Gleðilegan verkalýðsdag!

Halldór er búinn að vera að vinna mikið síðan hann byrjaði, var m.a. að vinna fyrir Helga (yfirmanninn) í gær í Páfuglaleikhúsinu.. eða eitthvað svoleiðis.. við að snúa sveif á fullu.  Þessar sveifar settu inn og út leikmyndir en hann sagði mér að þetta væri elsta leikhús þeirra Dana og þar væri enn allt keyrt upp á gamle måden.  Það er svo bara allt að byrja á fullu hjá honum á morgun, þ.e. hljómsveitin mætir og mér skilst að nú verði bara æfingar til 20. maí, þegar verkið verður frumsýnt.  Við sátum úti í gærkvöldi þegar Halldór kom heim og Steffen settist hjá okkur.  Halldór sagði honum frá þessu öllu saman og þá er þessi Søren sem er með þessa sýningu landsfrægur skemmtikraftur og búinn að setja upp heilmargar sprenghlægilegar sýningar undanfarin ár.  Ég hlakka mikið til að sjá þetta.

Annars er ég búin að vera á fullu í náminu, var í prófi í gær, sem gekk bara ágætlega að ég held, er að vinna í þremur ritgerðum, fer svo í próf næsta miðvikudag og svo síðasta prófið 12. maí.  Þá verð ég búin!  Þannig að ég ætlaði bara að skrifa færslu þess efnis að ég muni örugglega ekki blogga mikið á næstunni.  Annars eru örugglega ekkert það spennandi tímar framundan hjá okkur heldur.  Ég ákvað að fórna mér og senda sólina til Íslands á sunnudag og leyfa ykkur að hafa hana allavega frameftir vikunni, sé til hversu örlát ég verð, enda kemur þessi tími sér svo vel fyrir mig þar sem ég verð bara innilokuð að lesa.  Vona að þið njótið vel :)  Ég verð þá bara í rigningunni á meðan Joyful.

Annars allt gott, allir hressir og aaaalveeg nóg að gera.

Bless á meðan! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir sólina eskan hún skín akkurat núna nokkrum mínútum áður voru haglél Gamla góða Ísland Það var mjög öflug ganga hérna 1 maí en við tókum samt ekki þátt sko fórum á búlluna með G og  skutluðum henni síðan til V og S í keflavíkinni allir hressir GANGI ÞÉR VEL Í PRÓFATÖRNINNI megi orðin flæða í ritgerðunum þínum. Knús frá okkur við erum í sólarsælu með smá hagli og rigningu. Siggi er með Guðrúnu að skrifa metsölubókina góðu Knús K

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband