Mánudagur til mikils notalegheits, með kertum svona í slagviðrinu :)

Nú skilst mér að sé svona ljómandi fínt veður á Íslandi með sól í heiði.  Enda passar það ágætlega.  Hér er byrjað að rigna Woundering.  Reyndar er nú erfitt að ætla að vera að kvarta, þó það sé tekið að hausta þá erum við nú búin að fá mjög gott veður þannig að hægt hefur verið með góðu móti að sitja úti og drekka kaffibollann sinn Wink.  

Við foreldrarnir ætluðum að sjá fótboltaleik hjá liðinu hans Eysteins á laugardagsmorgun en þá mættu andstæðingarnir ekki svo við horfðum bara á æfingu.  Honum gengur afskaplega vel, eins og ég hef minnst á áður og eru þjálfararnir hæstánægðir með hann þar sem hann er kattliðugur og duglegur að fórna sér fyrir boltann.  Við vorum líka þrælmontin af honum þegar við sáum hvað hann er góður.  Það er greinilega þónokkur metnaður í liðinu og strákarnir bara mjög góðir miðað við aldur.  Seinnipart laugardagsins tókum við svo strætó til Einars og Mörtu sem fer framhjá Ikea.  Þar stoppaði hann í dágóða stund og var mér litið yfir götuna, á stoppið hinum megin götunnar, þar sem ég sá gamla kórstjórann okkar Jón Inga ásamt Eddu konunni sinni, Simma syni sínum og (meintri) kærustu hans.  Við Halldór veifuðum eins og við ættum lífið að leysa en þau voru svo upptekin af því að spjalla saman og sú eina sem tók eftir okkur var (meint) kærastan, sem við þekkjum ekkert og hún hefur haldið að við værum eitthvað geðveik þarna.  Á endanum hefur hún þó sagt eitthvað því þau litu við og tóku eftir okkur og veifuðu hlæjandi tilbaka LoL.

Við fengum svona líka ljómandi fínt lambalæri með öllu tilheyrandi hjá Einari og Mörtu og okkur til mikillar undrunar var þetta Nýsjálenskt lambalæri sem smakkaðist svona líka afbragðs vel.  Þetta var bara ofsalega gaman en við þurftum að fara um níu leytið, bæði vegna stelpunnar og eins vegna þess að Halldór var að fara að vinna kl. átta morguninn eftir.  Hann var farinn þegar ég kom á fætur og kom ekki heim fyrr en á miðnætti tilbaka, rétt þannig að hann náði síðustu strætóferðum fyrir nóttina.  Hann fór svo aftur í morgun.  Nóg að gera Joyful.

Ég hjólaði með Jódísi á vöggustofuna í slagviðrinu og voru þau inni vegna veðursins, en þó á leið út í göngutúr þegar okkur bar að.  Það er svo annar leikur hjá Eysteini í dag, nú á Parken en ég efast um að við förum enda bíllaus og fleiri leikir á KFUM vellinum framundan Joyful.  

Halldór er orðinn ansi spenntur að fljúga heim næsta sunnudag og væri ég sko alveg til í að vera að fara með honum Smile.  Það verður þó nóg að gera hjá honum að koma íbúðinni í stand en þetta á að ganga allt saman upp með hjálp góðra manna, sem mér skilst að hafi boðið fram aðstoð sína Wink.

Læt þetta duga að sinni,

bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband