Ókey, ókey, ókey, ókey!!!

...ég skal blogga! Joyful

Það er nú samt ekki mikið að frétta af okkur.  Jú, Halldór er farinn til Íslands.. og kominn aftur, gekk vel með mikilli hjálp fjölskyldu og vina að parketleggja og ganga frá því sem þurfti að ganga frá á þessari rúmu viku sem hann var heima.  Þvílíkt sem við erum auðug af góðu og hjálpsömu fólki í kringum okkur!  Ástarþakkir!!!! Smile (vantar knús-kall).  

Á föstudaginn, eða daginn eftir að Halldór kom, tókum við lestina til Horsens að heimsækja Albertu vinkonu sem býr þar ásamt tveimur dætrum í voða kósí stúdenta-raðhúsi.  Þar eyddum við helginni í góðu yfirlæti og nutum þess að vera saman.  Við erum orðin svo ægilega slöpp í drykkjunni að á tveimur kvöldum náðum við að klára eina rauðvínsflösku og tvo bjóra LoL.  Við kenndum þeim teningaspilið góða sem Hrefna kenndi svo vel á ættarmótinu í sumar og bæði Eysteinn og Amelía, níu ára dóttir Albertu, fengu að spila með til að verða þrjú um nóttina.  Ægilega gaman Joyful.

Halldór byrjaði svo að vinna á fullu strax á mánudeginum og búinn að vera að vinna alla vikuna.  Nóg framundan.  

Veðrið fremur kalt og hráslagalegt, rigningarsuddi og 8 stiga hiti Undecided.

-Ég sagði það... það er EKKERT að frétta!!!  Aðalfréttirnar liggja hjá Sigga og Kristjáni sem eru að fara að opna NÚÐLUSKÁLINA!!!!  Ég er bara  svoooo spennt fyrir þeirra hönd! Grin

Gott að sinni!

Bless í bili!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband