Friðurinn úti!

..Ekki að það hafi svo sem verið mikill friður fyrir en allavega, í gær var búið að lesa fyrir stelpuna og hún komin uppí og allt í góðu.  Halldór var nýbúinn að segja hversu mikill munur það væri eftir að við byrjuðum að lesa svona fyrir hana á kvöldin, bara hægt að fara í gegnum þessar bækur sem hún á, svo bara hægt að leggja hana og hún sofnar.  Skyndilega og allt í einu birtist mín bara á stofugólfinu, ægilega ánægð með sig. ,,Hæ!" segir hún og skælbrosir.  Já, búin að læra að klifra yfir rúmið.  Og svo gerðist þetta aftur.  Og núna í kvöld kom ég að henni hálfnaðri yfir rúmið.  Úfff.. segi nú bara ekki annað Gasp.  

Annars erum við að reyna að venja hana af bleiu meira og minna og tökum við bleiuna af henni þegar hún kemur heim af vöggustofunni.  Það hefur gengið svona líka glimrandi vel og sest hún á koppinn í hvert sinn sem hún þarf að pissa.  Hún á það þó til að gleyma að hún sé bleiulaus en það gerist þó ekki oft Joyful.  Þær eru líka með átak á vöggustofunni að setja börnin oftar á klósettið og gengur bara voða vel.  Væri þægilegt að hafa eitt svona krílaklósett á heimilinu LoL.

Foreldrafundur í skólanum hans Eysteins á mánudaginn og hann kemur svona líka vel út.  Kennararnir mjög ánægðir með hann að svo til öllu leyti, auðvitað alltaf eitthvað sem má gera ögn betur, en hann er að leggja sig vel fram og að skila góðum verkefnum í skólann.  Auk þess sem hann er félagslega mjög vel staddur, sem við vissum svo sem vel Smile.  Hann byrjaði í aukatímum í dönsku í byrjun mánaðarins og fer þrisvar í viku.  Honum líkar bara mjög vel við það og finnst kennarinn góður.  Sem er náttúrulega bara frábært!

Skruppum niður í bæ í gær og er verið á fullu að gera jólalegt í gluggum og götum.  Ægilega skemmtilegt Joyful.  Mest langar mig þó að stela þessum rósum sem eru úti í garði hjá okkur og setja þær í vasa hjá mér, en þori því nú samt ekki alveg... aldrei að vita hvernig stemmningin fyrir því verður á morgun Tounge.

Gott að sinni

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband