Helgin og tennurnar

Alberta og dætur hennar, Amelía og Andrea, komu til okkar á föstudagsmorgun og við fórum sem leið lá niður í Kristjaníu til að sýna börnunum mismunandi menningarheima... en þó aðallega til að kaupa buxurnar sem ég hafði séð þegar við skruppum þangað um daginn.  Baaara fallegar Tounge.  Við settumst fyrir utan kaffihús þar og fengum okkur kaffi í yndislegu veðri og höfðum það notalegt.  Halldór og Amelía elduðu svo fyrir okkur þessa líka frábæru pizzu í kvöldmatinn og var það ákveðið að Amelía skyldi verða kölluð til næst þegar við héldum pizzuveislu, enda tókst henni með eindæmum vel upp að raða á pizzuna Smile.Þær fóru síðan heim, mæðgurnar, rétt eftir hádegi, en þær höfðu verið svo heppnar að fá far með vinkonu Albertu fram og tilbaka frá Horsens. 

Pétur Steinsen var mættur um eftirmiðdaginn með kjúklingabringur á nýja grillið sem Halldór var þá nýbúinn að fjárfesta í.  Þetta líka fína kúlugrill Grin.  Okkur fannst ekki hægt að vera alltaf að fá lánað nágrannagrillið þegar við vorum að grilla svona fimm sinnum meira en þau sjálf Tounge.  Þetta varð hinn bragðbesti matur, grillaðar kjúklingabringur og gráðostafylltir sveppir og paprikur.  Jiiiiminn eini hvað það er gott!!!!

Í kvöldmatnum í gær tókum við svo eftir því að sú stutta er looooksins komin með tennur sitthvorum megin við neðri framtennurnar.  Já, fyrst tókum við eftir annarri, sem hefur greinilega komið upp í fyrradag eða daginn þar áður, svo tókum við eftir hinni sem var ögn minni og gæti hreinlega hafa sprungið fyrir henni bara í gær.  Svo heildar tannafjöldi hjá Jódísi Guðrúnu er því núna orðinn 12 Grin   Gott að vera búin að ná tylftinni fyrir annan afmælisdaginn LoL.

Já, það fer nú óðum að styttast í hann og mér þykir hreint með ólíkindum að við séum búin að vera hérna bráðum í heilt ár!  Ég bara kemst ekki yfir það hvað tíminn er fljótur að líða.   

Annars fórum við í hjólatúr í gærkvöld eftir matinn, það var svo frábært veður og við ákváðum að hjóla hérna aðeins um hverfið bak við skólann hans Eysteins.  Þar er líka svona hjólastígur inn í trjágöngum rétt við íþróttasvæði og þar eru mjög falleg einbýlishús sem við vorum að láta okkur dreyma um.  Þetta er nú bara hreint ótrúlega skemmtilegt hverfi sem við búum í hérna og nóg af fallegu grænu umhverfi, við sáum það.  En það var svoooo mikið af fólki úti að hjóla, skokka eða bara í göngutúr að það var vart þverfótað fyrir þeim.  Ég hef bara aldrei séð svona mikið af fólki áður í hverfinu, enda var veðrið, eins og fyrr segir, hreint yndislegt og við bara á bolnum að hjóla.

Oooog svo er drengurinn minn að koma heim á morgun!!! Ég er farin að hlakka svooo til að sjá hann og knúsa að ég get bara ekki beðið!  Einn mánuður er fullmikið fyrir móðurhjartað og alveg á mörkum þess að vera þolanlegt.  Vá hvað ég hlakka til að fá drenginn minn heim! Grin

Gott að sinni,

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband