Úffff...

Mér finnst ég vera eeeendalaust að taka til og þrífa hérna og að er alltaf allt komið í sama farið í lok dagsins.  Þau ykkar sem eiga óaðfinnanleg heimili alltaf... hvernig farið þið að þessu??!!!  Ég gerði bara ekkert annað allan daginn ef heimilið mitt ætti að vera svona.  Reyndar... þið ykkar sem þekkið mig frá ,,fornu fari" vitið að það er hreint ótrúlegt að það skuli yfir höfuð vera hægt að opna hurðina inn í íbúðina.  Það er í raun kraftaverk!  Mamma gafst allavega upp á að reyna að fá mig til að taka til og lokaði bara herberginu mínu (og læsti helst) ef það komu gestir í heimsókn.  Og ekki var Halldór mikið skárri þegar við hófum sambúð.  Svo í raun þá er þetta bara alveg stórkostlegt!!! Já, ég er greinilega Ragnar Reykás!... ma-ma-ma-maður bara áttar sig ekki á þessu!

Á laugardeginum var frekar kalt en þó milt veður þegar við settum Jódísi Guðrúnu út í vagninn svona um eitt leytið.  Vagnpokinn góði var dreginn fram og stelpan steinsofnaði um leið og hún lagðist í vagninn.  Vaknaðir reyndar innan klukkustundar svo Halldór ákvað vonlítill að gera tilraun á því hvort hún myndi sofna aftur.  Jújú, mín sofnaði og klukkan hálffimm ákvað ég að vekja hana svo hún myndi eitthvað sofa í nótt!  Ekkert smá notalegt að sofa úti í fersku köldu lofti liggjandi í hlýjum pokanum Grin.  Halldór  var að vinna frá klukkan þrjú og ég hafði beðið Lóu um að koma til mín og smella smá lit í hausinn á mér. Ég var farin að líta út eins og... já, mér dettur eiginlega ekkert í hug, svo óhugnanleg var ég orðin... svo það varð að gera eitthvað í málinu.  Það var náttúrulega allt annað að sjá dömuna eftir litunina Joyful og við náðum léttilega að klára þessa fínu rauðvín á meðan.  Halldór kom um miðnætti og við sátum að ljúfu spjalli frameftir.  Daginn eftir átti svo Halldór að mæta um eitt leytið í vinnuna og það var á svipuðum tíma sem Eysteinn hringdi í mig, kominn úr ferðinni.

Ég rölti mér vopnuð vagninum upp í klúbb til að taka á móti honum og á móti mér rölti alsæll drengur ,,Besta ferð sem ég hef farið!- Við VERÐUM einhvern tímann að fara þangað!"  Þau voru mikið í sundlaugargarðinum þar sem var riiiisa rennibraut, eiginlega rússíbani að mér skilst Tounge og míní-golf sem hann fór í og ég veit ekki hvað og hvað.  Á kvöldin var bara verið að horfa á vídeó og borða nammi og snakk og svona og hygge sig.  Ég held ég væri alveg til í að prufa að fara þangað.  Tala nú ekki um ef hægt er að leigja svona kofa fyrir famelíuna.  Samkvæmt upplýsingum frá Eysteini er víst heilt þorp þarna af þessum kofum.   Þrælsniðugt ef svo er Smile.

Jæja, það er ekki laust við að maður sé farinn að hugsa aðeins til jólanna núna.  Við Lóa ætlum að kíkja aðeins á jólin í Ikea á fimmtudaginn.  Ægilega sem það verður gaman Grin.  Svo er ég að láta mér detta í hug sniðugar og fallegar gjafir handa ykkur elsku fjölskylda og vinir en í ár höfum við ákveðið að hækka svolítið standardinn á þeim.  Ekki að kaupa eitthvað ópersónulegt og kalt úr rándýrum búðum heldur eitthvað persónulegt og hlýtt og notalegt (þó ekki bara ullarsokka)... jafnvel heimagert Grin.  Hver veit? Joyful  Já, ég er bara að detta í jólastuðið Wizard... já og áramótastuðið Wink.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband