17. dagur októbermánaðar

Jódís Guðrún er alveg að fíla sig þarna á vöggustofunni.  Ég var að finna til útifötin á hana þegar Halldór tók hana í fangið og hún bara vinkaði mér bless!  Já.. bara drífa sig af stað!  Vissi sko alveg að þau væru að fara.  Svo er hún samt svo góð við pabba sinn að hún gerir venjulega svona "uhuu!" þegar hann skilur hana eftir en fer svo bara að leika.  Bara rétt til að hún móðgi hann nú ekki með því að það sé skemmtilegra að vera þarna en heima. 

En... hvernig í ÓSKÖPUNUM á maður að muna eftir því að útbúa nesti handa Jódísi Guðrúnu.. BARA á föstudögum.  Ég -að sjálfsögðu!- gleymdi því -aftur!- í morgun eins og alla aðra föstudaga.  Í þetta skiptið varð mér þó litið á ísskápinn klukkan 10:20 í morgun, þar sem ég hafði, síðastliðinn föstudag,  skrifað stórum stöfum á blað: FÖSTUDAGUR: MUNA NESTI FYRIR JÓDÍSI GUÐRÚNU!!!  og þau borða korter í ellefu svo ég dreif mig í að útbúa nesti handa stelpunni, leita að strætókortinu mínu, sem ég mundi svo að Halldór hafði tekið, finna sokka og allt... auðvitað var ekkert tilbúið!!! Svo klukkan var hálfellefu þegar ég hljóp (öllu heldur skakklappaðist) uppá strætóstopp, nýtt met, 4 mínútur!  Allan tímann hugsaði ég bara plís plís plís... ekki vera nýfarinn, því strætó kemur á 10 mín. fresti.  Þegar ég stóð á ljósunum sá ég strætóinn koma og hljóp yfir á rauðu, held hann hafi gert sér grein fyrir að ég ætlaði með honum, og sem betur fer var gömul kona að bíða eftir honum svo ég rétt náði inn áður en hann rann af stað.  Þegar ég kom að staðnum sem ég fer úr þá var grænt á göngukallinum, sem er ALDREI!  Svo ég hljóp (hahaha).. ég meina skakklappaðist.. alla leiðina að vöggustofunni og inn!  KORTER Í ELLEFU var klukkan.  Ég fór inn og passaði mig að stelpan myndi alls ekki sjá mig væri hún þar.. en þar var enginn!!  Auðvitað voru allir í gönguferð og ætluðu að vera svolítið í seinni kantinum í dag.  Ég hefði sem sagt geta skriðið þetta og samt náð!  Æi ég var afskaplega fegin þó að hafa náð á réttum tíma.  Svo rölti ég mér tilbaka og þurfti varla að bíða eftir næsta strætó, samt tók ferðin allt í allt 45 mínútur.  Ótrúlegt!

Ég er að hugsa um að minnast bara aftur á veðrið.  Það er yndislegt!!! Varla vindur, sól og fallegt.  Það var reyndar undir 5 gráðunum þegar við komum á fætur í morgun en lofthitinn hefur hækkað mikið með sólinni.  Og litirnir maður!!!  Verstur fjandi að ég þurfti að minnka myndirnar sem ég setti inn í síðustu færslu, svo mikið að dýptin fer alveg.  En ég tók alveg fullt af myndum, þetta var bara brotabrot af þeim.

Eysteinn forðaði sér í klúbbinn í morgun þegar hann sá mig draga ryksuguna fram, ætlaði sko EKKI að lenda í einhverri tiltekt heima.  Hringdi svo í mig áðan og þá voru þau að baka sér pizzur.  Hver með sína og áleggið bara í skálum á borði.  Hann var hrifinn Smile eða a.m.k. sá hann ástæðu til að hringja í mig og segja mér frá þessu.

Nú er held ég kominn mánuður síðan við sóttum um internettengingu, en eins og ég hef minnst á áður þá erum við á nágrannaneti.. já með fullu samþykki að sjálfsögðu Grin og við fengum allan búnaðinn sendan í fyrradag.  En tengingin verður þó ekki gerð virk fyrr en 22. oktober.  Þeir eru svoo snöggir að öllu hérna þessar elskur!  Þetta er búið að dragast svo að gjafakarfan er komin úr stærð 1 í stærð 4 núna sem við verðum að gefa honum Steffen fyrir að veita okkur aðganginn að sínu neti FootinMouth.   

Nú er innan við vika þangað til amman og afinn í Baugstjörn koma til okkar og erum við orðin ansi spennt að fá þau.  Ég vona bara að þau fái þetta góða veður sem er búið að vera undanfarið svo þau geti notið þess í botn að vera hérna í Kaupmannahöfn.  Spurning um að kíkja í þessa búð þarna sem íslensku konurnar voru reknar út úr og athuga hvort maður fengi ekki einhverja þjónustu? LoL

Jæja, gott í bili! 

Ein svona í lokin af stelpunni fyrir utan vöggustofuna sína

IMG_0302 copy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, nestið verður seint afnumið í danaveldi;)

Valgerður (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband