Heiman förum við heim!

Já við erum komin heim á Rørmosevej en bara til að pakka og spartla og mála og allt svoleiðis.  Við höfum hana Gullu frænku meðferðis sem er sko búin að setja verkefnið upp á Excel-skjal svo þetta verði nú allt saman gert rétt og á réttan hátt.  

Við fengum svo dásamlegan tölvupóst í gær.  Leigjendur okkar hafa fundið sér aðra íbúð, skrifað undir leigusamning þar og flytja í byrjun mars!! Svo við fáum íbúðina okkar aftur bara fljótlega eftir að við komum heim LoL.

Jæja.. má ekki vera að þessu, þarf að fara að:

þrífa, pakka, spartla, mála.....  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að heyra að þið komist beint í íbúðina ykkar, eða svo til. Hlakka til að sjá ykkur öll heima á klakanum, koss og knús, Soffia

Soffia (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 21:51

2 identicon

Þetta eru allveg frábærara fréttir.  Gangi ykkur svakalega vel að pakka niður. Hlakka til að hitta ykkur í mars. Kveðja Eyrún

Eryún (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 12:14

3 Smámynd: Arnrún

Já, við erum ótrúlega ánægð með þetta. Það munar rosalega miklu að geta farið bara í íbúðina okkar aftur. Hlakka til að sjá ykkur. Knús!

Arnrún, 22.2.2010 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband