Tracy Chapman og hóstinn mikli

Þegar ég var búin að fara á fætur 10 sinnum í nótt að setja snuðið upp í stelpulyng og taka hana upp og hugga hana þegar hún grét þá bað ég Halldór að skipta við mig.  Hann þurfti að fara álíka oft á lappir til að gera slíkt hið sama.  Við náðum þá örugglega e-m 4 tíma svefni hvort í nótt.  Grey litla skinnið hóstaði svo og hóstaði í allan dag og var orðin svo aum í hálsinum að hún kveinkaði sér orðið á eftir hverja hóstahrinu þegar líða tók á daginn.  Vakin og sofin hóstaði hún.  Lítið annað að gera en að halda bara á henni og hugga hana í allan dag.  Hún er orðin svo dugleg að borða sjálf að ég set bara á hana hlífðarjakkann... svona smekkur sem maður klæðir hana í, og svo matar hún sig sjálf.  Þannig borðaði hún stappaðan fisk í kartöflum og smjöri í kvöldmatinn.  Svona fæ ég hana líka til að borða meira, henni finnst þetta svo mikið sport Joyful  Auðvitað þarf að skúra gólfið á eftir og setja hana í bað en það er í fínu Wink.  

Halldór er búin að hitta drottninguna sjálfa, Tracy Chapman.  Hann ákvað að vanda orðavalið vel og það orð sem varð fyrir valinu var "Sorry!".  Hann nefnilega hljóp hana næstum niður þegar hann var að hlaupa eftir einum hljóðmanna hennar.  Hafði reyndar ekki hugmynd um að þetta væri hún fyrr en hann sá hana stíga á svið og byrja "Give me one reason to stay here..." Honum fannst þetta pínu vandræðalegt víst Tounge.  Annars var nærveru þeirra hljóðmanna hússins ekki óskað svo þeir náðu að finna einhver verkefni sem þeir YRÐU að vinna að þarna uppi í hljóðklefa svo þeir gætu horft á hana Joyful... dísess hvað ég öfunda hann að sitja núna í þessum skrifuðu og horfa á hana.  Væri ég til í að vera þarna maður!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband