Veislan búin!

Danski fjármálaspegúlantinn sem verið var að ræða við í seinni fréttunum núna rétt áðan vegna ástandsins á Íslandi átti erfitt með að halda glottinu í skefjum þegar hann sagði að sú stóra en stutta veisla sem verið hefði á Íslandi væri nú búin og þeir Íslendingar sem ættu allar þessar stóru eignir í Danmörku ættu eftir að eiga það erfitt þegar þeir þyrftu að selja eignir sínar hérlendis á brunaútsölu en það kæmi sér vel fyrir danskann.  Að öðru leyti hefur nú ekki mikið verið rætt um ástandið á Íslandi nema svona í framhjáhlaupi þegar verið var að lýsa ástandinu í Evrópu gjörvallri.  Ekki er nú ástandið hérlendis upp á marga fiska heldur og þeim fer fækkandi, sem er svo sem allt í lagi þar sem þeir eru svo ferlega bragðvondir hérna.

EEEeeeen, við aftur á móti fengum okkur alveg hriiiiiikalega góðan fisk í matinn.  Mæli með þessari uppskrift sem ég fann upp aaaalveg sjálf þegar ég var að elda hann áðan.  Þannig er nefnilega að þegar við setjum bakarofninn í gang fer rafmagnsmælirinn á þúsundfaldan hraða svo við reynum að halda notkun hans í skefjum.  Svo ég byrjaði á því að sneiða niður rauðlauk og sveppi og steikti það vel, setti smá salt og pipar á fiskinn og steikti hann uppúr olíunni sem eftir var og færði svo flökin og laukblönduna á aðra pönnu og lét malla á vægasta hita meðan ég kláraði að steikja restina af fisknum.  Það lét ég svo malla undir loki í dágóðan tíma og setti svo nokkrar sneiðar af osti yfir, samt ekkert mikið.  Þetta varð svona fiskikássa eiginlega og ég bar þetta á borð með soðnum kartöflum.  Ég vissi EKKERT hvernig þetta myndi bragðast en GUÐ MINN GÓÐUR hvað þetta var hriiiiikalega gott.  Rauðlaukurinn og sveppirnir mynduðu svona sætt mauk og osturinn hafði eiginlega bráðnað inní flökin við það að bráðna svona undir lokinu.  Mæli með þessu!! Við svoleiðis slöfruðum þetta ummmandi í okkur.  Veislan er nú búin.  

Siggi og Kristján fóru í dag eftir að hafa verið hjá okkur og það var svo yyyndislegt að hafa þá hjá okkur.   Þetta var líka svo afskaplega afslappað.  En veislan er búin.  Þeir komu hingað líka til að kúpla sig svolítið út úr ástandinu heima og nutu þess (held ég Woundering) að rölta bara um bæinn í rólegheitunum.  Reyndar skruppum við í Fields-verslunarmiðstöðina í gær, eins og ca. 5000 aðrir Íslendingar, en það var líka alveg huuundleiðinlegt veður, rok og rigning, svo það var gott að vera bara á dólinu í góða veðrinu inni Tounge.  Ég keypti stuðkant fyrir rúmið hennar Jódísar Guðrúnar svo nú hættir hún vonandi að vekja okkur um miðjar nætur með hausinn skorðaðan milli rimlanna.  Ég keypti líka öryggisól til að festa hana niður við matarstólinn þar sem hún er alltaf að standa upp í honum ægilega góð með sig.  Hvoru tveggja var þetta rándýrt, tala nú ekki um miðað við gengið, en góður nætursvefn er ómetanlegur og ekki þarf að tíunda að ólin er náttúrulega bráðnauðsynleg.  Svo ég sé nú ekki eftir þeim pening.  Í dag var hins vegar alveg frábært veður, sól og hiti, svo strákarnir röltu sér niður í bæ og á Íslandsbryggju og fleira áður en þeir komu svo hingað heim til að pakka.  Ég leyfði þeim bara að eiga þennan dag fyrir sig í rólegheitunum enda svo sem nóg að læra Pinch.

Það var alveg hreint með ólíkindum hvað Jóga var hrifin af Kristjáni.  Hún var ekki nema svona klukkutíma að taka hann í sátt og þá líka bossasentist hún grátandi á fullum hraða fram hjá okkur til að komast í fangið á honum.  Maður var nú bara orðinn hálf afbó hérna Errm neeei, ég segi svona Tounge, enda er hann náttúrulega baaara æði.  Hún var líka afskaplega hrifin af Sigga frænda og gerði í því að skríða úr einu fangi í annað og fílaði það í tætlur!  Mér sýndist líka hrifning þeirra vera bara nokkuð gagnkvæm. 

Hún fór svo á vöggustofuna í dag og var heilan dag í fyrsta skipti.  Þegar ég kom og sótti hana rúmlega 3 þá var hún bara að leika sér á gólfinu og rétt brosti til mín svo ég settist bara hjá henni og lék svolítið við hana.  Svo tók ég hana upp og var að spjalla við Bettina, þá sem er mest með hana, og þá vildi hún bara komast í fangið á henni og var þar bara í dágóðan tíma áður en hún vildi komast aftur til mín.  Enda gekk dagurinn alveg rosalega vel.. á meðan Bettina var í augsýn Joyful.

Nú stendur danska krónan í einhverjum 23 íslenskum og okkur finnst við vera svolítið í lausu lofti hvað framhald dvalarinnar varðar.  En það er nú kannski rétt á meðan maður er að melta hvað er að gerast heima.  Næstu dagar og vikur verðum við að reyna að ná betur utan um þetta allt saman og sjá hvort þetta sé ekki eitthvað sem við getum staðið af okkur.  Eitt er þó allavega víst að það er ótrúlega gott að standa aðeins fyrir utan þetta allt saman og sjá þetta í svolítilli fjarlægð, þó þetta vissulega snerti okkur mjög svo beint og harkalega.  En maður nær samt betri sýn á þetta að standa ekki svona í miðri hringiðunni held ég.  Eins og ég hef þó sagt einhvern tímann þá finnst manni bara svolítið súrt að vera að upplifa timburmenn fyrir fyllerí sem maður fékk ekki einu sinni að vera með í.  Veislan er nú búin!

Endar maður ekki svona bara á fleygu orðum Geirs síðan í dag?:

Guð blessi Ísland! Crying 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Sæl elskan...þetta líður hjá:-) Svo höldum við bara aðra veislu...þetta hlaut að fara svona. Einkavæðing bankanna fór úr böndunum en við erum heppin að eiga auðlindir okkar , ódýra orku og fisk...þessi ofurlaun voru náttla rugl...þessi bankastjóri hjá glitni fékk 5 milljónir bara fyrir að byrja að vinna hjá þeim og svo annað eins í mánaðarlaun...er þetta eðlilegt? Öll verðbréfaviðskipti eru rugl og leikur að tölum...svo eru þessir kallar að skipta milljörðum á milli sín....og hver á svo að borga þegar illa fer? Skattgreiðendur???Nei, ekki alveg sami tónninn og í USA þó við hermum nú flest eftir þeim...

Annars allt gott hér elskan...gaman að fylgjast með ykkur. Get nú alveg séð Jógu litlu á rassinum...ég held ég verði að fara að kíkja í heimsókn

knús og kossar

anna

Anna S. Árnadóttir, 6.10.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband