Tannsi og X-factor

Lengi vel höfum við verið að spá í því hvort þetta kjökur Jódísar Guðrúnar á kvöldin eftir að hún er sofnuð sé einhvers konar tal upp úr svefni.  Eins og ég hef áður skrifað þá talar Eysteinn mjög mikið upp úr svefni og stundum er hálfgert fuglabjarg hérna á heimilinu þegar Eysteinn er í fullum samræðum inní öðru herberginu og Jódís Guðrún að væla eða kjökra í hinu.  Í gærkvöldi má svo segja að hún hafi formlega byrjað að tala upp úr svefni.  Við heyrðum sem sagt ,,Uhuuu... uhuuu... (væl).. meija (meira) meija.. uhuu".  Þannig að... ég held að grunur okkar hafi reynst réttur LoL.  Annars eru alltaf fleiri og fleiri orð að bætast í orðaforðann og nú síðast vorum við áðan að fá okkur jógúrt með bönunum út í og ég spurði hana hvort hún vildi banana og þá trekk í trekk sagði hún dnanaa... dnaaanaaaa!  

Annars var ég að prófa að setja í hana teygju í hárið í gær og bjóst við að hún myndi verða vitlaus og taka þetta strax úr sér.  Jújú, hún fór strax að fikta í þessu svo ég lyfti henni upp til að hún gæti séð sig í speglinum og hún bara strauk um taglið og horfði á sig en reyndi ekkert að taka þetta úr.  Svo reyndar á endanum dró hún þetta úr en rétti mér þá teygjuna og hallaði hausnum í áttina að mér svo ég gæti sett þetta aftur í hausinn á henni.  Við fórum svo til tannlæknis sem fræddi okkur allt um hvernig best væri að tannbursta hana og hún alltaf með litla skottið upp í loftið, ægilega sæt Grin.  Allar tennur svo fínar auðvitað og henni fannst mjög fyndið hvað tennurnar voru að koma á skrýtnum stöðum upp í henni og alls ekki eftir reglunni.   Jæja, við fórum svo í garðinn við vöggustofuna þar sem nokkur börn og fóstrur voru og hún var voða sæl að komast í sandkassann og hitta krakkana, enn með taglið.  Ég lærði svo bara eins og mófó (alveg heilan helling Joyful) þar til Einar og Marta komu í kaffi til að sækja síma sem Einar hafði gleymt um helgina þegar þau komu til okkar og um sama leyti kom Halldór heim eftir að hafa verið að setja upp svið fyrir X-factor tónleika sem vera áttu um kvöldið.  Hann var líka að vinna í því allan sunnudaginn.  Halldór lagði sig og ég sótti stelpuna á vöggustofuna og þar var hún... enn með taglið LoL. Hún hljóp í fangið á mér og sneri sér við um leið og vinkaði fóstrunum ,,Hæ haaaaæ!" Alveg til í að fara heim Joyful.

Þeir feðgar fóru svo á X-factor tónleikana sem áttu að hefjast klukkan 19 og Kalli kom til mín ekki löngu síðar en þau fara öll á morgun svo þetta var nú bara síðasti séns.  Við sátum frameftir, horfðum á X-factor tónleikana í sjónvarpinu, sem voru nú reyndar bara tæpur klukkutími og varla það, og Halldór og Eysteinn komu svo og Eysteinn fór nú bara beint í bað og uppí, alveg búinn á því.

Annars er Eysteinn búinn að vera alla helgina meira og minna að leika við Jacob vin sinn, varla sést inni við og er bara allan daginn að spila fótbolta eða eitthvað álíka með honum.  Alveg frábært!  Anders vinur hans kom frá London í gærkvöldi svo hann var farinn að hlakka mikið til að hitta hann líka og bjóst ekki við að koma snemma heim í dag Wink.

Við erum bara orðin býsna spennt núna að koma heim enda ekki nema teljandi á fingrum annarrar handar dagarnir þar til við komum heim... já FJÓRIR dagar!

Læt fylgja með myndir frá göngutúrnum sem við fórum í síðustu viku og ég skrifaði um hér fyrr.  Frábær serían þegar Jódís Guðrún sér í bróður sinn, sem mætti okkur á miðri heimleið,  og hleypur skríkjandi til hans.  Þess má líka geta að við máttum alls ekki halda á henni á heimleiðinni (inná milli þess sem hún ýtti vagninum) heldur vildi hún bara vera í fanginu á bróður sínum.  Hún var því bara nokkuð sæl þegar hann tók hana þarna á hestbak enda þreyttist hann fljótt á að halda á henni.

Á leið í SparOg hún sá bróður sinnHljóp alsæl á móti honum..skríkjandi ánægðog knúsaði hann heitt og innilegaÞetta var gamanSjálfstæð ung stúlka

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki smá sæt mynd af henni ýta vagninum sínum sjálf.......ég sjálf, það er sko málið (",)

Soffía (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband