Miðvikudagsfærsla í sjöttu viku

Jódís Guðrún var heima.. aftur. Ég vaknaði upp hóstandi og hóstandi og hóstandi í nótt. Halldór var lasinn í dag og svaf, heppinn að vera akkúrat í fríi. Eysteinn var bara hress. Ég skánaði þó þegar leið á daginn og Jódís Guðrún vaknaði bara hin hressasta en ægilega horug (jú það er orð!) svo ég vildi halda henni heima einn dag í viðbót og vona að hún verði minna horug á morgun. Ef ekki þá fer ég með hana til læknis.

Dagurinn gekk bara fyrir sig og fyrir kvöldmat fór svo Eysteinn með klúbbnum á Mama mía. Heppinn var hann að hafa séð hana heima því hljóðið var víst alltaf að detta út öðru hvoru. Hann kom svo heim um hálftíu leytið og Halldór hjólaði á móti honum. Hann er allur hressari.

Það var svínakjöt í matinn.

Það er semsagt ekkert að frétta.

Jú, það fór að rigna í dag. Passar akkúrat, Siggi og Kristján að koma á morgun, búið að vera sól og blíða undanfarna daga en á að rigna yfir helgina. Klassískt. Ætla að fara að drusla mér í bólið enda orðin verulega þreytt eftir að hafa verið að lesa einkar óspennandi greinar um hvort kínversku kvenréttindasamtökin eigi að fá að kalla sig NGO (Non-govermental organization) eða ekki.

Góða nótt!

Sleeping 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband