Halldór og augað

Eins og flest ykkar vita fór Halldór til læknis í haust vegna roða í auganu sem bara ætlaði ekki að fara.  Eftir að hafa gengið lækna á milli og beðið í margar margar margar vikur (svona í heildina) kom á daginn nú milli jóla og nýárs að þetta illkynja æxli í auganu.  Meiri bið og engar upplýsingar en svo kom gusan í gær.  Hann fer til Íslands á 13ndanum og byrjar geislameðferð þar.  Halldór náði á lækninn sem mun annast hann á Íslandi sem gaf honum svör við öllum þeim spurningum sem höfðu brunnið á okkur.  Miklar líkur (kemur í ljós við allsherjar gegnumlýsingu á Íslandi) eru á að meinið sé einungis bundið auganu og að hægt sé að losa hann við það með einhverjum standard 15 geislum.  

Þannig að, hann getur að öllum líkindum bara unnið með þessu og fer því á klakann á morgun.  Við verðum hins vegar eftir úti og Eysteinn klárar skólaárið sitt hérna.

Ég skrifa svo meira um Halldór þegar eitthvað verður að frétta.

Gott að sinni

Bless í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Arnrún mín. Ég vona að Guð gefi að þetta gangi allt vel og að meinið hafi ekki náð að dreifa sér. Sem betur fer er sífellt betri og betri lækning að finnast. Skilaðu ástarkveðjum til Halldórs frá mér og ég fylgist með ykkur og bið fyrir ykkur. Love you

Anna frænka (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Arnrún

Takk fyrir það elsku frænka. Já við erum viss um að þetta fer allt eins vel og hægt er. Knús á ykkur, love you too :)

Arnrún, 5.1.2010 kl. 14:06

3 identicon

Gangi ykkur vel í meðferðinni elskurnar og þú kannski leyfir okkur að fylgjast með.

Knús frá Íslandi,

Helen

Helen (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 16:07

4 Smámynd: Arnrún

Takk fyrir það Helen, já ég skal gera það :)

Knús á ykkur sömuleiðis.

Arnrún, 9.1.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband