Og húfan komin á hausinn!
 
 
Eysteinn er aftur kominn í rútínuna eftir vetrarfríið og þó hann hafi nú ekki verið að nenna því fyrst þá er hann allavega ekki kominn heim á daginn fyrr en klúbburinn lokar, svo ég held hann sé bara feginn.
 
Nú, Halldór og Pétur hafa stofnað einhvers konar rafeindaklúbb þar sem þeir hafa fengið ægilega fína aðstöðu niður við Christianshavn til að búa sér til sína eigin magnara... að mér skilst.  Stofnfundur var haldinn í gærkvöldi og öll aðstaða þar til fyrirmyndar... skildist mér líka Joyful .  Allavega eru þeir ,,atvinnulausu eymingjar" (segir maður það ekki alltaf um atvinnulausa? LoL) ægilega ánægðir með þetta.  Þeir eru líka duglegir að hittast og halda geðheilsunni hvorum hjá öðrum á sæmilegu plani því hvorugir eru þeir fyrir það að vera svona lausir við vinnu, eins og fæstir held ég Pouty.  En það er náttúrulega alltaf nóg að gera enda vegalengdirnar frekar miklar, sérstaklega þegar maður er bíllaus, svo minnsta viðvik kostar a.m.k. tvær lestir og þrjá strætó-a.  Og það tekur sinn tímann.
 
Próf framundan hjá mér í næstu viku og einhver ritgerðarskil þar eftir.  Semsagt... nóg að gera!  Er það ekki bara fínt?.. ég held það Smile

Heimspekilegar vangaveltur

Ég get ekki sett hlekki inn hérna Angry sem ég skil ekki!!... svo ég verð bara að gefa upp slóðina.  Þetta: 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/18/skolayfirvold_brugdust/  

er ein af betri fréttum ársins.  Svo illa skrifuð að ég varð að lesa hana tvisvar yfir til að skilja hana og, eins og vera ber, einungis með sýn frá annarri hlið málsins.  Svona vil ég hafa þetta.  Og b.t.w... hver er Vilmundur?

Nema hvað... ég er náttúrulega er bara búin að liggja yfir fyrirlestrum og lestri undanfarið og ég má til með að miðla áfram því sem ég hef lært.  Það komu nefnilega tvær stelpur um daginn í tíma og voru að ræða um heimspeki og hvaða hlutverki konur gegndu innar heimspekinnar og tóku þá m.a. fyrir að í klassískri heimspeki liggja engar kenningar eftir konur.  Þó sannað hafi verið að þónokkrar konur hafi stundað heimspeki og ná þær sannanir svo langt aftur sem til 300 ára f.kr.  Nema hvað.  Stelpurnar komu með nokkra frasa frá þekktum heimspekingum og ákvað ég að deila þeim með ykkur hér og eru þeir flestir umorðaðir hjá mér til að stytta þá aðeins.

Platon (427-347 f.kr.) lýsir svo tilurð kvenna að þegar huglausir menn hafi dáið hafi þeir fæðst aftur sem konur og þannig hafi þær orðið til.

Aristóteles (um 384-322 f.kr.) sagði að hlutverk karlsins fælist í því að skipa fyrir og hlutverk konunnar í því að hlýða.  Í Uppruna tegundanna sagði hann að líta beri á konuna sem væri hún vanskapnaður sem engu að síður kemur upp við náttúrulegar aðstæður.  Hann sagði líka hinn þekkta frasa ,,Hógvær þögn er höfuðdjásn konunnar".

Ágústínus kirkjufaðir (354-430) sagðist ekki vera eins ákveðinn í nokkru öðru en að forðast samband við konu þar sem ekkert geri eins lítið úr stórkostlegum vitsmunum karlmannsins eins og faðmlag og snerting konu.  Og hjá því verði ekki komist taki maður sér eiginkonu.

Immanuel Kant, 18. aldar heimspekingur sagði að vegna eðlislægrar hræðslu og uppburðarleysis henti konum ekki að stunda fræðimennsku.  Hann lýsir þeim háðslega á þann hátt að þær beri bækur líkt og armbandsúr, þ.e. þær bera úrið svo eftir því sé tekið að þær eigi slíkt, þrátt fyrir að það sé oftast bilað eða gangi vitlaust.  Hann segir enn fremur að: Hið ,,fagra" kyn er líklega ekki fært um lögmálshugsun. 

Hegel (1770-1831) sagði að ef konur væru í forystu ríkisstjórnar væri ríkið í hættu því konur breyttu ekki samkvæmt almennum lögmálum heldur samkvæmt tilviljanakenndum tilhneigingum og skoðunum.

Hume nokkur (1711-1776), skoskur heimspekingur, skrifaði í bók sinni A National Caracter að vegna siðferðiseiginleika hvíta mannsins umbreyttist hann sjálfkrafa úr villimanni yfir í siðmenntaðan mann á meðan náttúran kæmi í veg fyrir slíkar framfarir hjá svörtu fólki.

Í ljósi þessara ummæla og kenninga er gaman að hugsa til þess að kona er forsætisráðherra Íslands og svartur maður forseti Bandaríkjanna.  Villimenn og vitleysingar! 

Já!  Gaman að þessu Joyful

 


Tómlegt í kotinu

Við fylgdum Nökkva á flugvöllinn í gær, öll fjölskyldan, þar sem hann átti svo að fara í loftið klukkan hálf níu um kvöldið.  Þetta var góð reynsla og verður til þess að þetta gerum við ALDREI aftur.  Stelpan var strax í strætó á leiðinni á flugvöllinn orðin pirruð og gjörsamlega óþolandi (nei maður má ekki segja svona um börnin sín... en samt!!!) í Metrónum.  Hún var ægilega ánægð hins vegar með sig þegar hún fékk að labba sjálf langa ganga á flugvellinum, segjandi ,,Hæ!" við alla sem hún mætti.  Og það voru ekki fáir enda við stödd á flugvelli.  Þar sem Nökkvi þurfti fylgd (of ungur til að ferðast einn) var ekki tekið á móti honum fyrr en rétt fyrir átta svo við fengum okkur hollustumáltíð á Burger King á meðan við biðum og svo var nú erfið stundin fyrir suma þegar kom að því að kveðja.  

Á leiðinni heim var einn stúrinn og niðurlútur sem kúrði mest megnis í fanginu á mömmu og pabba til skiptis.  Heimþráin hafði náð soddan heljartökum á honum að eina sem hann vildi var að vera hjá ömmu og afa á Selfossi.  Við höfum nú svo sem verið að hugsa um að kíkja heim um páskana en það er náttúrulega ekki það besta í fjárhagslegri stöðunni eins og hún er núna.  Við sjáum til, aldrei að vita nema við reynum allavega að bjóða frumburðinum heim.

En svo vaknaði drengurinn heldur lasinn í morgun svo hann er heima núna að slaka á, enda er hann búinn að vera rótkvefaður lengi og kvartar aldrei, hefur ekki verið marga daga frá skóla frá því við fluttum hingað út.  Stelpan er hins vegar hin hressasta... er á meðan er Wink

Jæja, best að fara að koma sér að verki enda nóg að gera.

 


Vetrarfrí að kveldi komið

Það er sko búið að kanna allar helstu laugar Danmerkur og náðu þeir vinir að draga Halldór með sér í Fredriksberglaug á fimmtudaginn.  Víst alveg rosalega flott laug með 3ja metra stökkpalli og 5 metra... sem reyndar var lokaður en í staðin ægilega fín rennibraut.  Halldór hélt sig reyndar bara í ,,Heita-pottinum" og skalf í 34°C  En það var þó skárra en að hríslast um í 20°C heitri lauginni... brrrrr.. ég man hvað laugarnar hérna eru kaldar frá því ég var krakki.  Minningin um kuldann hefur náð að greypa sig í huga manns eins og óútmáanlegt húðflúr Shocking  Svo ég er ekkert að klyfast endalaust á því að mig langi að fara í sund hérna, getum orðað það þannig.  

En Lego-world var uppselt á föstudeginum, það var einhvers konar ferða legóheimur sem búið var að setja upp í Parken.  Svo þeir félagar fóru bara niður í bæ (með Halldóri að sjálfsögðu) og skrepptu sér á Heimsmetasafn Guinnes.  Mér skilst að það hafi verið voða gaman.

Um kvöldið voru karlmenn heimilisins heima yfir góðri mynd og poppkorni á meðan húsfreyjan brá sér af bæ heim til Lóu með hvítvín í nesti.  Við sátum þar stutta stund og síðan fórum við niður í bæ.  Það var fínt.  En má þess geta að við okkur húsfreyju og bónda reiknaðist svo til að húsfreyjan hefði ekki brugðið sér af bæ í þessum tilgangi í rúm tvö ár.  Muni einhver betur er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að gefa athugasemd þess varðandi í viðeigandi athugasemdaramma hér fyrir neðan.

Í gærkvöldi var svo komið að heimilisföðurnum og húsbóndanum á bænum að bregða fyrir sig betri fætinum og ferðast alla leið að Christianshavn með Hr. Steinsen til að hlýða á einhverja tónleika.  Þar sem klukkan er nú rétt að detta í hálf níu fyrir hádegi hefur húsbóndinn enn ekki haft -hvorki ráð né rænu til að tjá álit sitt á þeim tónleikum.  En ég býst nú fastlega við að þetta hafi verið hin mesta skemmtun.

En já, Nökkvi fer í kvöld þannig að nú verður að nýta daginn vel.  Það er reyndar allt lokað í dag enda sunnudagur svo þeirra nýting á tímanum verður að vera á andlegu nótunum enda er sú leið langt um betri en allar veraldlegar leiðir Wink

Enn ein vikan búin og enn ein vinnu- og skólavika að hefjast.   Á morgun eru 25 vikur síðan við fluttum út sem hlýtur að þýða að í næstu viku höfum við verið hér í hálft ár.  Það er ótrúlegt!  Tíminn maður, tíminn.

Uppfært:

Ég áttaði mig á því að ég var að skrifa hérna tóma vitleysu og helbera lygi.  Rétt skal vera rétt svo hér með leiðréttist það að það er alls ekki svona langt síðan ég brá mér af bæ í þeim eina tilgangi að skemmta mér með hjálp vínanda.  Og ekki heldur svo langt síðan við Halldór fórum saman út.  Ég nefnilega átti frábæran dag þegar við hópur kvenna gæsuðum hana Önnu vinkonu okkar og þá fór ég svo sannarlega út á lífið, það var um miðjan júnímánuð á síðasta ári.  Svo fórum við Halldór í brúðkaupið þeirra Kalla og það var til klukkan 2 um nóttina og eftir það höfðum við tækifæri á því að fara út á lífið en sökum þreytu fórum við bara heim að sofa.  Þetta var í lok júlímánaðar.  Auk þess skruppum við Valgerður út að borða ásamt mágkonu hennar og fengum okkur drykk á bar og fleira skemmtilegt.  Og það var í júlílok eða ágústbyrjun.  

Hér með leiðréttist þetta og í framhaldi af því biðst ég afsökunar á fyrri vitleysu.


Miðrarvikublogg

Í gær dreif Halldór sig með drengina í sund.  Planið var að fara í Farum-sundlaug en eftir mikla athugun kom það í ljós að hún er einungis notuð sem skólasundlaug í dag auk þess sem hleypt er í morgunsund milli 6 og 8 á morgnana.  Svo þeir ákváðu að fara bara úr á næsta stoppi á undan, í Værløse og fóru í svo ægilega fína laug þar.  

Við lestina

 

Nökkvi að stökkva

 

 

 

 

 

 

 Halldór fór upp úr á undan og tók nokkrar myndir af þeim stökkva af 3ja metra stökkpalli sem þar var.

Eysteinn að stökkvaNökkvi á brettinu
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þeir hafa verið svo heppnir að klúbburinn hefur verið opinn svo þeir fóru þangað eftir sundið og komu heim fyrir kvöldmat.  Þeir fóru svo þangað í dag og höfðu það ægilega fínt þar og komu svo fínt naglalakkaðir tilbaka aftur og höfðu þá hitt stelpur þar sem gerðu þá svona ægilega fína Joyful.  Ég er bara búin að sitja við tölvuna alla daga og læra og læra... enda veitir ekki af Woundering.  
 
Stelpan er eiginlega komin með fimmtu tönnina, hún brýst fram á morgun, hún er nefnilega eiginlega alveg komin í gegn Grin.  Það verða þá komnar báðar neðri framtennurnar, tönn hægra megin við efri framtennurnar, vinstri framtönn og svo sú sem er að springa út þar við hliðina á, enn vantar hægri framtönn svo ef ég á að vera alveg heiðarleg þá lítur hún út eins og lítil Gilitrutt LoL.  Ég set inn myndir af henni síðar Joyful.  En núna ætla ég að setja inn nokkrar myndir af þeim félögunum á röltinu um borgina sem teknar voru á laugardaginn eftir að Nökkvi kom.  Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.
Á leið niður í Metro
 
Heitar ristaðar möndlur!Stuð á NyhavnBestu vinir á NyhavnKúl hjól!!!Á bátnum frá Nyhavn til OperahusetFremst í Metro... woooow! :DStuð við ÓperunaNökkvi tapaði og nú á að taka út refsinguna... löglega!!!Í lestinni á leið heimSvo spennandi að maður verður að sjá allt!... líka í göngunumAð spila ,,Leir-onary

Góður dagur og fjórar tennur!

Það var nú svolítið fyndið þegar hún sá Nökkva fyrst, hún mundi greinilega eitthvað smá eftir honum og var voða skotin í honum, alltaf að horfa á hann og brosa og klifra upp í sófa til hans og koma við hann.  Algjört krútt LoL.  Svo fór þó að hún varð að segja góða nótt og fór svo á vöggustofuna í morgun.  Drengirnir fóru í klúbbinn, sem er opinn yfir fríið, en komu þó aftur uppúr hádegi... ekkert skemmtilegt um að vera.  Ég varð að vera iðin við námið svo ég setti þeim skýrar reglur um truflunarlausan dag og heyrði þá óma í bassa inní herberginu og sungið við ,,Jólin jólin aalls staðar..."  Verið að æfa sig LoL.  Þeir voru þó duglegir að drífa sig út enda veðrið frábært.  

Halldór fór sem sagt í atvinnuviðtal í dag vegna vinnu í Tívolí-inu og við náðum að secret-a það svo vel að hann kom tilbaka alsæll.. kominn með 100% vinnu frá lokum apríl fram til ágústloka, fín laun og mikil vinna Grin.  Ekki var nú verra þegar gæinn sagði honum að verið væri að setja upp nýjar græjur í allt.

Halldór kom svo heim með stelpuna með sér og vitið menn... fjórða tönnin komin, í þetta skiptið var það efri framtönn og sú við hliðiná (þó ekki hin framtönnin Joyful).  Svo þetta er allt að koma núna.. jeyjj..

annars höfum við það bara ljúft og erum að hugsa um að taka í svona eins og eitt Rapidough - leironary - leirspilið Wink með drengjunum.

 Þar til næst... 

-túdilú!!! 


Nökksterinn mættur á svæðið!

Já þeir feðgar fóru að taka á móti Nökkva áðan og ég heyrði Eystein segja við hann, þar sem þeir sátu að Playstation leik, að það væri bara eitthvað svo eðlilegt að hafa hann hérna hjá okkur Joyful Og það er bara alveg rétt, það er ósköp notalegt og heimilislegt að hafa hann hjá okkur.  

En í gær fór ég semsagt í Óperuna að sjá Umbreytingu og Sigrún og Andy komu með.  Ég hafði mútað Lóu með eins ferð kvöldinu áður svo hægt væri að falast eftir pössun þegar kæmi að minni ferð Grin.  Þetta var auðvitað bara stórkostlegt í einu orði sagt.  Hann er auðvitað bara snillingur þessi maður.  Við hittum náttúrulega á allt liðið sem kom með sýninguna og ég spjallaði þarna við Hildi, konu Bernds (brúðumeistara) sem var bara alveg miður sín yfir því að ég kæmist ekki með þeim annað kvöld út að borða.  Eins var Ágústa leikstjóri alveg í mínus yfir að ég kæmist ekki, enda náðum við ekkert að spjalla í gær.  En svona er þetta þegar maður er ekki búinn að koma sér upp barnapíu, þá verður maður víst að bíta í það súra að komast ekki svona Errm.  

En eftir leikferðina í gær tókum við Halldór, ásamt Sigrúnu og Andy, bátinn yfir á Nyhavn og fundum okkur æðislega skemmtilegan stað þar sem við settumst inná og... það var svoooooo gaman að það var nú bara ekki lítið!  Við gleymdum hreinlega tímanum og vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega tvö og þá komst grey Lóa loksins heim til sín.  Allt hafði gengið svona líka glimrandi vel og stelpan sofnaði bara á réttum tíma, dauðþreytt.  Alveg frábært! 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband