Jæja...

...náttúrulega LÖNGU kominn tími á blogg. Búið að vera svolítið mikið að gera í náminu undanfarna daga, mikið af skilaverkefnum svo lítill tími hefur gefist til annars en lesturs undanfarið.  Auk þess er ég rétt að ná að jafna mig á fýlunni sem ég rauk í útí bloggið þegar allt hvarf síðast (og nú vista ég... safe).  En við sem sagt skruppum í dýragarðinn á sunnudaginn hele familien, í kuldanum, og það var bara rosalega gaman.  Sáum nokkur dýr, bjarndýr í dvala.. eða svo gott sem, en þau voru þó bara nokkuð lífleg miðað við ljónin sem lágu í hrúgu út í horni.  Ætluðum aldrei að finna þau.  Sama hvað við reyndum, Eysteinn vildi ALLS EKKI fara í röðina til að láta teyma íslenskan hest undir sér.  Meiru stælarnir í honum alltaf hreint GetLost.  Ég nenni nú svo sem ekki að fara að þylja upp öll dýrin sem við sáum enda tæki það náttúrulega allt kvöldið, en skemmtilegast var að sjá bavíanana.  Það voru þrjár litlar Jógur þarna.  Eða það fannst okkur allavega.  Þrír apa-ungar sem minntu okkur svoo á Jódísi Guðrúnu, klifrandi uppá mömmum sínum til að teygja sig í grein að naga eða sveifla sér.  Jiii hvað krílið okkar er mikill api LoL.  Svo þegar við komum út úr garðinum og stóðum að bíða eftir strætó sagði maður sem beið líka við mig:  "Sjáðu, aumingja leigubílstjórinn þarna er búinn að bíða og og vona eftir að einhver vilji taka leigara en gerir sér ekki grein fyrir að það eru allir hérna að koma úr dýragarðinum og eiga ekki pening til að taka leigubíl."  Hann hitti naglann svo nákvæmlega á höfuðið því við vorum nýbúin að losna við verkinn í maganum og brunasárið af fingrunum eftir að hafa borgað okkur inn.  Jesús minn hvað garðurinn ber nafnið með réttu, við fórum nefnilega í DÝRA-garðinn.  Það er dýrt í dýragarðinum.  Mjög!!

Lítið erum við búin að gera í vikunni annað en að læra (ég), vinna (Halldór), garga (Jódís Guðrún) og.. já, læra (Eysteinn).  Nema á fimmtudagskvöldið.  Halldór kom heim snemma og við náttúrulega gerðum allt fínt og tilbúið fyrir komu ömmunnar og afans frá Baugstjörn.  Ég þurfti að mæta á foreldrafund í vöggustofunni klukkan 19 og þau áttu svo að lenda rúmlega níu.  Þegar ég var búin að sitja svolítið lengi að mér fannst laumaðist ég til að líta á klukkuna og spratt á fætur.  Klukkan var fimm mínútur í níu og ég ennþá hér!  Ég þakkaði fyrir mig og hljóp (aftur: skakklappaðist) út, hringdi í Halldór, sem hafði þá hringt tvisvar í mig, og svo beið ég og beið eftir strætó.  Auðvitað!  Loksins kom hann þó og ég komst heim, pantaði leigara fyrir strákana sem tóku hann á Nørreport og þaðan fóru þeir svo með Metro á flugvöllinn og rétt náðu að mæta hjónunum þegar þau komu út í gegn um tollinn.  Það voru sko miklir fagnaðarfundir þegar þau komu svo heim og fylltu hjá okkur frystinn af alls kyns íslensku góðgæti Grin eins og fiski, lambakjöti, flatkökum og slátri sem pakkað hafði verið í ársbirgðum af bleium til einangrunar.  Jú og auðvitað var náttúrulega voða gaman að sjá þau líka Tounge.  Það var náttúrulega setið að rabbi fram á kvöld, jiii hvað var yndislegt að fá þau!  Í dag röltum við svo um miðbæinn og að sjálfsögðu var komið við í H&M og keypt svona soldið, jájá Joyful.  Svo var mexíkóska súpan elduð í kvöldmatinn og nú er ég bara að blogga á meðan þau eru að rabba hérna yfir bjór.  Alveg yyyndislegt Joyful.

Meira síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband