Heimspekilegar vangaveltur

Ég get ekki sett hlekki inn hérna Angry sem ég skil ekki!!... svo ég verð bara að gefa upp slóðina.  Þetta: 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/18/skolayfirvold_brugdust/  

er ein af betri fréttum ársins.  Svo illa skrifuð að ég varð að lesa hana tvisvar yfir til að skilja hana og, eins og vera ber, einungis með sýn frá annarri hlið málsins.  Svona vil ég hafa þetta.  Og b.t.w... hver er Vilmundur?

Nema hvað... ég er náttúrulega er bara búin að liggja yfir fyrirlestrum og lestri undanfarið og ég má til með að miðla áfram því sem ég hef lært.  Það komu nefnilega tvær stelpur um daginn í tíma og voru að ræða um heimspeki og hvaða hlutverki konur gegndu innar heimspekinnar og tóku þá m.a. fyrir að í klassískri heimspeki liggja engar kenningar eftir konur.  Þó sannað hafi verið að þónokkrar konur hafi stundað heimspeki og ná þær sannanir svo langt aftur sem til 300 ára f.kr.  Nema hvað.  Stelpurnar komu með nokkra frasa frá þekktum heimspekingum og ákvað ég að deila þeim með ykkur hér og eru þeir flestir umorðaðir hjá mér til að stytta þá aðeins.

Platon (427-347 f.kr.) lýsir svo tilurð kvenna að þegar huglausir menn hafi dáið hafi þeir fæðst aftur sem konur og þannig hafi þær orðið til.

Aristóteles (um 384-322 f.kr.) sagði að hlutverk karlsins fælist í því að skipa fyrir og hlutverk konunnar í því að hlýða.  Í Uppruna tegundanna sagði hann að líta beri á konuna sem væri hún vanskapnaður sem engu að síður kemur upp við náttúrulegar aðstæður.  Hann sagði líka hinn þekkta frasa ,,Hógvær þögn er höfuðdjásn konunnar".

Ágústínus kirkjufaðir (354-430) sagðist ekki vera eins ákveðinn í nokkru öðru en að forðast samband við konu þar sem ekkert geri eins lítið úr stórkostlegum vitsmunum karlmannsins eins og faðmlag og snerting konu.  Og hjá því verði ekki komist taki maður sér eiginkonu.

Immanuel Kant, 18. aldar heimspekingur sagði að vegna eðlislægrar hræðslu og uppburðarleysis henti konum ekki að stunda fræðimennsku.  Hann lýsir þeim háðslega á þann hátt að þær beri bækur líkt og armbandsúr, þ.e. þær bera úrið svo eftir því sé tekið að þær eigi slíkt, þrátt fyrir að það sé oftast bilað eða gangi vitlaust.  Hann segir enn fremur að: Hið ,,fagra" kyn er líklega ekki fært um lögmálshugsun. 

Hegel (1770-1831) sagði að ef konur væru í forystu ríkisstjórnar væri ríkið í hættu því konur breyttu ekki samkvæmt almennum lögmálum heldur samkvæmt tilviljanakenndum tilhneigingum og skoðunum.

Hume nokkur (1711-1776), skoskur heimspekingur, skrifaði í bók sinni A National Caracter að vegna siðferðiseiginleika hvíta mannsins umbreyttist hann sjálfkrafa úr villimanni yfir í siðmenntaðan mann á meðan náttúran kæmi í veg fyrir slíkar framfarir hjá svörtu fólki.

Í ljósi þessara ummæla og kenninga er gaman að hugsa til þess að kona er forsætisráðherra Íslands og svartur maður forseti Bandaríkjanna.  Villimenn og vitleysingar! 

Já!  Gaman að þessu Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha... æðisleg samantekt hjá þér.

Valgerður (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband