Lítill lasarus

Nóttin var svefnlítil í felles-herberginu.  Eysteinn kom reyndar tvisvar fram steinsofandi og ringlaður og bullaði bara tóma steypu en með smá hjálp kom hann sér þó aftur í rúmið.  Jódís Guðrún vakti okkur á ca. hálftíma fresti og skýringuna var að finna um morguninn.  Hún var komin með tæplega 40 stiga hita.  Við mæðgurnar kúrðum okkur til að verða 11 og þá komum við okkur fram og ég reyndi að gefa henni eitthvað að borða en það var ekki mikið sem fór ofan í hana.  Hún var þó dugleg að drekka.  Hún mókti eiginlega bara í fanginu á mér.  Ég fór svo með hana til læknis um tvö leytið, þá hafði ég gefið henni stíl og hún var búin að sofa í góðan klukkutíma.  Læknirinn var ekki langt frá, sá ég á kortinu, en ég vissi ekkert hvar hún var svo ég tók bara leigubíl þangað.  Þá sá ég að stofan var staðsett rétt við hliðina á Nettó þar sem ég versla alltaf.  Ég veit ekki alveg hvort aðstaðan teldist ásættanlegt í dag heima en við þurftum að ganga upp tvær hæðir í gömlu húsi þar sem engin var lyftan (til læknis... skrýtið! FootinMouth)  

Við biðum smá og hún reyndi að leika sér eitthvað með dót sem að ég fann þarna handa henni en var voða lasin ræfillinn.  Vibeke, læknirinn okkar, skoðaði hana í bak og fyrir, hlustaði hana og tók streptakokka sýni en fann ekkert að henni og sagði að ég ætti bara að gefa henni saft með salti útí fyrst hún væri enn með niðurgang.  Svo þegar ég var að klæða stelpuna aftur spurði ég hvort við ættum að borga hjá henni eða frammi og hún leit á mig eins og ég væri eitthvað skrýtin.  ,,Borga?!  Varstu ekki með sjúkrasamlagsskýrteini?"  Jú, ég sagði henni það og hún skoðaði það í bak og fyrir og sagði svo að þá þyrfti ég ekkert að borga neitt.  Ég útskýrði fyrir henni að á Íslandi þyrfti maður að borga þó að læknaþjónustan væri ,,frí".  Ég svo sem vissi alveg að maður þyrfti ekki að borga, vildi bara vera viss og eins því hún tók stroku af stelpunni sem ég bjóst við að þurfa að greiða fyrir.  En nei, allt frítt!  Svona á þetta að vera Smile.

Við röltum okkur í Irma og ég keypti saft handa stelpunni og splæsti á mig íslensku vatni (það er bara svo gott Tounge) og svo tókum við bara strætóinn heim, enda ekki langt að fara.  Þegar við svo komum heim gaf ég henni að drekka, og hún drakk heilt glas af saftinni, og svo lagði ég hana í rúmið og hún sofnaði á nóinu.  Stelpuræfillinn minn.  Nú sefur hún bara inni hjá Gutta og Lubba og heldur voða fast utan um þá.  Litli engillinn.  Vona bara að þetta rjátlist nú fljótt af henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ leitt að heyra hvað lillan er lasin. Júlía Birna fékk einhverntímann niðurgang og þá mælti læknirinn hennar með svona bréfi með sérstakri blöndu af söltum sem eru ætluð fyrir börn með niðurgang og hægt að kaupa í öllum apótekum, þessu er bara blandað saman við vökva til að koma í veg fyrir ofþornun. Endilega tékkaðu á því ef hún lagast ekki í bráð.

Batnaðar kveðjur úr V18

Valgerður (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Arnrún

Læknirinn talaði einmitt um þetta duft en sagði að hún myndi örugglega ekki drekka það og benti mér á að setja bara salt út í saft (eða djús), það gerði það sama. Ég held þetta sé að verða búið, allavega ekki eins vot beian í gær. Hún líka orðin mun hressari í dag. Sem er gott :)

Arnrún, 7.11.2008 kl. 09:27

3 identicon

Vona að þetta rjátlist af sem fyrst! Kveðjur af (bráðnandi) klakanum

 AC

Stórasti bróðir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband