1 árs afmæli

Í dag er nákvæmlega eitt ár frá því við fluttum til fyrirheitna landsins.  Nákvæmlega núna, fyrir nákvæmlega einu ári síðan, vorum við að koma nýja rúminu okkar fyrir sem var þá nýkomið með heimsendingaþjónustu Ikea.  Ég get ekki lýst því hvað við vorum fegin að fá rúmið og hvað við vorum þreytt eftir daginn þegar við lögðumst upp í það.  Halldór var að vinna í allan dag fyrir Show Crue, aukavinnunni sinni, og kom ekki heim fyrr en um átta leytið en ég var samt staðráðin í því að við skyldum halda upp á afmælið og eldaði því dýrindis steik fyrir okkur og Eysteinn tók allt til í stofunni, kveikti á kertum og lagði á borð.  Hann lét síðan lagið okkar Halldórs í gang (yes... we've got a song Grin), Here, there and everywhere með Bítlunum, í gang akkúrat þegar Halldór steig inn.  Þá var maturinn líka akkúrat að renna í tilbúna gírinn.  Eysteinn sá til þess að við hefðum góða dinnermúsík undir matnum og þetta var bara dásamlegt.  Maturinn bragðaðist afbragðs vel og við höfðum það svo kósí.  Svo lék stelpan á alls oddi, trommaði í takt við Eystein og dansaði í takt við okkur þegar skemmtileg lög komu.  Svona eiga afmæli að vera Joyful.

Á föstudaginn var Eysteinn búinn að vera alla vikuna í danskennslu niðri á Nørrebro og það var komið að því að sýna afraksturinn.  Halldór var auðvitað að vinna, eins og alltaf á föstudags eftirmiðdögum svo við mæðgur héldum upp í ferð í þennan þáverandi grunnskóla og núverandi skóla.  Eysteinn Aron og Anders, besti vinur hans, tóku fagnandi á móti okkur úti á götu og leiddu okkur inn á skólalóðina.  Við foreldrarnir fengum svo að raða okkur á stólana sem búið var að koma fyrir og var ég svo heppin að fá bara pláss á besta stað fyrir miðju Joyful.  Fyrst sýndi 5.u og það var virkilega flott hjá þeim en svo var komið að 5.y, bekknum hans Eysteins, og á undan talaði einn kennaranna og útskýrði danssýninguna fyrir okkur.  Þau  áttu að finna eina jákvæða mynd og eina neikvæða í tímariti eða dagblaði og vinna einstaklings dansa út frá þeim.  Þema dansins var jörðin og alheimurinn og mikið unnið með svart og hvítt, enda voru föt krakkanna bara í svörtu og hvítu.  Hann sagði að fyrst hefði þeim ekkert litist á blikuna þar sem allir hefðu bara sýnt skotárás sem neikvæðu myndina og kossa sem jákvæðu myndina og erfitt hefði verið að vinna út frá því.  Svo hafi þau ákveðið að para stráka og stelpur saman og þá hafi gerst eitthvert undur og komið ótrúlega skemmtilegt kombó út frá því sem hefði hreinlega lyft íþróttasalnum  (sem við sátum í) upp á annað plan.  Kennararnir voru þrír, ein nútíma dansari og tveir break- og street dansarar.  Svo kom hópurinn inn og allir lágu á gólfinu.... Nema Eysteinn Aron, sem stóð einn á miðju gólfinu og sneri frá okkur.  Lagið byrjaði svo.. ,,Lord you´re gonna leave me, all by myself" og Eysteinn dansaði einn á meðan allir lágu og mimaði með textanum þannig að það var eins og hann væri að segja þetta og svo risu allir hægt upp og showið hófst.  Litla stolta mömmuhjartað tók þarna nokkur aukaslög vegna framkomu sonarins sem var frrrrábær!!!  Hann var svoooo flottur!  Öll danssýningin þeirra var líka svo flott og svo æðislega gaman að sjá hvað þau höfðu skapað sjálf og hvernig þeim hafði verið kennt að færa það í svona flottan búning.  Hreint frábær sýning í alla staði.  Verstur fjandi að ég fann ekki vélina til að taka með, svo þið verðið bara að taka mig trúanlega Tounge.

Pétur og Tanja kíktu til okkar á laugardeginum í yyyyndislegu veðri þar sem við settumst bara út með morgunkaffið og sátum enn úti þegar þau komu.  Halldór þurfti reyndar að fara fljótlega í vinnuna en kom svo aftur um kvöldmatarleyti.  Á sunnudeginum var veðrið líka svona frábært svo við ákváðum bara að kíkja til Einars og Mörtu, enda hafði ég aldrei komið til þeirra, þau alltaf bara til okkar.  Þá var Marta búin að baka svo fínt handa okkur og leggja á borð og bara þvílík flottheit.  Pétur og Tanja komu svo þangað og við fórum svo fljótlega bara út í garð til að njóta veðursins.  Það var svo erfitt að yfirgefa partýið að þau ákváðu bara að bjóða okkur í pizzu líka, sem við og þáðum og fórum því ekki heim fyrr en um átta leytið um kvöldið.  Þá var líka búið að fara í Yfir með nokkur óþroskuð epli og í leikinn Í grænni lautu og annað skemmtilegt.  Alveg hreint frábær dagur Joyful.  

Við Halldór ákváðum síðan að fara með eina umsókn fyrir vinnu handa mér bara á staðinn, svona til að sjá aðstæður, þar sem það er vel út úr Kaupmannahöfn, aðeins norðar en Farum.  Það var enn og aftur meiriháttar gott veður, sól og blíða.  Við stoppuðum við í Farum í bakaleiðinni og fengum okkur að borða og komum aðeins við í hjólabúð sem Thomas, gamall vinur mömmu og pabba á.  Aðeins að kasta á hann kveðju.  Það var gaman að sjá hann svona 20 árum seinna og hann sagði mér að annar úr blokkinni (sem við bjuggum í) hafi kíkt fyrr um daginn LoL Skemmtileg tilviljun!

Hringt var í Halldór og hann beðinn um að mæta í vinnu hjá Show crue 1,2 og 3, sem hann og gerði... tveimur tímum síðar  Joyful þar sem kom á daginn að einn hafði hreinlega dottið niður dauður þarna fyrr um daginn.  Einn Íslendingur, Jón Hjörtur, og einn dani náðu þó að pumpa hann í gang áður en sjúkrabíllinn kom, svo hann er sprell-alive í dag.. sem betur fer!

Í morgun var Halldór svo mættur í vinnu hjá Show Crue klukkan 7 og ég fór með stelpuna á vöggustofuna og þaðan til Lóu þar sem ég fékk mér kaffi og spjall.  Hún er að fara að byrja í master í Álaborg á þriðjudaginn svo það fara að verða síðustu forvöð að sjá hana í bili Smile.

Annars bara áframhaldandi vinnuumsóknir hér og meira fjör, við höfum það afskaplega gott og ekki er veðrið til að spilla fyrir LoL.

Afmælið hennar Jódísar á mánudaginn.. þá verður sú stutta 2ja ára, ótrúlegt en satt!!!

Jæja, gott að sinni,

bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband