Sunnudagur í október

Tókum daginn í dag bara í rólegheitum, fengum símtal að heiman frá tengdamömmu fyrir hádegi sem var náttúrulega bara yndislegt eins og alltaf Joyful.  

Það er hreint ótrúlegt hvað veðrið hérna er búið að vera yndislegt.  Bara tæplega 15 stiga hiti og sól og notalegt.  Fólk var bara á peysunni úti og það í miðjum októbermánuði. Sigrún og Andy buðu okkur svo seinnipartinn í kaffi og vöfflur til sín og ohhh, ég fyllist alltaf öfund þegar ég kem til þeirra (samt bara svona góðri öfund sko Tounge) þau eiga svooo fallega íbúð á svo fullkomnum stað.  Þetta var alveg ofsalega notalegt, eins og alltaf, og sátum við bara að spjalli í góðan tíma.  Jódís Guðrún naut sín í botn við að dreifa legókubbunum vel og vandlega um allt stofugólf og þau verða örugglega stígandi á kubba fram eftir allri vikunni.  Eins og það er nú alltaf notalegt Pinch.  Á heimleiðinni rákumst við á athugasemd á búðarglugga sem ég má til með að deila með ykkur.  Nefnilega í ákveðni sinni og tilætlunarsemi eru Danir svo kurteisir.  Þetta fannst okkur lýsa því vel.  Ef þetta sést ekki vel má alltaf smella á myndina og stækka hana.  

Tilkynning

 

Pabbi hringdi svo uppúr kvöldmatarleytinu og var auðvitað frábært líka að heyra aðeins í honum.  Nú er stelpan orðin svo góð með það að fara að sofa aftur, maður bara leggur hana og kyssir góða nótt og þá bara veltir hún sér á hliðina með Gutta og Lubba í fanginu og sofnar sér.  Svo nú liggur hún steinsofnuð í rúminu sínu og feðgarnir eru í fótboltaleik í Playstation tölvunni meðan ég pikka eitthvað hérna á tölvuna. Þetta finnst mér afskaplega notaleg stund svona á tölvuöld Cool.

Annars erum við nú að róast yfir öllu ástandinu og finnum að þessi þráhyggja fyrir æsifréttum að heiman fer dalandi sem er mjög gott og svo sem afskaplega lítið sem við getum gert svo það er til lítils að vera eitthvað að missa sig yfir þessu öllu.  Nú vonum við bara að ástandið fari batnandi í vikunni og ef það dregst eitthvað á langinn þá eigum við allavega afskaplega góða að.  Ástarþakkir fyrir það.  Við kunnum virkilega að meta allt sem þið gerið fyrir okkur Blush (þessi kall á að sýna hversu auðmjúk við erum).

 

Pabbi sendi mér einn góðan sem ég ætla að láta fylgja með svona í lokin:

 

An American said: 
"We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash."

 The Icelander replied: 
"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash."

Ágætt að gera bara grín að þessu öllu Tounge

Knús til ykkar allra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt og knús alltaf gaman að lesa bloggið þitt ert skemmtilegur penni.

knús

 K

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Arnrún

Æ takk esskan,

love you to! :)

Arnrún, 13.10.2008 kl. 12:28

3 identicon

Ha ha ha.... þessi var góðu (brandarinn sko;). Ég les alltaf og kvitta stundum. Enda fáum við ekki fréttablaðið enþá eftir að við afþökkuðum það svo oft í sumar þegar við bjuggum ekki í húsinu þannig að pistillinn þinn kemur bara í staðinn;) Enda mun jákvæðari en þetta endalausa krepputal;)

Kv. frá V18

Valgerður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:47

4 identicon

Miss U ...

A.

Stóri bróðir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 01:32

5 Smámynd: Arnrún

Maður verður náttúrulega vitlaus af endalausum fréttum um heimsendi, ég taldi einhverja sjö hnúta í maganum á mér svo nú verður maður bara markvisst að vinda ofan af þessum hnútum og bíða eftir að allt fari til fjandans áður en maður fer að missa sig, hehe.

Axel: Miss u to!!

Arnrún, 14.10.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband