Jæja já...

Það er nú svo sem ekki mikið búið að gerast hjá okkur í dag.  Maður er bara búinn að fylgjast agndofa með því hvað er að gerast heima og vonar bara að það spilist nú sem best úr þessu öllu og maður finni sem minnst fyrir þessu.  Reyndar er finnum við fyrir gífurlega hertu skrúfstykki í Glitni, sem er nú einmitt bankinn okkar og lítið svigrúm til nokkurra athafna þar eins og annars staðar ugglaust, enda sýnist mér nú á veffréttamiðlum að fjármálaeftirlitið sé nú búið að taka bankann yfir.  

Annars sótti ég bara stelpuna á vöggustofuna um 3 leytið og var hún hin kátasta í dag, sögðu þær mér, enda voða kát þegar ég sótti hana.  Pétur kíkti svo á okkur í kvöld en ég sofnaði yfir því að Eysteinn var að lesa fyrir mig úr dönsku bókinni sinni (þarna Ási á lás, sem ég skrifaði um þarna um daginn) svo ég skreið mér nú bara inn í rúm og svaf fram til að verða 11.  Þá heiðraði ég nú gestinn með nærveru minni, nýkomin frá Rocky mountains þar sem ég var í sumarhúsi ásamt nokkrum félögum mínum Joyful sem ég bara hreinlega man ekki hverjir voru, svo dónalegur er maður nú.

Halldór átti að byrja í dönskunáminu sínu í kvöld en vegna "þríritsins og stimplanna" (eins og hann orðar það) þá byrjar hann ekki fyrr en 4. nóvember.  Hann er ekki kátur!  Ótrúleg búrókrasían hérna og engan veginn hægt að gera nokkuð.  Þetta var bara svo lengi allt á leiðinni í kerfinu hjá þeim. 

 Heyrðu já!  Við fengum okkur grjónagraut og slátur og flatkökur með hangikjöti í kvöldmatinn.  Það var engu minna ummað yfir matnum í dag en í gær. Takk fyrir okkur!  Þetta var ÆÐI!!! 

Jæja, læt þetta bara duga í bili því ég ætla að fara að skríða uppí aftur Joyful .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband