Prins er fæddur í Danaveldi!

Já, Jóakim og Marie fæddist prins kl 04:57 í morgun eftir um 10 tíma fæðingu.  Prinsinn var 3032 gr. og 49 cm.  Prinsessu og prinsi heilsast vel Grin.

Danir eru svooo mikil krútt!  Þetta var ,,breaking news" og blaðamenn biðu í alla nótt á spítalanum og svo var tekið viðtal við Jóakim þegar hann kom niður um sex leytið í morgun þar sem hann tilkynnti um fæðingu prinsins og að þó þetta væri nú í þriðja skiptið (fyrir á hann synina Nikolai, 9 ára og Felix, 6 ára, með fyrrum eiginkonu sinni Mary) þá væri þetta alltaf jafn spennandi og alltaf jafn stórt!  Já, þetta rúllar hérna á sjónvarpsskjánum fyrir framan mig og viðtalið við Jóakim í morgun var svo ægilega sætt og spurningarnar svo krúttaðar, eins og enginn hefði nokkurn tímann eignast börn og þetta væri alveg nýtt LoL.

Annars allt fínt héðan, það kom nú ekkert mikil rigning hérna í gær og ekki fyrr en eftir klukkan 18, og í dag átti að vera ausandi rigning, enn er sólin að skína en þungbúið svo ég býst við að fara að rigna upp úr hádegi.  Oooog ég ætla að fara að lesa Joyful

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband