Kalt kalt kalt!

Brrrrr... nú er sko farið að kólna.  Fór ekki mikið upp fyrir 5 gráðurnar í dag enda nú er sko búið að draga fram flíspeysurnar.. já kannski ekki það smekklegasta en vissulega það hlýjasta.  Þessi tími ársins auðveldar manni að greina Íslendinga frá útlendingum (Dönum og öðrum Joyful).  Hvarvetna sést ein og ein íslensk lopapeysa og þó sumar kunni nú að ylja einhverjum útlendingnum þá er það víst að flestar innihalda þær al-íslenska kjötskrokka.   

Stelpan var heima í dag.  Búin að vera með niðurgang í 2 daga núna og ég passaði mig að gefa henni ekkert losandi, raspaði epli, gaf henni ristað brauð og hafragraut o.s.frv.  Hún var og enda mjög góð í dag en þegar við skiptum á henni fyrir svefninn  Pinch þá leit það ekki út eins og við vildum.  Sé hvernig bleian lítur út í fyrramálið, ég hugsa samt að hún verði heima.  Hún er að dúllast meira og meira upp.  Nú er nýjasta æðið að finna koppinn sinn, skella einum hundabangsanna sem hún á (hún á þá nokkra Joyful) ofan í hann og bruna síðan um alla íbúð með hundinn í koppnum.  Svo tekur hún hann öðru hvoru upp úr koppnum og knúsar hann og heldur svo áfram.  Þess skal getið að koppurinn á þessu heimili er ekki nýttur til ,,venjulegra" nota enn sem komið er.  

Í útvarpinu í gær hlustaði ég á þátt um Ísland.  Það frussaðist svoleiðis upp þjóðremban í mér að mér var orðið hálf ómótt.  Til að byrja með hélt ég að þetta væri eldgamall þáttur.  Því þáttastjórnandi kynnti Ísland sem þjóð þar sem 270 þús. manns byggju en svo fór hann að tala um efnahagsþrengingarnar sem nú steðjuðu að henni og að þjóðin væri að upplifa ,,timburmenn" (sagt á íslensku líka) eftir fyllerí þjóðarinnar.  Í framhaldi af því var talað um hversu drykkfelld þjóð Íslendingar væru og viðtal við einhvern mann sem hafði verið hátt settur og farið í ferð til Íslands þar sem forsvarsmenn fyrirtækja hefðu svoleiðis verið á skallanum, úti að borða og hvar sem var.  Viðtalið var síðan 1979!  Hann talaði um að Íslendingar og Finnar væru einu þjóðirnar þar sem væri þeim boðið í mat og koníaksflaska sett á borð með kaffinu, eftir matinn, þá þætti ókurteisi annað en að klára úr flöskunni áður en kvöldið væri á enda.  Það væri þá merki um að ekki hefði verið nógu gaman.   

Þar á eftir var upplestur íslenskrar stelpu, sem greinilega var ekkert allt of þjálfuð í dönskunni, á einhverri ferð í leit að álfum og huldufólki og las hún allan tímann upp með ,,seiðandi dularfullri" röddu, hálf hvíslandi.  Var orðin frekar þreytt á þessu svona undir lokin.  Lestina rak (tvisvar sinnum er ég búin að skrifa restina lak LoL) svo viðtal við Flosa Ólafs sem hófst á hrópunum ,,Fola-fola-fola-fola-fola!!!"  Hann að kalla á folana sína uppi í sveit.  Inn á milli atriðanna voru svo leikin íslensk lög, flest með Björk og tríói Guðmundar á Gling Gló plötunni.  Hálf-glataður þáttur eitthvað GetLost.  En þeir geta svo sem ekki allir verið góðir Halo.

Nú ætla ég að fara að skríða mér uppí.  

Hilsnur! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband