Þannig er nú það :)

Við vöknuðum við það um miðja aðfararnótt fimmtudags við það að stelpan var voða pirruð og skrýtin og þá orðin funheit.  Ég mældi hana og var hún þá komin með tæplega 40 stiga hita.  Hún var voða slöpp á fimmtudeginum en hress með 39 stiga hita á föstudeginum.  Á laugardeginum var hún ennþá með hita en við ákváðum samt að fá til okkar Pétur & Tönju Ósk og Einar & Mörtu og grilla saman.  Það var afskaplega gaman og skemmtilegt og hressandi.  Halldór var líka búinn frekar snemma og kominn heim um átta leytið.  Eysteinn fór í partý til Jacobs vinar síns þar sem átti að vera myndakvöld og nammiát og hann gisti þar um nóttina svo Einar og Marta ákváðu að nýta tækifærið og nýttu gistiaðstöðuna.  Ég vaknaði með stelpunni á sunnudagsmorgninum og ákvað þá að baka bara þessar líka dýrindis gulrótarbollur sem ég bar svo á borð úti ásamt öðrum kræsingum og kaffi þegar hin voru vöknuð.  Það var svo rosalega gott veðrið að við héldum varla við í sólinni.  Þau fóru síðan um það leyti sem við lögðum stelpuna miðdegislúrinn sinn svo það passaði akkúrat að hjúfra okkur fyrir framan sjónvarpið og horfa á Marley and Me.  Þrælgóð mynd Smile.

Halldór er búinn að vera svo duglegur að sækja myndir að við höfum ekki undan að horfa á bíómyndir, endilega bendið á góða mynd sem við getum sótt (á netið).  

Eysteinn byrjaði svo dansvikuna í skólanum í morgun sem reyndar var haldin í skóla niður á Nörrebro.  Ég fór á fund hjá Jobcenter vegna atvinnuleitar og vildi svo skemmtilega til að við tókum sama strætó heim, þó hann tæki ekkert eftir mér Joyful.  Ég náði þó að ,,hæja" hann þegar hann steig út úr strætónum  ásamt Jacobi stoppinu á undan mér.  

Jódís Guðrún er enn ekki orðin hitalaus þó hress sé svo við ætlum að sjá hvort hún nær þessu ekki úr sér á morgun.

Í þessum skrifuðu orðum erum við að horfa á þátt um eldgos á Íslandi á DR1.  Mjög skemmtilegt :)

Ætla að fara að horfa á það!

Gott að sinni

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband