Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Loksins loksins blogg!!!

Jæja, loksins læt ég verða af því að blogga.  Ég biðst forláts á þögn minni Woundering

Íslandsferðin var alveg meiriháttar og ofsalega gaman á báðum ættarmótunum.  Þetta var reyndar fullmikill sprengur og hefði verið frábært að hafa eina viku til að ná að slaka aðeins á, en þetta var hreint frábært samt sem áður Smile

Síðan við dömurnar komum aftur tilbaka er náttúrulega búið að gerast heilmikið.  Halldór var reyndar nýbyrjaður í sumarfríi svo við tókum fyrstu vikuna bara í frí.  Stelpan átti enn tvær vikur eftir af sínu fríi svo við litla fjölskyldan -án Eysteins því hann hittum við mæðgurnar á Íslandi áður en við komum aftur út til Köben- nutum þess að vera saman í fríinu okkar.  Sonja vinkona okkar frá Finnlandi hafði samband við okkur þar sem hún og mamma hennar voru í Kaupmannahöfn í borgarferð svo við hittum þær niðri í bæ og buðum þeim svo að koma til okkar í kvöldmat svo hún gæti hitt Steinsen líka þar sem hann hafði ekki haft tækifæri til þess fyrr um daginn.  Þetta var hin skemmtilegasta kvöldstund, Pétur, mamma hans og Tanja Ósk, dóttir Péturs, komu öll og ,,hygguðu sig" saman með okkur.  

Sunnudaginn eftir buðu Pétur og Ella (mamma hans) okkur í bröns heim til Péturs og eyddum við öllum deginum þar í dásamlegu veðri, trakteruð með æðislegum mat og drykk í yndislegum félagsskap.  Við komum ekki heim fyrr en rúmlega tíu um kvöldið eftir meiriháttar dag.

Nú!

Jódís Guðrún byrjaði svo á vöggustofunni aftur á mánudaginn í síðustu viku og þegar við mættum í garðinn hljóp hún strax að vegasaltinu og mátti ekkert vera að því að kveðja mig.  Ég þurfti sko ekki að hafa neinar áhyggjur af neinni aðlögun þar, greinilega alsæl með að vera komin aftur í krakkahópinn og leiktækin LoL.

Þessi vika hefur svo verið undirlögð af atvinnu-vinnu.  Það er nú meiri vinnan.  Ég er búin að vera á fullu að gera ferilskrá og sækja um vinnu og þ.h.  Mamma Péturs er farin aftur heim og Tanja Ósk byrjar ekki á frístundarheimilinu fyrr en á mánudaginn næsta svo þau hafa haldið mikið til hjá okkur og veitt okkur góðan félagsskap Smile.  The more the merrier!

Alberta vinkona mín, sem vann með mér í Arkform, er svo að koma til okkar á morgun ásamt tveimur dætrum hennar.  Hún er við nám í byggingafræði í Horsens svo þær ætla að kíkja á okkur og gista eina nótt.  Það verður voða gaman Smile

Ég er komin í gang núna, svo nú skal ég vera svolítið dugleg að blogga Joyful... ég hugsa samt að ég bloggi ekki fyrr en eftir helgi vegna gestanna Grin.

Bless í bili! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband