Helgin

Ég fékk hana Mörtu vinkonu til að draga mig út á lífið á föstudaginn.  Það var nú lítið mál!  Hún fór með mig á pöbbarölt og upphafsstaðurinn var staður þar sem maður pantar bara á íslensku á barnum Joyful.  Það var svo rosalega gaman um kvöldið að það var næstum því þess virði að bíða í tæpt ár eftir því LoL.  En laugardagurinn var náttúrulega að mestu (ja eða alveg) undirlagður í eintóma leti á eftir Tounge.  Við Halldór röltum okkur svo til Lóu í kaffi á sunnudag með litla skott sofandi í kerrunni sinni á meðan Eysteinn var að verja eins og óður maður á fótboltamóti.  Hann kom heim forugur upp fyrir haus enda var búinn að vera rigningarsuddi allan daginn.  En hann var samt nokkuð ánægður, þrátt fyrir mikið ,,dómarasvindl!" Jódís var farin að hósta svo ægilega mikið auk þess sem stanslaust rann úr nefinu á henni að við ákváðum að halda henni bara heima í dag.  Hún verður vonandi orðin skárri í fyrramálið, mér finnst allavega hóstinn orðinn minni.  

Klukkunni var breytt í gær svo nú erum við einungis klukkutíma á undan íslenska tímanum sem er voða gott.  En jiminn hvað er farið að dimma eitthvað núna og þeir eru svo ægilega sparsamir á lýsinguna hérna að það er bara kolniðamyrkur úti.  Þá er bara að kveikja á kertum innandyra og gera kósí hjá sér Joyful.  

Annars bara allir kátir og hressir og biðja fyrir kveðjur heim Smile

Gott að sinni

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband