Allt gengur sinn vanagang...

Já, lífið gengur sinn vanagang, reyndar búið að snjóa bara undanfarna daga svo allt er nú einhvern veginn svona umhorfs í kringum okkur núna 

Niður að mose-num

 

Garðurinn
 
 
 
Búið að vera svolítið kalt en að sama skapi bjart og oft á tíðum fallegt.  Betra en gráminn sem fylgir rigningarveðrinu allavega.
 
 
 
 
 
Nú, Jódís er bara hin hressasta á vöggustofunni og fórum við á foreldrafund þangað í fyrradag en það er svona venjubundinn fundur sem haldinn er ca. hálfu ári eftir að barn hefur þar göngu sína.  Þar var hún bara mærð út í hið óendanlega, hvað hún væri glaðlynd og skemmtileg, dugleg bæði að leika sér ein og með öðrum og ekkert mál að deila hlutum.  Greinilegt að hún ætti systkini.  Eins var hún dásömuð fyrir það hversu dugleg hún er, getur orðið alveg borðað sjálf með skeið og gaffli og drukkið úr glasi og dugleg að labba upp og niður tröppurnar þegar þau fara út.  Að sjálfsögðu getur þessi dugnaður hennar líka verið svolítið rosalegur þar sem hún veigrar sér ekki við að klifra upp og niður stóla og þess háttar Pinch.  Því höfum við fengið að kynnast hér heimavið líka!   En eins og sjá má á myndunum er þessi unga dama afskaplega dugleg á allan hátt.  Hér er verið að klæða sig til að fara á vöggustofuna.  Helst vill hún bara fá að gera þetta allt sjálf og getur það því skapað smá árekstra á morgnana þegar strætóinn er aaaalveg að fara Joyful.  En dugleg er hún!
 
Hálskraginn á!
 
Og húfan komin á hausinn!
 
 
Eysteinn er aftur kominn í rútínuna eftir vetrarfríið og þó hann hafi nú ekki verið að nenna því fyrst þá er hann allavega ekki kominn heim á daginn fyrr en klúbburinn lokar, svo ég held hann sé bara feginn.
 
Nú, Halldór og Pétur hafa stofnað einhvers konar rafeindaklúbb þar sem þeir hafa fengið ægilega fína aðstöðu niður við Christianshavn til að búa sér til sína eigin magnara... að mér skilst.  Stofnfundur var haldinn í gærkvöldi og öll aðstaða þar til fyrirmyndar... skildist mér líka Joyful .  Allavega eru þeir ,,atvinnulausu eymingjar" (segir maður það ekki alltaf um atvinnulausa? LoL) ægilega ánægðir með þetta.  Þeir eru líka duglegir að hittast og halda geðheilsunni hvorum hjá öðrum á sæmilegu plani því hvorugir eru þeir fyrir það að vera svona lausir við vinnu, eins og fæstir held ég Pouty.  En það er náttúrulega alltaf nóg að gera enda vegalengdirnar frekar miklar, sérstaklega þegar maður er bíllaus, svo minnsta viðvik kostar a.m.k. tvær lestir og þrjá strætó-a.  Og það tekur sinn tímann.
 
Próf framundan hjá mér í næstu viku og einhver ritgerðarskil þar eftir.  Semsagt... nóg að gera!  Er það ekki bara fínt?.. ég held það Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband