Frumsýning: Søren Østergaard's Tivoli Varieté: Nu stopper det!

Hún Lóa var svo yndisleg að koma til mín í gær og vera hjá börnunum svo ég kæmist á frumsýninguna hjá Halldóri.  Anna vinkona kom með lest frá Lundi og beið mín á Hard Rock café... mér brá ekki þegar ég sá furðulegan mann sitja við borðið hjá henni og tala við hana.  Hugsaði bara ,,Auðvitað!  Engin laðar furðufólk eins auðveldlega að sér og Anna LoL -Hún er þekkt fyrir það!!!  Þegar við komum inn á svæðið var fullt af fólki fyrir utan Glersalinn og við slökuðum okkur bara þar til við sáum fólk vera að þyrpast inn.  Halldór var þarna tilbúinn á sínum stað og stökk til okkar í smá spjall fyrir sýninguna.  Við fengum sæti á besta stað, á öðrum bekk við enda sviðsins, beint fyrir aftan mónítor LoL.  Sýningin var svo ótrúlega skemmtileg að ég þurfti að laga svarta tauma sem runnu niður kinnar og maskara mig upp á nýtt og mér var orðið svo illt í brosvöðvunum að ég var alveg búin í andlitinu!

Eftir frumsýninguna settumst við Anna bara út á svalir á veitingastaðnum við hlið Glersalsins, fengum okkur Mojito og hófumst handa við að fá upplýsingar hvor hjá annarri um það hvað á daga okkar hefði drifið.  Ooooo hvað var yyyndislegt að hafa Önnu þarna bara hjá sér Joyful.  Frumsýningapartýið var komið á fullt swing þarna við hliðina á okkur og Halldór stóð nánast við hliðina á mér þegar hann hringdi í mig til að vita hvar við værum.  Við vippuðum okkur því niður af svölunum og slógumst í hópinn.  Þar var líka þessi líka fíni fríkeypis bjór á boðstólnum!  Það kom þarna fullt af tækniliði og spjallaði við okkur, það var alveg ótrúlega gaman!  Halldór kom í tvígang, annað skiptið með sviðstjórann og hitt skiptið með hljómsveitarstjórann, til mín, þar sem þeir höfðu þá spurt hann hvort ég væri stödd þarna, og þökkuðu þeir mér kærlega fyrir afnotið af honum og báðust afsökunar á álaginu sem þeir höfðu sett á herðar hans og að leiðin hefði verið löng en endað vel og eitthvað svoleiðis. Svo hitti ég á meistarann sjálfan þarna, Søren Østergaard (sem er nokkurs konar Laddi hérna, allir þekkja hann og hann er mikið með svona skemmti-show hérna), og þakkaði honum kærlega fyrir frábæra sýningu, hann spurði mig þá hvort ég væri ekki konan hans Halldórs (sem ég var alveg rasandi á því hann var ekki með mér og ég hef aldrei hitt Søren áður) og ég játti því.  Þá þakkaði hann mér alveg kærlega fyrir lánið og bað mig afsökunar á því hvað hann hefði verið undir miklu álagi og hann væri svo ánægður með útkomuna.  Ég var aaaalveg rasandi hissa á þessu öllu saman.  Ég hef bara aldrei kynnst öðru eins... að allir biðji mig afsökunar á því hvað Halldór hefur verið undir miklu álagi.. og ekki er þetta nú í fyrsta skipti sem það er LoL.  

Við skemmtum okkur alveg konunglega þarna þar til búið var að slökkva nánast öll ljós í Tívolí.  Þá komum við okkur bara út og fengum okkur í svanginn fyrir heimferð.  Þetta var SVOOOO gaman!!!

Svo vöknuðum við í morgun í aaaaaaaaæðislegu veðri, 23ja stiga hita og logni.  Sem betur fer er bara ekki of mikil sól.  Við erum bara búin að sitja úti í garði og spjalla og svo gekk ég með Önnu niður á lestastöð þar sem hún er á leiðinni heim til Lundar aftur.  Ég er svo hamingjusöm að vera búin að fá hana Önnu mína til mín hingað Grin.

Nú sefur engillinn minn bara úti í vagninum og stóri engillinn er bara að hygge sig enda Kristni-himnafretadagurinn í dag (Kristi-himmelfartsdag / Uppstigningardagur)

Er hægt að hafa það meira dejligt?!!! Joyful 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband