Örfréttir á örtímum

Ég var búin að sitja við í einhverja tvo tíma í gærkvöldi að skrifa um helgaramstrið og henda inn myndum þegar síðan skyndilega hvarf.  Og ég hafði ekki vistað.  Og nei pabbi, ég lærði ekki af mistökum þínum þegar mamma slökkti á tenglinum fyrir tölvuna þegar þú varst hér í Danmörku að skrifa dagbókina.  Hvað var það, þriggja klukkutíma vinna sem hvarf? 

Ég var frekar svekkt, ég verð nú bara að segja það.  En ég ætla að skrifa um það (sko hvað við gerðum um helgina, ekki hvað ég var svekkt.. þó það fái nú ugglaust að fljóta með) seinna í dag.  Má ekki vera að því núna.  Það þarf nú svo sem engan kjarnorku-eðlisfræðing til að átta sig á því hvað við gerðum þar sem það er heil myndasería af okkur hérna til hliðar.  Af hverju segir maður það alltaf?  Af hverju ekki bara félagsfræðing eða tannlækni?  Nú eða ræstitækni?  Ættu kjarnorku-eðlisfræðingar eitthvað að fatta svona betur?  Prófa þetta:  Það þarf nú svo sem engan ræstitækni til að átta sig á því hvað við gerðum. Sem sagt, myndirnar komu inn, en ekki bloggið Errm.

Þó get ég ekki látið vera að minnast á það þegar við heyrðum eitthvað þrusk upp úr klukkan 11 í gærkvöldi og fram steig Hr. Úfinnkollur.  Hann horfði undarlega á okkur og við sáum strax að hann var steinsofandi.  Eins og flest ykkar vita þá er hann afskaplega duglegur drengurinn að ganga í svefni og við spjöllum víst æði oft mæðginin saman í svefni þó lítið samhengi sé í því, að mati fjölskylduföðursins.  Allavega þá fór Halldór til hans og spurði hvort það væri ekki allt í lagi.  Og drengurinn svaraði að bragði: ,,I need to go to the klósett."  Halldór fylgdi honum þangað og þegar hann hafði lokið sér af benti hann inní stofu og sagði ,,Það á að tala við þessa þarna."  og rölti sér svo aftur inn í rúm.  Við höfum alltaf jafn gaman af þessu Tounge.

Jæja, nóg í bili, skrifa meira seinna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha...findin klósett ferð hjá drengnum Júlía Birna er einmitt ný byrjuð að vakna á nóttunni og bulla einhverja steypu og stundum ráfar hún eitthvað á fætur.

Valgerður (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:02

2 identicon

Alltaf jafn heppin

A.

Stóóri bróðir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband