Stórstjörnur til Köben

Þessa dagana eru að hrúgast inn stórstjörnurnar til Kaupmannahafnar vegna þess að á föstudag verður skorið úr um hvaða borg heldur ólympíuleikana árið 2016.  Valið stendur milli Tokyo, Madrid, Rio de Janero og Chicago.  Þó er talið að raunverulega valið liggi milli Rio og Chicago.  Sendinefndir frá löndunum hafa verið að koma undanfarna daga til að reyna að sannfæra þá 106 einstaklinga sem í nefndinni eru um að þeirra borg sé hæfust.  Hlauparinn Michael Johnson, Pelé fótboltastjarna og fleiri flottar íþróttastjörnur komu í dag og er von á Oprah Winfrey og First Lady, Michelle Obama, á morgun auk enn fleiri íþróttastjarna.  Sjálfur Barack Obama stoppar svo í heila fimm tíma á föstudaginn til að leggja sitt lóð á vogaskálarnar við að reyna að koma Chicago inn.  Fréttirnar hafa sem sé ekki snúist um neitt annað undanfarna daga.  Það er svo gaman að sjá hvað Danmörk er lítil og minnir mig svo mikið á Ísland.  Allir svo stoltir yfir að fá fræga fólkið til Köben LoL.

Af okkur fjölskyldunni er annars allt gott að frétta Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband