Notó í Köben!

Nei, í þetta skipti er ástæða þagnar minnar ekki óyfirstíganleg vinna heldur frí og afslöppun.  Við Halldór erum búin að vera að njóta veðurblíðunnar undanfarna daga, sem reyndar var ekki svo mikil í dag.  Hann var svo heppinn að Helgi hringdi í hann (yfirmaður hans) og sagði honum að sýningarnar þriðjudag og miðvikudag yrðu felldar niður, svo hann fékk tvo auka frídaga.. á launum!  Hvernig er hægt annað en njóta þess?!!  Við erum búin að hjóla út um allt hreinlega, á mánudaginn sóttum við stelpuna úr vöggustofunni og hjóluðum svo til Sigrúnar og Andy í kaffi og svo annars bara búin að vera hjólandi út og suður.  Alveg hreint dásamlegt!  Hnéð á mér er allt að liðkast og ég er viss um að ég verð bara komin í fantaform eftir sumarið LoL.

Ég er loooksins búin að fá út úr öllum prófum og er bara alveg í skýjunum með einkunnirnar mínar... alla nema eina.  Það er í barnabókmenntum, námskeiði sem ég er búin að vera að kvarta undan frá upphafi.  Meingallað námskeið og enn gallaðri próf.  Ég er bara alveg hundfúl með þetta námskeið enda fékk ég 7 í lokaeinkunn.  Eeeen... í hinum námskeiðunum gekk mér svona líka ljómandi asskolli vel!!! Lokaeinkunn Efnismenningar var 9, lokaeinkunn kenninga í kynjafræðum var 9 (inn í því var 40% ritgerð sem ég fékk 9,5 fyrir Grin) og lokaeinkunn karla og karlmennsku var 9,5!!! Ég er bara, eins og ég skrifaði áður, alveg hreint í skýjunum yfir þessu.  

Ég er svo að fara til Gautaborgar með Kalla mínum um helgina, með stuttri viðkomu hjá Önnu vinkonu í Lundi, en í Gautaborg ætla ég að fara á bókasafn háskólans sem á víst að eiga mjög góða Paraguay deild. Þar ætla ég að viða að mér alls kyns greinum og bókum sem nýtast mér við skrift B.A. ritgerðarinnar sem ég ætla að fara að byrja á.  Ég vona að það gangi allt vel.  Sigrún og Andy ætla að hafa krakkana meðan Halldór er að sýna á laugardaginn en svo verð ég komin aftur áður en hann þarf að mæta á þriðjudaginn (hann er í fríi sunnudag og mánudag).  Ég hlakka voða mikið til að koma til Gautaborgar, enda hef ég aldrei komið þangað.. allavega ekki svo ég muni Joyful.  Kalli er náttúrulega þaulvanur þarna og getur sýnt mér hina stórkostlegu borg, enda bjó hann þar í nokkur ár meðan hann var í námi við háskólann þar.  

Halldór fór sem sagt að vinna sinn fyrsta dag eftir fjögurra daga frí í dag.. og var EKKI að nenna því.  Hann er voða mikið að falla inn í hygge sig menningu þeirra Dana LoL.

Stelpan vaknar orðið upp 30 sinnum á nóttu, greinilegt að tennur eru eitthvað að reyna að myndast við að koma upp.  Það var svo fyndið annars í dag þegar ég sótti hana á vöggustofuna að það var ekki séns að fá hana heim!  Hún var að vega salt þegar ég kom, skríkjandi af hamingju og svo hljóp hún beint í einhvern svona lokaðan hlaupabíl, lokaði hurðinni og þegar ég opnaði hana til að taka hana út þá gargaði hún og skellti á mig hurðina og sagði: NEI!!! Ég náði henni þó á endanum gargandi út úr bílnum (þá var ég búin að vera í ca. 20 mín. á vöggustofunni / garðinum með henni) og við hjóluðum okkur svo heim.

Eysteinn er svo með næstu tónleika á miðvikudaginn næsta, 3. júní.  Þá er einhver hátíð í klúbbnum, hlakka til að sjá þau aftur :)  Það er annars búið að vera lítið um hefðbundna kennslu hjá honum undanfarið, fóru í myndlistaskóla í tvo daga, svo eru alltaf skólagarðar öðru hvoru þar sem hann er búinn að sá fyrir gullrótum og alls kyns káli pota niður útsæði og alls kyns góðgæti fyrir okkur sem verður gaman að borða síðar á sumrinu.

Jæja, gott í bili... stelpan er vöknuð... aftur GetLost.

Bless í bili! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með glæsilegann árangur í skólanum

 Knús frá VV18

Valgerður Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 18:45

2 identicon

Til hamingju með frábæran árangur. knús K

Kristján (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Arnrún

Takk takk esskuddnar mínar :D

Knús!!

Arnrún, 29.5.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband