Rigningardagur

Þennan líka fína fiskrétt í hvítvínsrjómasósu útbjó ég handa okkur í gærkvöldi.  Á bakaleiðinni frá vöggustofunni fannst mér tilvalið að koma við í búðinni og kaupa hvítvín og datt þá í hug að hafa svolítið hygge-kvöld með góðum mat og hyggelig-heit.  Jújú, Pétur kom í mat og við sátum að spjalli fram eftir kvöldi sem endaði svo fullkomlega með því að Guðni Már spilaði fyrir okkur Megas á Rás 2 sem við hlustuðum á í gegn um netið og las meira að segja upp kveðjuna okkar heim Smile.  Það fannst okkur gaman Joyful.  

Halldór tók að sér morgunvaktina svo ég sá fram á að geta sofið á mínu græna laaaangt frameftir Tounge.  Sú litla var óvægin og reif pabba sinn á fætur fyrir klukkan 7.  Hún hélt meira og minna vöku fyrir mér með endalausu væli þar til ég gafst upp rúmlega 10.  Halldór skaut sér inn í rúm og ég kom henni í vagninn sinn rúmlega 11.  Ég ætlaði rétt að fletta í gegn um tilboðsbæklingana og kúra mér svo aðeins, en nei! Mín var vöknuð innan við klukkutíma eftir að ég lagði hana.  Eftir mikið væl dreif heimilisfaðirinn sig með börnin út í bakarí og ég slappaði mér bara af á meðan. (Jájájá.. var soldið eftir mig eftir hvítvín gærkvöldsins! Pinch)  Svo þegar þau komu tilbaka var mín hin kátasta!  Þá var hún auðvitað bara hundfúl yfir aðgerðarleysinu.  Alveg ferlegt eftir að hún byrjaði á vöggustofunni, það verður bara alltaf að vera stanslaust prógram, annars er hún bara rellin og vælin út í eitt!  

Ég dröslaði mér í þvottahúsið eftir bakarís-átið og rak nefið út fyrir dyr og hugsaði með mér að þetta gengi ekki.  Ég væri að koðna niður úr ofáti og hreyfingaleysi svo ég kom inn... stelpan aftur farin að væla... gallaði okkur mæðgurnar upp og sagðist ætla í göngutúr.  Halldór var alveg til í göngutúr en frumburðurinn var of niðursokkinn í einhverja Eddie Murphy mynd til að nenna upp úr sófanum.  Gæti líka verið að hann hafi verið gróinn fastur við hann.. veit það ekki.  Allavega skunduðum við foreldrarnir með þá stuttu í vagninum í rigningunni.  Mín aaalsæl!  Við fórum kringum nyrsta vatnið í Utterslev-mose sem tók örugglega hátt í klukkutíma og það var algjörlega æðislegt.  Því þrátt fyrir regnið var veðrið svo milt og gott.  

Heimilisfaðirinn eldaði ekta sveitahakk með kartöflum handa þeim feðgum og ég hitaði mér bara upp fiskinn frá í gær Joyful.  Við ákváðum síðan að skella skemmtilegri og uppbyggilegri mynd fyrir drenginn í tækið (reyndar á hýslinum), Lethal Weapon, og höfðum það kósí.  Þegar myndin var búin var Star Wars III í sjónvarpinu og Eysteinn spurði: Er þetta alvöru myndin?  -Já! Svaraði ég.  Svo sátum við Halldór og vorum að gera grín að því hvað þetta væri eitthvað fyndið og hallærislegt svona eftir öll þessi ár þá gall í drengnum: Nei ég meina, er þetta ALVÖRU myndin?  -Já!  Sagði ég, og svo þegar hann spurði í þriðja skiptið þá sagði Halldór -Já, þetta er sannsögulegt.  Nei hvað meinarðu?  -Nei ég meina sko... er þetta ekki svona grínmynd? -Nei! Svöruðum við.  -Mér finnst þetta eitthvað svo glatað!  Drengurinn hafði verið búinn að heyra svo mikið um Star Wars.. klassík og allt það LoL og þetta voru svo öll herlegheitin.  

Pétur sendi okkur tvo góða sem ég ætla að láta fylgja með svona í restina:

Vandamálið

Þegar páfinn kom til New York var honum ekið sem leið lá frá flugvellinum en á leiðinni bað hann bílstjórann að leyfa sér að aka. Bílstjórinn sem átti nú varla annarra kosta völ hafði þá sætaskipti við páfann.

Ekki hafði páfinn ekið lengi er lögreglan stöðvar hann. Lögreglumaðurinn rekur upp stór augu þegar hann sér hver ekur og kallar í talstöðina á varðstjórann.

Ég stoppaði einhvern svakalega mikilvægan náunga hérna á hraðbrautinni og veit hreinlega ekkert hvað ég á að gera.

Nú jæja, þú hefur þá stoppað borgarstjórann, segir varðstjórinn.

Nei, nei, svarar lögreglumaðurinn. Þessi er miklu valdameiri.

Jæja, er það þá ríkisstjórinn?

Nei, elskan mín góða, þessi er miklu hærra settur.

Ekki segja mér að þú hafir stoppað forsetann fyrir of hraðan akstur, hrópar varðstjórinn, hneykslaður.

Nehei, þessi er sko talsvert fyrir ofan forsetann skal ég segja þér.

Nú, hvern í fjáranum stoppaðirðu?

Ég þori varla að segja það, svaraði lögreglumaðurinn, en páfinn í Róm er bílstjórinn hans

-------------------------------------------- 

Þjóðarstoltið

Þær fréttir bárust í vikunni frá Kína að fornleifafræðingar hefðu grafið 200 m niður í jörðina og fundið koparvíra. Kínversk stjórnvöld urðu að sjálfsögðu upp með sér og sögðu að þetta sýndi svo að ekki væri um villst að Kínverjar hefðu verið búnir að finna upp símann fyrir 1000 árum.

 

Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 200 m niður í jörðina og fundið ljósleiðara. Stjórnvöld þar í landi, og Evrópusambandið líka, hreinlega blésu út af stolti og sögðu þetta sýna eins og svart á hvítu, að þjóðir meginlandsins hefðu verið búnar að finna upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum

 

Í gær bárust svo þær fréttir ofan frá Íslandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 200 m niður í jörðina og ekki fundið neitt.  Halldór Ásgrímsson réði sér ekki fyrir kæti og gleði og sagði það hafið yfir allan vafa að það hafið verið íslenskir landnámsmenn sem hafi fundið upp þráðlaust símakerfi.

Góðar kveðjur! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe maður þarf nú ekki að vera hár í loftinu til að vita hvað manni langar  litla dúllan er góð í að vita hvað hún vill skil litla orkuboltan vel að vilja ekkert hangs.

Knús frá kalda íslandi

 K

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Arnrún

Nei maður þarf sko ekki að vera hár í loftinu í þessari famelíu til að vita NÁKVÆMLEGA hvað maður vill! :)

Arnrún, 20.10.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband