Breyttur heimur

 Veðrið er svo yndislegt núna að ég trúi því nú bara varla (nú frekar en fyrr) að það sé 14. október.  Á reyndar að fara að rigna á morgun svo við Lóa ætlum að hittast í dag og taka nokkrar fallegar haustmyndir enda eru trén núna svo falleg í haustlitunum að maður má nú eiginlega ekki láta það fara til spillis.  Annars ljúga veðurfræðingar hérna meira en heima (sbr. lagið hans Bogomil) svo á þá er ekkert að treysta hvað spárnar varðar.  Svo oft búið að spá grenjandi rigningu sem svo kemur ekki, sem betur fer náttúrulega, segi það ekki Joyful.

Eysteinn sagði afskaplega heimspekilega við mig í gær "Mamma heimurinn hefur breyst svo mikið!"  "Nú?" segi ég, "já, Ronaldinho er kominn til AC Milan!"Gasp  Já það er rétt.. heimurinn hefur breyst afskaplega mikið Cool

Annars var soðningin afskaplega góð sem við fengum okkur í gær og ég vissi ekki að eitt barn gæti verið svona botnlaust, Jódís Guðrún gargaði ef við vorum ekki stanslaust að moka upp í hana og það var ekki séns að reyna að lauma upp í sig bita og bita á meðan.  Hún hesthúsaði heilum disk af stöppuðum fiski í kartöflum og smjöri og Halldór var farinn að gefa henni af sínum fiski til að nágrannarnir héldu ekki að við værum að pína barnið.  Hún er farin að verða stöðugri og stöðugri, stendur bara út á miðju gólfi og tekur svo kannski 2-3 skref, maður sér hreinlega dagamun hjá henni hvað þetta varðar.  Enda töluðu fóstrurnar einmitt um það í gær við mig.  Svo er foreldrafundur á vöggustofunni í næstu viku og það verður gaman að sjá hvað sagt verður um hana.

Jæja, gott í bili, ætla að fara að finna til myndavélina og svona til að taka með niður í bæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Já, börnin eru svo mikilir heimspekingar...það er ekki verið að eyða tíma í ekki neitt...augnablikið skiptir öllu máli og þau eru alltaf í núinu að njóta...við getum lært svo mikið af þessum elskum

Hér eru allir í lægð en þó er víst skárra hér í sveitinni en í Reykjavík...segir fólk sem vinnur fyrir sunnan...upphlaupið var mest í borginni en við erum enn að jafna okkur eftir skjálftann stóra í maí og þessi er ekki farinn að hafa full áhrif hér.

Við erum mest í því núna að slaka á og njóta dagsins...það er mjög svalt og þá er gott að viðra sængurfötin...

Hugsa til þín elskan

knús

Anna

Anna S. Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Arnrún

Já, það þýðir sko ekkert annað en að njóta dagsins, og muna máttinn í núinu (ég er sko að lesa þá bók núna, hehe). Já þetta jafnast náttúrulega á við náttúruhamfarir svona ástand eins og hefur verið á landinu undanfarið og ekki sér almennilega fyrir endann á á næstunni. En öll él birtir upp um síðir og maður verður bara að trúa að það gerist fljótlega heima, hvað efnahagsástandið varðar allavega :)

Arnrún, 14.10.2008 kl. 18:21

3 identicon

Hlakka til að sjá myndir af haustinu í Köben.

 Bíddu Jódís er dóttir Arnrúnar og Halldórs annað ykkar er með smekk fyrir mat samkvæmt Dóra hinn aðilin ekki  hmmmmm. Hvort fylgir Yoga dúlla  A eða H í smekk á mat ?? :-) hehehe

knús knús kvitt kvitt

K

K:-)

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Arnrún

Jah.. þegar stórt er spurt!!

Hún hefur ennþá fremur einfaldan smekk föður síns að mjörgu leyti, enda viljum við heldur ekkert vera að gefa henni of mikil krydd o.þ.h. sem fylgir smekk hinna þróuðu. Hins vegar er hún alveg vitlaus í ost og tómata, sem Halldór hefur ekki getað komið oní sig og vitnar til þess að ostur hafi furðulega áferð og tómatur sé eitur. (Það skal þó tekið fram að hann borðar bráðinn ost, enda hefur áferðin breyst töluvert við bræðsluna :)

Tak for kvitt kvitt!

Knús knús!

Arnrún, 16.10.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband