Ein aftur!

Jæja, þá eru Gurrý og Leifur farin.  Þetta var allt of stutt heimsókn og erfitt að kveðja þau svona fljótt en mikið ofsalega var gaman að hafa þau.  

Það var yndislegt veðrið í gær þó það væri svolítið kalt og öll hersingin, nema ég Frown, notaði daginn og fór niður í bæ.  Ég varð að vera heima og læra.  Þegar þau komu heim aftur var tekinn einn kaffi og svo farið í göngutúr í kringum vatnið og ég gat ekki annað en skellt mér með enda búin að sitja við í marga klukkutíma og ég var orðin hrædd um að rassinn á mér myndi fletjast varanlega út ef ég hreyfði mig ekki smá.  Nógu er hann nú breiður samt!  

Við vorum búin að tala um að fara kannski eitthvað út að borða en hreinlega nenntum ekki að fara að taka strætó niður í bæ, stelpan orðin pirruð eftir hálftíma og maturinn kaldur svo við ákváðum bara að vera heima og elda okkur frekar eitthvað gott.  Fyrir valinu varð lasagne sem var svo gúffað í sig með bestu lyst enda ægilega gott hjá okkur Gurrý Joyful.  Svo var bara verið að hygge-sig yfir spjalli um kvöldið. Miklu betra en eitthvað út að borða í órólegheitum.  

Halldór átti morgunvaktina og fór á fætur um 7 leytið þar sem sú stutta gaf sig sko ekkert með það að reka hann á fætur og ég reyndi að kúra mér eitthvað áfram.  Ég var búin að liggja heillengi þegar ég svo gafst upp og dreif mig á fætur.  Þá var klukkan 7.  Ennþá!  Skýringin, jú tímanum var breytt í nótt.  Stelpan hafði semsagt vaknað klukkan 6 að nýjum tíma.  Það var svo hundleiðinlegt veður í dag, rigning og grátt en þó hlýtt.  Gestirnir tóku börnin í göngutúr, uppúr kl. 9:30 (að nýjum tíma) þar sem stelpan var orðin úrvinda af þreytu, meðan ég reyndi svona aðeins að rútta til eftir fellibylinn Jódísi og Halldór lagði sig aðeins á meðan.  Dagurinn var bara tekinn með mestu makindum og enn var rætt hvort við ættum kannski að fara eitthvað út að fá okkur í gogginn en mér fannst miklu betri hugmynd að láta bara tengdó baka fyrir okkur pönnukökur Grin sem hún og gerði, að sjálfsögðu Tounge.  Stelpan var orðin svo þreytt uppúr klukkan 4 (að nýjum tíma) að það var orðið frekar erfitt að gera henni til geðs og halda geðheilsu á sama tíma.  Hún var þó hin kátasta inn á milli, labbandi á milli okkar allra rígmontin með sig. Nú fer þetta bara alveg að fara að koma enda stendur hún orðið upp sjálf, stóð t.a.m. upp og lyfti strigaskónum hans Leifs upp fyrir haus ægilega ánægð með sig, og svo er hún orðin öruggari og öruggari með sig að stíga nokkur skref.  Hún sofnaði í fanginu á Halldóri um 5 leytið (að nýjum tíma) og svaf í góðan hálftíma þar til ég vakti hana og setti í bað.  Við þurftum svo að kveðja gestina um hálf-sjö (að nýjum tíma) þar sem þau þurftu að koma sér út á Kastrup fyrir flug kl. 21 (að gömlum tíma.. haha, plataði ykkur!) eða klukkan 22 að nýjum tíma Grin.

Nú er ósköp hljótt og tómlegt hérna aftur og nú er bara að bíða eftir næsta holli, þegar Gulla, Beta og Óli koma í lok nóvember.  Það er nú stutt í það sem betur fer Joyful.  

Elsku Gurrý og Leifur, við þökkum ykkur alveg innilega fyrir komuna.  Það var yndislegt að hafa ykkur!!!

Knús frá Køben. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Sæl elskurnar okkar í Danaveldi,

Hugsa oft til ykkar og vona að þið hafið það gott. Gaman að lesa bloggið þitt Arnrún mín og fylgjast með lífinu í Köben. Dugleg er sú stutta enda ekki langt að sækja það....fjórðungi bregður til nafns...fjórðungi til fósturs ..það er því ekki skrítið þó hún sé kraftmikil ung dama.

Allt við það sama hér, endalaus óvissa og fum..enginn viðrist vita hvað er best að gera og allir bera af sér sakir í sjóvarpinu ...vonadni fer að greiðast úr þessu:-)

knús og kram

Anna

Anna S. Árnadóttir, 27.10.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Arnrún

Æ takk esskan :)

Já, það má alveg samþykkja það að hún sé kröftug sú stutta.

Nú er bara æðruleysið sem blívur, eins og þú ,,talaðir" einmitt sjálf um, bara að vona að allt endi á besta veg. Kannski er það bara málið, hver veit hvað er gott eða slæmt :) Aldrei að vita nema eitthvað gott hljótist af þessu öllu.

Knús og púss til baka!

Arnrún, 28.10.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband