Afmæli og fleira

Halldór átti afmæli á föstudaginn og vorum við tengdó búin að ákveða afmælismatarboð.  En fyrst þurfti að bruna í bæinn til að sækja afmælisgjöfina hans Halldórs frá okkur Eysteini.  Ukulele valdi hann sér og var mjög sáttur.  Hvað er það?  Jú það er pííínulítill gítar með fjórum strengjum, svona eins og maður sér í bíómyndum um Hawaii. 

rev_ken_with_ukulele-1_jpg.jpg

 

Afmælismaturinn var góður og félagsskapurinn líka.  Á sunnudag var svo annað afmælisboð hjá Ólafi Júlíussyni frænda mínum sem varð hvorki meira né minna en 17 ára gamall FootinMouth.  Gulla, mamma hans, var með stærðar pott af mjög matmikilli kjötsúpu og brownies-ið sitt góða handa afmælisgestum.  Við fylgdumst auðvitað með ,,strákunum okkar" vinna bronsið á Evrópumótinu en svo kom Gurrý og sótti litla skott því við þríeykið höfðum ákveðið að fara í bíó að sjá Avatar.  Og mikið rosalega fannst okkur hún góð.  Það er með ólíkindum flott líka að sjá hana í þrívídd.  Alveg meiriháttar upplifun Joyful og frumburðurinn var í skýjunum: ,,Laaaangbesta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð!" held ég að ég hafi orðrétt eftir honum.  Litla skott var orðin þreytt þegar við loksins komum að sækja hana til tengdó enda klukkan langt gengin í 11.  Bara frábær helgi alveg Joyful.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en gaman með ukulele :)

þetta horfði ég á þegar ég var aðeins yngri... 

http://www.youtube.com/watch?v=aaZbdq5-ztQ

sonja (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:59

2 Smámynd: Arnrún

Hehe, en skemmtilegt :)

Arnrún, 12.2.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband