11. október

Gærmorguninn var eins og flestir morgnar, Eysteinn dreif sig í skólann, reyndar var loftlaust framdekkið á hjólinu svo hann varð að hlaupa, og Halldór fór með Jóguling á vöggustofuna í leiðinni í vinnuna.  Ég setti í vél og sótti á snúrurnar. (Þetta er sem sagt týpískur morgunn).  Þessi morgunn var þó frábrugðinn að því leyti að Lóa vinkona kom rétt rúmlega níu með glænýtt brauð sem við gæddum okkur á með ný-uppáhelltu ósviknu baunakaffe!  Við kepptumst við að tala um ástandið heima, hérlendis og svo sem allt milli himins og jarðar.  Svo skemmtilegt að hún var búin að standa í jakkanum við útidyrnar í rúman klukkutíma þegar hún VARÐ að fara, um tvöleytið Joyful.

Þegar við Jódís Guðrún komum frá vöggustofunni stukkum við upp í strætóinn sem Halldór hafði tekið frá vinnu og vorum við því öll samferða heim.  Eysteinn Aron kom ekki heim fyrr en klukkan að verða fimm frá klúbbnum enda finnst honum rosalega gaman í honum.  

Við buðum Pétri svo í kvöldmat og ég steikti ýsu til að metta 5000 og gleyptum við þetta í okkur með bestu lyst.  Ég grét sko ekkert afganginn því ég sá mér gott til glóðarinnar að hita þetta upp í hádeginu í dag.  

Í dag var svo frumsýning hjá Halldóri á balletnum Bamse og Kylling, karakterar sem allir kannast við sem einhverntímann hafa búið í Danmörku.  Þetta er barnaefni sem var meira að segja í gangi þegar ég bjó í Farum sem krakki.  Hér er nostalgían fyrir þá sem vilja Wink

 

Við Eysteinn og Jódís vorum heima og stelpan var að verða vitlaus úr eirðarleysi um það leyti sem Halldór kom heim og fóru því pabbinn og börnin saman í göngutúr meðan ég skellti í eina eplaböku.  Þegar þau komu síðan heim var stelpan alsæl, náttúrulega vön því að hafa nóg að gera yfir daginn Smile og ég bauð þá uppá nýbakaða bökuna með ís.  Stelpan fékk reyndar bara brauð og ritz kex.  Aaaaðeins minni sykur í því Joyful.  Hjá okkur hinum rann bakan ljúflega niður Tounge.  

Eysteinn er svo að fara í vetrarfrí alla næstu viku, alveg týpískt að það skuli vera vikunni áður en það er vetrarfrí á Selfossi því amma og afi í Baugstjörninni koma þá.  En klúbburinn er opinn alla dagana sem hann er nota bene alsæll með því hann vill helst vera þar öllum stundum.  

Um daginn fékk ég símtal frá umsjónarmanni Eysteins í klúbbnum þar sem hann sagði mér frá ferð sem klúbburinn er að fara til Langeland síðustu helgina í október.  Þetta er alveg frábær staður þar sem boðið er upp á alls konar aktivitet (gott orð óskast á íslensku) eins og kajaksiglingar, minigolf, fiskveiði, handverk ýmiss konar, bátsferðir, keila og ég veit ekki hvað og hvað.  Reyndar þá var bekkurinn minn í gamla daga búinn að safna fyrir bekkjarferð þangað en ég missti af ferðinni þar sem hún átti að vera nokkrum mánuðum eftir að við fluttum heim Errm.  Allavega, þá sagði hann mér að skráningu í ferðina hefði verið lokið áður en Eysteinn byrjaði í klúbbnum en nú þegar þau voru að taka samann fjöldann sá hann að það var pláss fyrir Eystein með og hann vildi ólmur hafa hann með.  Sagði að það væri svo rosalega gott fyrir hann að vera heila helgi með krökkunum og komast almennilega inn í hópinn.  Ég var honum hjartanlega sammála og þakkaði með þökkum boðið í ferðina.  Ég held líka að ferðin komi á frábærum tíma því hann er að byrja að skilja heilan helling og farinn að tala nokkur orð og ég held að þessi ferð eigi heldur betur eftir að ýta undir skilning og tal.  

Hann kom reyndar freeekar hneykslaður heim í vikunni og sagði okkur að það væri kærustupar í bekknum.  "Við erum 10 ára!!!... Kærustupar!!!"  Svo daginn eftir kom hann allur uppveðraður heim eftir klúbbinn og sagði frá ótrúlegum leik sem þau hefðu verið í.  Þau voru sem sagt nokkur uppí þessu "hygge-lofti" sem er í klúbbnum og svo voru nokkrir krakkar að kyssast "...og sko ekki bara mömmukossar, heldur sleikur og allt!!!  Svo voru þau að rúlla um allt og svo voru allir vitlausir  og hrópuðu alveg -Nú við, nú við!"  Við Halldór áttum mjöööög erfitt með að halda andliti og mér tókst greinilega betur upp því hann vildi miklu frekar tala um þetta við mig en pabba sinn.  Við náttúrulega urðum að spyrja: Og varst þú með? "NEI!" svaraði hann þá hneikslaður.  Svo eru víst tvær stelpur skotnar í honum og önnur er mjög sæt!  Guð minn góður.. litla barnið mitt er að verða unglingur! Gasp En á meðan hann vill segja mömmu sinni frá þessu, dúllan mín  Joyful þá er ég róleg.

Svona í lokin ætla ég að setja inn nokkrar skemmtilegar myndir af fjölskyldunni.

DSC00338PabbastundStubbaknúsÍ göngutúr með vagninn...og brosa!Bíddu nú við, hvað er þetta?..og bursta!

 

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband