Tívolíferð

Við vorum búin að ákveða það að eiga saman einn skemmtidag áður en Eysteinn byrjaði aftur í skólanum.  Við ákváðum að nota tækifærið og fara í Tívolí meðan stelpan væri á vöggustofunni til að geta leyft Eysteini að eiga mömmu og pabbatíma aleinn.  Þar sem skólinn byrjaði í dag hjá Eysteini ákváðum við að fara í gær og vorum mætt í Tívolíið fljótlega eftir að opnaði.  Þá þegar voru margir komnir inn en þó ekki allt of margir.  Ég lét plata mig í rússíbana, þann sama og við Siggi fórum svo oft í fyrir 23 árum síðan (VÁ!!!! Gasp) ef ég man rétt náðum við einu sinni, þegar lítið var að gera, að fara í 13 ferðir samfelldar... en það var ÞÁ!  Núna hélt ég að ég myndi fá hjartaáfall við hverja litla þúst sem við renndum okkur yfir og var ég svo ólýsanlega fegin þegar ég staulaðist út úr tækinu að ég skildi með engu móti hvernig ég hefði nokkurn tímann geta farið í 13 ferðir samfellt á sínum tíma.  Það var ÞÁ!  Við fórum í hin og þessi tæki og ég sat hjá þegar þeir feðgar fóru í 100 metra háar rólurnar.  Ég hins vegar vildi endilega fara í tæki sem svipaði til Töfrateppisins á sínum tíma (fyrir þetta 23 árum síðan) því ég mundi að það hafði verið svo óskaplega skemmtilegt.  Það var ÞÁ!  Ég hélt ég myndi deyja... ef rússíbaninn var slæmur þá var þetta pynting.  Ég var orðin lömuð undir það síðasta, innyflin löngu orðin úthverf og doðinn í útlimum farinn að snúast upp í andhverfu sína.. ef það er hægt.  Guð minn góður.. hvað var ég að spá!!! Pinch  Eftir það voru það bátasiglingar og barnarússíbanar!

Pétur og Tanja Ósk komu svo um þrjú leytið en við höfðum boðið þeim að koma og gáfum þeim sitthvorn túrpassann.  Tanja Ósk fílaði sig heldur betur, fannst þetta meiriháttar skemmtilegt og fékk sko ekki nóg.  Halldór fór svo og sótti Jódísi Guðrúnu á vöggustofuna og við fórum í nokkur tæki eftir það.  Við enduðum svo daginn á að hlusta á Stórsveitina spila djazz í pavilioninu og taka einn rúnt með strætólestinni um Tívolíið.  Alveg hreint ljómandi endir á frábærum degi.  Það var þreytt fjölskylda sem steig inn um heimilisdyrnar upp úr klukkan hálf níu.  Sú stutta var sko ekki lengi að sofna.

Feðgar í himnaskipinuFeðgar vinka úr himnaskipinuFeðgar brattir fyrir 50 m fallEysteinn brattur eftir 50 m fall, Halldór ekki svo mjög!Voða gaman í TívolíVið buðum Pétri og Tönju Ósk og hér sjást þau hin hressustu í flugvélJódís í fyrsta Tívolítækinu sínu, að sjálfsögðu Parísarhjólinu :)Pétur, barnapían og ,,litla JódísVoða gaman í Tívolí,,Mamma, pabbi.. sjáuu, Sjáuuu!!!

 

Eysteinn Aron byrjaði svo fyrsta skóladaginn í dag og var bara hinn spenntasti í morgun að byrja og hitta vini sína.  Hann var líka alsæll með daginn, fór á fótboltaprufu með Andersi og Jacobi.  Ægilegt stuð! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrikalegt!Alveg hræðilegt!!!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Skoðar ófreskjuna varlegaÓfreskja með meiru!

 

 

 

 

 

En af hverju skyldi sú stutta hafa sett upp þennan líka skelfingarsvip?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var nefnilega þannig að þegar við komum heim eftir að hafa sótt Jódísi Guðrúnu á vöggustofuna í dag var Halldór í myndastuði að taka myndir af blómum og býflugum en þá tók sú stutta eftir risastórum og ljótum snigli á jörðinni.  Henni stóð sko EKKI á sama!

Viðbót: Dagsetningarnar á myndunum eru ekki réttar.  Þar á að standa 11.08.2009 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skrifa nú bara spakmælið sem ég var að semja.

Ég sé að grái hárliturinn er að koma sterkur inn hjá unga fólkinu. Eða er ég að verða gamall? Og grái liturinn að koma sterkur inn hjá GAMLA fólkinu?

Halldór (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Arnrún

Þú ert EKKI að verða gamall og ég get staðfest það að grái liturinn er kominn mjög sterkur inn hjá unga fólkinu ;)

Arnrún, 18.8.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband