Fréttir undangenginna daga

Það er svo ósköp lítið að frétta af okkur að mér finnst eiginlega varla taka því að vera að henda inn einhverju bloggi Undecided.  En jújú, Eysteinn fór í gær á fótboltamót til Roskilde með félaginu sínu en hann er farinn að æfa ásamt Jacob og Anders hjá KFUM sem er staðsett mitt á milli skólans og klúbbsins, svo það er ferlega þægilegt.  Hann verður fram á sunnudag og fékk ekki að taka með sér símann sinn svo ég treysti því bara að hann hafi það gott Wink.  Halldór er núna akkúrat um þetta leyti að hefja síðustu sýningu sína í Tívolí, allavega þetta sumarið, og var bara hress með það.  Það á síðan að vera eitthvað heljarinnar húllumhæ á eftir sem ég treysti líka að verði bara bráðskemmtilegt Smile.  Nú!  Við mæðgur vorum einar heima í gærkvöldi þar sem Eysteinn var þá farinn í fótboltaferðina og Halldór að vinna.  Við buðum Einari og Mörtu, og Lóu og Þresti á sýninguna og gerðum heiðarlega tilraun til að bjóða Sigrúnu og Andy, og Pétri og pabba hans líka en þau komust ekki.  En þau sem komust skilst mér að hafi skemmt sér svona strålende vel Joyful.  

Á morgun ætlum við svo að halda smá afmæliskaffi í tilefni tveggja ára afmælis dömunnar á mánudaginn og verðum við að vona að veðrið verði eins gott og í fyrra þegar við sátum bara úti í garði allan tímann Joyful.

Að öðru leyti er bara ekkert að frétta.. en fréttaveitan er opin allan sólahringinn og kemur þeim áleiðis um leið og þær berast.

Gott að sinni

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband