Fyrsti skóladagurinn

Gærdagurinn var undirlagður Lasarusi hér á bæ.  Jódís Guðrún svaf einhverja 20 tíma og mókti hálf snökktandi hina fjóra.  Hún er heldur hressari í dag en vill samt sofa helling.  Eysteinn Aron var bara slappur og las bara og spilaði Playstation, svona eins og undanfarna daga bara Cool  

En í dag röltu þeir feðgar saman í skólann og Eysteinn hafði þá farið í sturtu, greitt sér og klætt sig í "kúl" föt svona til að vera alveg pottþéttur.  Litli drengurinn minn Undecided.  Halldór hringdi síðan í mig eftir að hann hafði afhent kennaranum hann og sagði að Eysteinn hefði verið hinn svalasti yfir þessu öllu saman en röddin í honum sjálfum hefði verið við það að bresta þegar hann kvaddi hann.  Ég hlakka mikið til að heyra frá Eysteini á eftir og vita hvernig honum leist á þetta allt saman.  

Á meðan reyni ég bara að nota þessar mínútur sem stelpan sefur til að læra og reyna að halda í við námsefnið svona eins og kostur gefst þar til ég get hellt mér að fullu í lærdóminn þegar stelpan byrjar á vöggustofunni.  Verstur fjandi að hún skyldi veikjast núna því þá dregst aðlögunin enn frekar, en a) við vorum mjög heppin að hún skyldi komast strax að og b)  ég vissi náttúrulega að hún myndi byrja á því að leggjast í pest um leið og hún kæmist í snertingu við önnur börn og tala nú ekki um útlenskar bakteríur.  Hún verður orðin fín á mánudaginn til að halda áfram :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband