Partýstuð og fleira

Ég held ég hafi aldrei minnst á nágranna okkar góðu, þar til fyrir stuttu.  Já, aðra helgina okkar hérna heyrðum við þessa fínu tecno-danstónlist óma um hverfið.  Klukkan var að ganga sjö og ég var að byrja að elda kvöldmatinn og fannst bara fínt að fá smá tónlist til að dansa við svona yfir eldamennskunni.  Við sáum fljótlega að tónlistin góða kom frá fjölbýlinu við hliðina á okkar, fyrir ofan íbúð hins títtnefnda Søren, góðvinar okkar og nágranna.  Ég veit nú svo sem ekki hvort það er rétt en mér fannst sama lagið óma allt kvöldið (er þetta kannski öldrunarmerki, að átta sig ekki á því hvort þetta sé sama lagið eða bara eitthvað með sömu hljómsveit? Undecided).  Var svo sem ekkert að spá í því þannig þegar við fórum að sofa.  Svo fór ég á fætur um sjöleytið daginn með kröfuharðri dóttur okkar og þá var sama lagið (að ég held) ennþá ómandi um hverfið.  Við fengum að hlýða á þá yndistóna fram undir klukkan níu en þá sáum við líka að ljósin voru slökkt og á tónlistinni sömuleiðis.  Hörkupartý bara!  Svo kom helgin eftir og sama lagið byrjaði að óma um fimmleytið.  Og það hljómaði fram eftir kvöldi og þar til við fórum í háttinn.  Var þó ekki þegar ég fór á fætur daginn eftir.  Við áttuðum okkur fljótlega eftir að þetta var svona partý-staður.

Svo var það þegar við Halldór stóðum úti eitt góðviðris helgarkvöldið að við sáum strák koma út á svalirnar á íbúðinni og salernið hefur greinilega verið upptekið og greyið alveg að pissa á sig því hann sá greinilega ekki annan veg færan enn að létta af sér þarna fram af svölunum.  Stelpan sem kom út og spjallaði við hann á meðan var þó greinilega ekki í sama sprengnum, allavega lét hún vera að pissa þarna líka en greinilega vön lítilli blöðru vinarins þar sem hún virtist lítið kippa sér upp við þetta.

Gurrý og Leifur hittu greinilega á stórhátíðardag þeirra ábúenda því aðra nóttina þeirra náðu þau rétt að dotta milli þess sem stórhátíðarlætin dundu yfir.  Þess má geta að gestaherbergið (herbergið hans Eysteins) snýr að fjölbýlinu og þessari íbúð en okkar svefnherbergi snýr í hina áttina svo við heyrum ekki bofs þangað.  Daginn eftir tókum við svo eftir að stór stigi lá á hliðinni í garðinum (sést svolítið vel milli húsa og garða Joyful) og við sáum fólk vera að ræðast við úti meðan stelpan sem átti heima í íbúðinni sást láta lítið fyrir sér fara á svölunum, greinilega að reyna að heyra hvað fólki færi á milli.  Uppúr hádegi var ég svo að fá mér í gogginn fram í eldhúsi þegar ég sé konu koma og tala eitthvað við Søren, fara svo upp og koma út skömmu síðar með tvo stóra Ikea poka og tvær niðurlútar stelpur á eftir sér.  Søren sá mig vera að gægjast þarna út um opinn gluggann og kallaði til mín ,,Og så er hun blivet smidt ud!" (og þá er búið að henda henni út!) og rétti upp þumalinn.  Hann hafði þá ekki fengið mikið svefn þessa nótt frekar en aðrir.  Þá var víst búið að leggja kjallarann í rúst hjá þeim, henda niður þvotti o.fl.  Loksins, sagði hann, verður hverfið aftur eins og það á að sér, rólegt og gott!  Og það stemmir.  Nú er maður bara eins og uppí sveit.  Rólegt og gott Joyful.  Reyndar heyrðist mér allir þusa fram á stigagang þegar við létum Prodigy í tækið og komum okkur í stuð fyrir þrifin í vikunni, kannski þau hafi haldið að partýliðið væri komið aftur! Grin

Annars var lítið hægt að segja nýförnum gestum fréttir (sko meðan þau voru hérna).  Allavega þurftu allar setningar að byrja á ,,Eins og ég skrifaði í blogginu..." því um leið og við reyndum að upplýsa þau um eitthvað þá var viðkvæðið: ,,Já, við lásum það einmitt á blogginu".  Þannig að það er þá á hreinu, það gerist ekkert hjá okkur nema það sé birt á blogginu LoL.  

Litli drengurinn okkar að fara á morgun með klúbbnum í ferðalagið sem ég hef áður minnst á.  Þetta verður nú pínu skrýtið að senda hann bara í burtu svona í útlöndunum, alveg yfir heila helgi.

Heyrðu jú!! Eitt gleymdi ég alveg að minnast á!  Feðgarnir fóru í gær og keyptu sér bassamagnara saman.  Ekkert smá hamingjusamir feðgar á ferð!  Og nú er búið að óma bassastefið af ,,Kenndu mér að kyssa rétt" og ,,Austurstræti" í tvo daga.  Aumingja nágrannarnir.  Annars er nú einhver sem æfir sig reglulega á trompet í næsta húsi, svo ég held að fólki sé engin vorkunn.  

Svona í lokin þá má ég til með að nefna að ég er í mjög svo skemmtilegu námi, eins og ég þreytist ekki á að nefna.  Einn áfanginn sem ég er í heitir Klámvæðing kynþokkans.  Ég er nú að vinna að mjög viðamikilli ritgerð í þeim áfanga og er búin að vera að lesa mjög svo athyglisverða bók fyrir hana.  Hana skrifar karlmaður sem er mikill femínisti af lífi og sál og fjallar hann um andúð sína á klámi og tilgangsleysi þess.  Í bókinni eru lýsingar á hinum og þessum atriðum í klámmyndum og oft netslóðir gefnar upp sem vísa í þessar myndir.  Ég var síðan í morgun að bera saman (í rannsóknarskyni, að sjálfsögðu!) gamlar myndir og nýjar þegar ég áttaði mig skyndilega á því að eldhúsglugginn var gaaaalopinn og það er mjööög hljóðbært hérna.  Ég veit ekki hvað nágrannar okkar halda orðið um okkur, klámmyndastunur á morgnana og bassastef á kvöldin!

Jæja, ég vona þó allavega að þau láti sig hafa það að hafa okkur sem nágranna og láti ekki bera okkur út eins og fyrrum nágranna okkar Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að geta borið fyrir sig að vera í áfanga sem heitir Klámvæðing kynþokkans :-)

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:33

2 identicon

HAHAHAH þetta er bara snild og greynlegt að það er stuð hjá ykkur þarna úti ...

Alberta (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Arnrún

Hehe, já ;) Allavega hægt að segja að sjaldan hef ég upplifað nám sem rótar svona upp í tilfinningalífinu og réttlætiskenndinni í manni. Ég hef alltaf talið mig femínista en það var rétt snjókorn í þeim femínistaskafli sem ég nú er stödd í.

Arnrún, 31.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband