Prófin búin!

Já, ég kláraði síðasta prófið mitt klukkan rétt rúmlega eitt í dag (og þá er bara ein ritgerð eftir og þá er ég búin).  Gekk út í sólina ánægð yfir að vera búin, ánægð yfir að hafa gengið vel og ánægð yfir að veðrið væri jafn yndislegt og raun bar vitni.  Ég rölti mér í rólegheitum niður á Nørreport og þaðan niður á Kolatorg.  Þar var svo mikið líf og mikið af fólki að ég ætlaði varla að geta fengið borð þar.  En ég fann nú samt eitt og settist niður með ískalt hvítvín í sólinni og hitanum og naut þess að vera til og vera í Kaupmannahöfn og hlusta á þrjá ferlega skemmtilega spila saman ýmsar skemmtilegar jazz-útgáfur af hinum og þessum þekktum lögum.  Þetta er ástæðan fyrir að við búum hérna.  Jiii hvað þetta var yndislegt!

Halldór er á fullu í vinnunni og farinn að sýna á opnum æfingum á kvöldin.  Hann er samt ennþá að mæta á morgnana þar sem tölvan er eitthvað að stríða honum.  Ég vona nú að hún sé hætt að plaga hann, því nóg er nú samt fyrir hann að gera þó hann þurfi ekki á þessu að halda í ofanálag.

Eysteinn ánægður í skólanum og með vinum sínum, er úti núna með Anders og litla krútt heimilisins situr hér við hliðina á mér alsæl með hafrakoddana sína í kvöldmat.  Hún vildi ekki sjá nokkuð annað! Það væri synd að segja að hún sé ekki með sjálfstæðan vilja stelpan.  

Það var verið að tala við Eurovision expert þeirra Dana áðan þar sem fyrri forkeppnin er í kvöld.  Hann var að lýsa hinu og þessu í kringum keppnina og sagði að Danir kepptu ekki fyrr en á fimmtudaginn en vonaði að sjálfsögðu að Svíar, Íslendingar og Finnar kæmust áfram í lokakeppnina á laugardaginn.  Mér fannst það sætt Grin

Jæja, ætla að fara að setja stelpu í ból og fleygja mér af öllu afli í sófann!!! Er eitthvað svo rosalega búin á því eftir daginn, örugglega bara spennufall Joyful

Bless í bili!

Viðbót:  

Þar sem ég sit hérna horfandi á Eurovision á DR1 og hlustandi á Sigmar í útvarpinu (mig langaði til að hlusta á grínið hans milli laga... sem hefur ekki verið eins gott hjá honum eins og þeim danska) þá biðum við Eysteinn náttúrulega eftir Jóhönnu.  Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei fílað þetta lag neitt sérstaklega og var eiginlega hundsvekkt þegar hún vann keppnina heima.  En þetta var helv.. flott hjá henni og ég fékk alveg gæsahúðina þegar hún renndi sér upp undir lok lagsins.  Nú verður hún bara að komast áfram... andsk.. hafi það Angry Grin 

..Önnur viðbót:

YEEEESSSSSSS!!!!! LoLGrinLoL HÚN KOMST ÁFRAM!!! Vá hvað þetta var orðið spennandi.  Úff bara! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála var ekki hrifinn af laginu þegar það vann hérna heima en hún gerði þetta glæsilega stelpa. Til Lukku að vera búin í prófum

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 08:45

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni Vona að Jóhanna nái langt í keppninni ennnn vonandi vinnum við nú ekki, því ekki höfum við efni á því að halda keppnina á næsta ári eða hvað?

Til hamingju með próflokin..... og djö hvað ég öfunda ykkur af verðráttunni og mannlífinu í köben.... gæti alveg þegið smá hvítvín og jazz

Bið að heilsa í kotið. Kv. frá VV18

Valgerður Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband