Stelpukvöld í kvöld

Eftir að hafa losað mig við famelíuna af heimilinu tók ég saman föt af drengnum og dyttaði svona að einu og öðru áður en ég tók strætó til Lóu.  Jjjjjesús minn hvað leið 4A er leiðinleg frá Nørrebro!  Ég hélt við myndum aldrei komast á leiðarenda!  Leið sem átti að taka rétt rúman hálftíma tók tæpan klukkutíma.  Sem þýddi að ég rétt náði að kaupa íþróttaskó á drenginn, drekka einn kaffi latte með henni og taka svo lestina (já ég ákvað að taka lestina í þetta skiptið) tilbaka.  Það mun ögn styttri tíma þó ég þyrfti að skipta einu sinni um lest og svo í strætó.  Man það næst!  Á leiðinni gaf ég Eysteini fyrirmæli um það sem eftir átti að gera þannig að þegar ég kom var bara að hirða upp dótið og leggja af stað niður í klúbbinn.  Gott að hann er ekki spéhræddari en raun ber vitni því einu töskurnar sem við erum með eru svo risastórar að ég pakkaði bara fötunum í skólatöskuna hans (eða öllu heldur hann, í gegnum símaleiðbeiningar frá mér) og sængin og utanyfirföt voru ryksuguð niður í þægilega burðarstærð í glærum poka, sem við notuðum til að pakka niður sængunum okkar í töskurnar í flutningunum hingað.  Honum fannst pínu hallærislegt að horfa á mig röltandi um með allt draslið undir hendinni í þessum glæra poka en dó þó ekki úr skömm, sem betur fer.  

Þegar við komum niður í klúbb áttum við að fara bakvið og þar stóðu allir krakkarnir ásamt foreldrum og leiðbeinendum.  Rútan kom skömmu síðar og ég rétt fékk hann til að leyfa mér að kyssa sig bless (það var hins vegar frekar hallærislegt fannst honum) áður en hann stökk upp í rútu og settist hjá e-m strák og innan skamms sá ég þá vera að taka myndir hvor af öðrum og gantast.  Nú fór rútan af stað til að snúa við, þar sem við vorum innst í botnlanga og þá veifuðu allir foreldrarnir til krakkanna og þeir á móti... nema við.  Eysteinn var eitthvað upptekinn við símann sinn eða eitthvað.  Rútan snéri við og allir foreldrarnir þustu yfir götuna til að skipta um hlið svo þau sæju nú barnið sitt til að veifa þeim.  Aftur veifuðu allir nema við Eysteinn.  Hann var ennþá eitthvað upptekinn við símann sinn.. eða eitthvað.  Svo röltum við foreldrarnir okkur að klúbbnum og uppá götu og þar sem ég var að fara yfir götuna til að taka strætó niður á vöggustofu skildi ég ekkert í því að fólk stóð við kantinn en fór ekki yfir, sumir höfðu hins vegar komið sér yfir.  Jújú, rútan keyrði nefnilega framhjá og ég fattaði loks hvað var á seyði þegar ég sá alla foreldrana veifa börnunum sínum og þau tilbaka... nema Eysteinn.  Síminn greinilega bilaður... eða eitthvað.

Jódís Guðrún tók náttúrulega afskaplega vel á móti mér eins og venjulega þegar ég kom að sækja hana á vöggustofuna.  Fóstrurnar voru hins vegar ekkert afskaplega kátar.  Ég áttaði mig þá allt í einu á því að í dag var nestisdagur og jújú.. ég mundi sko eftir að senda hana með nesti.  Halldór áttaði sig hins vegar ekki á því að það á að fara í ísskáp frammi í fatahengi og setti það þar sem aukafötin eru geymd inn á vöggustofunni sjálfri.  Þær höfðu séð það nokkru eftir matinn.  Ég lofaði að næsta föstudag kæmi ég með köku handa þeim Blush.  Við komum við í búð á leiðinni heim við mæðgurnar og keyptum handa mömmunni gott með sjónvarpinu og jiii hvað mín var þreytt þegar við komum heim.  Hún var farin að nudda sig og geispa upp úr klukkan fimm.  Ég náði þó á ótrúlegan máta að halda henni vakandi og sæmilega hamingjusamri fram til kl. hálfníu.  Við knúsuðumst sko mikið, við mæðgurnar Smile.

Ég var að heyra í Halldóri sem var nánast skrækur af hamingju yfir deginum.  Það var nefnilega gestasýning frá Svíþjóð og hann var að vinna í henni ásamt Claus sem hann kallar Bjólu þeirra Dana.  Það gekk allt á afturfótunum á sýningunni en þeir náðu að redda því að mestu leyti, skildist mér, á sýningunni og svo eftir hana var víst einhverskonar veisla og þá sagðist hann hafa upplifað drauminn.  Að sitja eftir góða sýningu með vinnufélaganum að drekka bjór og naga kjúklingavængi og segja hljóðmannsbrandara... í Køben! Hann er núna niðri við Strikið á Íslendingabar með Einari Jóns.  Ekkert smá gaman!  Ég er sko líka búin að vera að upplifa drauminn í kvöld, sitjandi yfir Wedding crashers á DR1 með Coke Light í annarri og snakk í hinni! Joyful  Iss piss.. það er sko búið að vera fullt notó.  Eina sem er skrýtið er að litli stóri drengurinn minn er ekki hjá mér.  Hann hringdi þó í mig í kvöld og sagði mér að þau væru 7 í kofa, 3 stelpur+leiðbeinandi niðri og 3 strákar á svefnloftinu.  Dísess hvað verður gaman hjá þeim.  Snakki, gosi og nammi var líka í stæðum borið inn í rútuna ásamt álíka mörgum kössum af mat.. neei kannski ekki alveg!  En ég held hann þurfi allavega ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að kaupa sér neitt þarna Wink.

Jæja... off to bed! Sleeping  Ég á víst morgunvaktina Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt, kvitt í þetta sinn. Hlakka til að heyra hvernig ferðin var hjá Eysteini.

Kv. frá V18 

P.s. Hvað vantar/langar börnunum í í jólagjöf? Mig vantar einhver hint

Valgerður (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Arnrún

Æi ég veit það ekki.. bara eitthvað lítið og nett. Jólin verða ekki gjafamikil þetta árið.. þó að sjálfsögðu verði þau gjöful ;) Við erum sjálf í mestu vandræðum með hvað við eigum að gefa þeim, hehe.

Kveðjur í V18 frá R31 :)

Arnrún, 4.11.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband