Jódís Guðrún 2ja ára

Í gær var sem sagt komið eitt ár síðan við héldum upp á afmælið hennar Jódísar Guðrúnar úti í garði í ofsalega góðu veðri.  Við ákváðum að endurtaka leikinn og buðum því til afmælisveislu á sunnudaginn.  Hentar svona betur en mánudagurinn til slíkra gjörninga Joyful.  Til veislu komu Lóa og Þröstur, Sigrún og Andý, Einar og Marta og Pétur og Tanja Ósk.  Við byrjuðum úti í garði, það var reyndar búið að hóta rigningu á okkur allan daginn en enn var ekkert farið að bóla á henni.  Okkur leist samt ekkert á skýjabakka sem var að færast nær en ákváðum þó að láta hann ekkert á okkur fá og hófum veisluna.  Við vorum þó rétt búin að renna niður fyrstu bitunum þegar fór að rigna vel á okkur en vel þjálfað teymið náði að koma öllu innfyrir á innan við mínútu.  Veislan hélt því áfram innandyra en við horfðum eiginlega löngunaraugum út því þetta var bara smá skúr og sólin glennti sig eiginlega allan tímann og vel á eftir.  Eftir að við höfðum fengið okkur í gogginn ákváðum við því að fara út og sátum þar í góða stund, Sigrún og Andý fóru þó fljótlega.  

Við vorum bara alveg alsæl með daginn og daman með gjafirnar sínar sem voru hver annarri glæsilegri.  Hún var þó farin að fá eitthvað í magann þegar leið á daginn, þó ekki af matnum því hún fékk sér aðallega bara skinkuhorn sem ég bakaði handa okkur og kökurnar borðaði ekki mikið.  Eysteinn kom heim úr fótboltamóti með gullmetalíu sem liðið hans vann um helgina og Eysteinn Aron skoraði hvorki meira né minna en sjálft gull-markið.  Markið sem réð úrslitum um það hvort þeir fengju silfur eða gull.  Hann var því freeekar ánægður með sig, enda orðinn framherji í liðinu og talinn mjög góður sem slíkur.  Hann hefur náttúrulega bara æft fótbolta í tæpar tvær vikur og hingað til hefur hann verið hrifnastur af markinu.  En ekki lengur! Grin

En í gær voru sem sagt bæði börnin heima, Eysteinn með hita og rosalegt kvef eftir helgina, auk þess sem einhver eyrnabólga hefur náð að læðast með og Jódís Guðrún enn með í maganum svo ekki var þorandi að fara með hana á vöggustofuna í slíku ásigkomulagi.  Kakan sem ég bakaði fyrir sam,,nemendur" hennar þar mátti því pakkast inn og bíða til dagsins í dag þegar hún var orðin góð og við trakteruðum krakkana og fóstrurnar með köku.  Þær voru hinar ánægðustu með þetta allt saman.  Við Eysteinn kíktum til læknis í gær sem sagði að engin sýking væri í eyranu og var hann orðinn hitalaus í dag svo hann fór bara í skólann.  Tveir afmælispakkar bárust Jódísi í gær, annar frá Jóni og Valgerði, ægilega sætur kjóll og hinn frá ömmu Gurrý sem innihélt fullt af fötum á þá stuttu auk þess sem hún gleymdi sko ekki stóra bróður og pabbanum á heimilinu með fötum nammi og E. Finnsson kokteilsósu LoL.  Já, það var sko mikil hamingja á bænum þegar sá pakki var opnaður, og ekki bara hjá þeirri stuttu sem var ægilega ánægð með báða pakkana, og sagði stórt ,,Vááá!!" þegar hún sá gjafirnar sínar LoL.  Ástarþakkir fyrir hana og okkur öll!!

Veðrið var svo rosalega gott í dag að við ákváðum að smella á grillið nokkrum kjúklingabitum og grænmeti sem var líka svona ljómandi ljúffengt.  Pétur og Tanja Ósk borðuðu með okkur og höfðum við það bara ægilega notalegt saman.  Nú eru þau farin og Jódís farin að sofa og við bara að koma okkur í ró eftir hreint dásamlegan dag.  Eysteinn Aron getur líka vel við unað eftir að hafa fengið legghlífar og sitthvað fleira fyrir fótboltann.  Nú er honum ekkert að ,,landbúnaði" að fara að skora fleiri mörk LoL.  Halldór er búinn í Tívolíinu en er þó kominn með nokkur aukaverkefni þar auk þess sem hreinlega frussast inn aukavinnan hjá Show Crue svo hann var voða feginn að fá frí í dag þar sem það er fyrsti frídagurinn hans í viku og hann verður að vinna áfram út vikuna og fær svo dag eða tvo í fríi og svo aftur að vinna.  Frábært alveg!  Nú hlýtur að fara að detta eitthvað inn hjá mér þar sem fyrstu umsóknarfrestir voru að renna út núna í síðustu viku og byrjun þessarar og svo áfram.  Reyndar eru þeir ægilega duglegir að gefa sér tíma til að fara yfir umsóknir.  Ég held allavega ótrauð áfram að sækja um enda um aðeins auðugri garð að gresja hér en á Íslandi hvað atvinnumöguleika varðar Crying.

En svona rétt í lokin ætla ég að smella nokkrum myndum af afmæliskaffinu- og afmælisbarninu.

Nývöknuð fyrir afmæliskaffiðSystkinin sísætuSystkinin sísætustuAfmæliskaffi útivið..svona rétt áður en fór að rignaAfmælsikaffi innivið..svona rétt eftir að byrjaði að rignaJódís litla afmælisbarn að klæða sig í fínu skónaAfmælisbarnið á afmælisdaginn með Lubba og Millý

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Omg hvað hún er orðin stór! Gott að heyra að það gengur vel, vona að þú finnir góða vinnu fljótt. Hlakka til að hitta ykkur næst-hvenær sem það verður ;o)

Jónína Dögg

Jónína Dögg (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband